Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 26
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hann'með þeim bætt yfir mikið af rusli því, sem hann hefur látið prenta á fyrirfarandi ár- um — eg á við rómanarusl það, sem álment gengur nú manna á milli undir nafninu »Jó- hannssögur*. Báðar þessar bækur eru að sínu leyti eins góðar og þarfar, eins og hinar voru óþarfar. Annan bindið af Þúsund og einni nótt er og komið út í haust. Eg get að mestu vísað til þess, sem eg sagði um bók þessa í Kv. í fyrra, þegar getið var útkomu hins fyrsta bind- is. Beztu sögurnar í þessu bindi er hinar ó- viðjafnanlegu kýmnisögur af rakaranum og svo sagan af Kamaralsaman kongssyni og Badúr kóngsdóttur; til þeirra má og telja söguna af Núreddín og Persameynni fögru. Eg veit það að vísu, að það á nú ekki meira en svo við þessa tíð, þetta taumlausa ímyndunarafl, sem lætur tíma og rúm eiga sig, og sviftir viðburð- unum til eftir hugþótta stjórnlausra hugarburða. En svo eru allar þjóðsögur og þjóðskáldskap- ur — það er ekki að binda sig við hugsana- bönd og dagleg náttúrulög. En í þessu er fólgið svo mikið af lifandi, skáldlegu fjöri, brennandi orðgnótt og lífi, og málið er svo yndisfagurt, að eg trúi ekki öðru, eu bókin verði keypt, og haldi enn sínum gömlu vin- sældum, eins og með öllum öðrum þjóðum. Rastir heitir sögukver eitt lítið eftir ungan höfund, sem ekki hefur fyrri látið til sín heyra svo eg muni, Egil Erlendsson. Sögur þessar eru tvær, og eru báðar heldur smáfeldar að efni eg meðferð. Pó er sumt ekki ólaglega framsett, t. Iýsingin á heybindingnum í fyrri sögunni. En síðari sagan er lítils virði, og tæp- lega eðilegt, að tvær stúlkur, sem ekki eru lærðari en gerist á íslandi, séu- að velta í munni sér heimspekisorðum, sem tæpast hafa fest nein- ar verulegar rætur í málinu, t. d. forsendur. Mér lá við að verða hissa á, að þær skyldu ekki líka koma með hugræna og hlutrœna hluti, því að þar átti það við. Fyrri sagan er ekki óskemtileg aflestrar, og stefnan í sögunum er góð, að því leyti sem þær hafa siðferð- islegt stefnumark. En vafalaust hefði höf. gert réttara í að geyma sögur þessar um sinn, yfirfara þær aftur, þegar honum óx betur and- legur þroski, og bæta þá um það er áfátt kynni að vera. En það benda þessar sögur á, að þroskavon er hjá höf., svo vel grípur hann niður einstöku sinnum. Pá kom og út í haust síðasti hlutinn af Heiðarbýlissögum /óns Trausta, er hana nefnir Þorradœgur. Saga þessi ber með sér að mörgu leyti sömu einkennin og hinar fyrri sögur, skarpar lundarlýsingar og mörg góð og sönn tilþrif úr sveitarlífinu. En alt fyrir það virðist þó saga þessi ekki benda á fratnför hjá höf. Samband efnisins er nokkuð laust, og samband orsaka og afleiðinga nokkuð losalegt. Reyndar er það nú vant að ganga svo til í daglegu lífi. En í listaverkum býst maður ekki við því Auðfundið er það á öllu, að saga Höllu er ekki enn á enda, hvort sem höf. ætlar að láta ólánið elta hana áfram jafnóðslega og það hefur gert. Lífskoðunin er altaf æði dökk, og fordæmingardómur sá, er henn lætur lækninn kveða upp yfir heiðakotunum er nokkuð ó-‘ sanngjarn. Porsteinn er orðinn forfallinn drykkju- maður, koma fram á þá hlið öfgarnar úr móð- urættinni. En horfur eru -á því að hann ætli að geta komist á rétta leið fyrir aðgerðir Höllu. Yfir höfuð er sagan rituð af sviplíkri snild og fyrri sögurnar, en hún rífur mann ekki með sér eins og hinar á undan. Perlumœrin heitir saga, sem prentuð var á ísafirði næstliðið ár, eftir Rider Hoggard, hinn nafnkunna enska bullsöguhöfund. Sagan fer fram um það leyti, sem Jerúsalem var í eyði lögð, en ekki er kominn út nema fyrri hluti sögunnar.’ svo að ekki er hægt að segja neitt um hana að svo stöddu. Höf. virðist varast að mestu öfgar þær, sem hafa einkent fyrri sögur hans, og altaf skrifar hann fjörugt og skemtilega, og svo má og segja um þessa bók. Fróðleikur talsverður er og í bókinni um ýmsa flokka, einkum trúarflokka í Gyðingalandi, og vel get eg skilið að fólk taki sögunni vel, að minsta kosti þeir, sem mest hafa dáðst að »Námum Salómons* og »Pokulýðnum«. En eftir fyrrihlutanum að dæma stendur þessi Perlumær miklum mun framar en þessar bæk- ur, er eg nefndi, nema ef síðari hlutinn bregzt vonum manna — en það vil eg ekki ætla að verði. i j

x

Nýjar kvöldvökur

Undirtitill:
Mánaðarrit fyrir sögur, kvæði, bókmenntir og fl.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-990X
Tungumál:
Árgangar:
55
Fjöldi tölublaða/hefta:
325
Gefið út:
1906-1962
Myndað til:
1962
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Sögur, kvæði, bókmenntir.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: