Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 22
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR oft talað á þá leið við mig, sem eg mundi vera ríkur maður, en svo er nú komið högum mínum, að eg mun fremur mega teljast fátæk- ur en ríkur.« »Pá er eigi alt með feldu,« sagði orgaleik- arinn og horfði undrandi á vin sinn; »hvað áttu við?« »Pað skal eg segja þér,« sagði Lyngestilli- leg«. »Pér er kunnugt, að faðir minn var nokk- uð sérlegur í fjármálum,. . . Allir menn hafa sína galla og dutlunga. Að hann átti bæði pen- inga og verðbréf, er engum efa undirorpið, og eg hefi haft grun um, að þær eignir hafi num- ið fullum 30 þúsund dölum. En þegar eg tók við búinu, fundust eigi nema rúmir þúsund dalir í seðlum og engin verðbréf. En þetta var nú samt ekki það versta, heldur það, að fyrir rúmum mánuði kom Jockumsen, okurkarlinn gamli, sem þú kannast við, og krafði mig um sex þúsund krónur, sem hann hefði lánað föð- ur mínum fyrir mörgum árum, og lagði hann fram skuldabréf fyrir þessari upphæð. Mér var kunnugt um, að faðir minn, einu sinni þegar illa stóð á fyrir honum, hafði fengið lánaða pen- inga hjá Jockumsen, til þess að þurfa ekki að selja verðbréf sín; það var þegar hann keypti lóðaraukann hérna til húseignarinnar. En eg veit hinsvegar með fullri vissu, að skuld þessi er borguð, og að þessi gamli oknrkarl gaf kvittun fyrir borguninni, því að þá laug hann því að skuldabréfið væri tínt, en nú finst kvittunin ekki fremur en mestur hluti af peningum föð- míns og öll hans verðbréf. Hvar er þetta niður komið?« Framh. —— Pættir úr landnámabók jarðarinnar. 7. Norður-Amerika. Um það leyti, sem Evrópumenn komu að landi við strendur Norðurameríku, voru aðeins rauðir menn á öllu því landflæmi, sem þar var að finna. Landið var annað tveggja þakið ó- færum stórskógum eða víðlendum grassléttum með mannhæðarháu grasi; um sléttur þessar runnu stórárnar Mississippi, »faðir vatnanna«, Missouri, Óhíó o. fl., en þar fyrir norðan taka við vötnin miklu, og falla vötn frá þeim til austurs, en Mississippi til suðurs. Til vesturs eru hrikalegir fjallagarðar, Andesfjöllin, og að austan lægri fjöll, en afarmikil flatneskja á milli. Indianar þeir, sem enn hafast við í Bandarík- junum, eru afkomendur frumþjóða þeirra, er þar áttu heima; þeir fóru í stórflokkum um flatneskjurnar beggjamegin við Mississippi á 16. og 17. öld, enda hafði guð þeirra, Mani- tou, hinn mikli andi, vísað börnum sínum þar til bólfestu. Nú eru þeir ekki orðnirnema3 — 400,000, en þá bjuggu þeir einráðir á nál. 150 þús. fermílna svæði. Þeir höfðu enga ment- un, voru reikandi veiðiþjóð, og lifðu mest á villinautaketi, höfðu fábreyttar lífsþarfir, feng- ust eigi við nein störf, en ekki voru þeir samt sneiddir öllum góðum tilfinningum. Oft áttu þeir í erjum og hernaði sín á milli, en þegar friður komst á, grófu þeir bolaxir (Tomahawk) sínar í jörðu og reyktu friðarpípu hver með öðrum. Þeir töluðu einkennilega og var orða- lag þeirra skáldlegt og fagurt. Reir sendu dag- lega bænir sínar upp til hins mikla anda, vernd- ara allra hraustra manna og góðra, og vonuðu að þeir kæmust eftir dauðann í »annað land,« þar sem nóg væri um veiðidýr, ef þeir höfðu reynzt hraustir og hugrakkir í þessu lífi. Um þetta leyti má ætla að rauðir menn hafi verið um 12—16 miljónir að tölu; sumir halda enda þeir hafi verið enn fleiri. Pá komu »hvítu mennirnir* yfir »saltvatnið mikla« að landi þeirra. Þeir settust að við sjóinn og árnar og fjölguðu óðum — frumskógatröllin hrundu nið- ur fyrir axarhöggum þeirra. Að einni öld lið" inni höfðu »bleikandlitar« náð yfirráðum yfir öllu landi þeirra, er lá með sjó fram. »Rauð- skinnar* urðu að hörfa undau æ lengra og lengra inn í landið. Svo komu járnbrautir og »eldvargar runnu fram hvæsandi, sogandi« um landið þeirra, veiðistöðvarnar fornu. Ein öld

x

Nýjar kvöldvökur

Undirtitill:
Mánaðarrit fyrir sögur, kvæði, bókmenntir og fl.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-990X
Tungumál:
Árgangar:
55
Fjöldi tölublaða/hefta:
325
Gefið út:
1906-1962
Myndað til:
1962
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Sögur, kvæði, bókmenntir.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: