Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 21
GAMLA HÚSFÐ.
19
lega að missa mig. Sama daginn var eg albú-
inn að leggja af stað heim til föðurleifðar minn-
ar, en þegar að því kom, að eg varð að yfir-
gefa þetta heimili til fulls og alls, fann eg, að
eg varð að tala við Emilíu og fá ákveðið svar
hennar viðvíkjandi framtíð minni; mér duldist
ekki að eg hlaut að gera þetta, til þess að
verða eigi að Ieiksoppi falskra vona og marg-
víslegra ímyndanagrillna,
Eg herti því upp hugann og skundaði inn
í skólastofu barnanna, því að eg átti von á að
hitta Emilíu þar. Þegar eg kom þangað, sá eg
að kandidatinn fór inn í stofuna og stanzaði
eg þá ósjálfrátt, en hann kom um hæl út aftur
og fór inn í dagstofuna. Svo fór eg inn í skóla-
stofuna og var mér í meira lagi heitt um hjarta-
ræturnar. Stofan var tóm. Eg hélt að að Em-
ilía mundi koma fljótlega, því að saumakarfa
hennar stóð opin á borðinu og útsaumsdúkur
Iá hjá henni; eg réði því af að doka við og
settist á stól, varð mér þá litið á samanbrot-
inn pappírsmiða, sem lá á jgólfinu. Mér kom
ekki til hugar, að hann hefði leyndarmál að
geyma, heldur hélt eg að börnin hefðu verið
að pára á hann og mist hann svo á gólfið.
Eg tók hann þvf upp í grannleysi og leit á það,
sem á hann var skrifað; það var skrift kandi-
datsins á því, nokkrar línur til Emilíu, ekki
eins og menn rita unnustum sínum eða góð-
um vinstúlkum, heldur eins og kvennabósar
mundu rita léttúðardrósum, sem þeir gerðu sér
dælt við. Eg fleygði miðanum í saumakörfuna
og staulaðist fram á ganginn. Eg var í ákafri
geðshræringu og gremjan og reiðin var í þann
vegin að brjótast út. Frammi á ganginum mætti
eg henni. Eg hlýt að hafa litið út eins og ein-
hver voðamaður, því að hún nærri hrökk
aftur á bak, þegar hún sá mig, enda lái eg
henni það ekki.«
»Eg hef heyrt, að þér hafið orðið fyrir
mikilli sorg,« sagði hún með hluttekningu.
»Nógu mikilli sorg til þess að hafa ástæðu
til að bannsyngja fæðingardegi mínum, eða
réttara sagt, þeim degi, sem eg settist að hér
á Slrandhöfn.« Eg var í ákafri æsingu og það
var sem hjarta mitt ætlaði að springa, eg hreytti
því fram úr mér þessum orðum, sem eg hef
stundum iðrast síðan: »Eg varð fyrir því slysi
að lesa bréfið yðar óvart og gegn vilja mín-
um . ... Þér munuð finna það í saumakörf-
unni yðar.«
Að svo mæltu stökk eg frá henni örvita af
gremju og reiði og þeirri tilfinningu, að mér
fanst eg vera táldreginn og lítilsvirtur, og helg-
ustu tilfinningar mínar einskismetnar og fótum-
troðnar af virðinga- og hégómagjarnri drós,
sem eg gat þó ekki slitið úr huga mér, þótt
alt veltist þar um í óhemjuskap æstra tilfinn-
inga. Eftir fáar mínútur ók eg frá búgarðinum
eins hart og hesturinn gat farið.«
Ungi maðurinn þagnaði og horfði í gaupnir
sér. Organleikarinn hugsaði sig litla stund um
og spurði síðan:
»Hefur þú eigi heyrt neitt frá Strandhöfn
síðan?«
»Nei, eg hef ekki skrifað þangað, og þá
hefur kammerráðið auðvitað enga ástæðu til að
skrifa mér.«
Organleikarinn sat og hummaði um stund
og mælti síðan: »Pessi saga þín um bréfið
þykir mér í meira lagi tortryggileg. Ungar
stúlkur týna eigi slíkum bréfum eða láta þau
liggja á glámbekk.«
»Hvernig gat þá umrætt bréf lentágólfinu
í skólastofunni?«
aÞað get eg ekki vitað, en mundi óhugs-
andi að kandidatinn hafi lagt þessa ódrengilegu
snöru, sem þó var nógu kænlega fyrir komið
til þess að veiða þig, einfeldninginn.«
»Vitleysa, Busk,« svaraði Lynge með daufu
brosi. »En látum þessa sögu liggja. Pað veld-
ur mér sársauka að hreyfa við þessu máli og
svo mun lengi verða, en þú gekst á mig . . .
og satt að segja held eg, að eg hafi þurft að
segja þér frá þessu, og eg hef nú eigi dulið
þig þess, hvar skórinn kreppir mest að mér.«
»Kreppir mest að þér, segir þú; kreppir
hann þá víðar að þér, með leyfi að spyrja?«
»Já, ekki er því að leyna, og réttast þú fá-
ir upplýsingar um aðra skókreppu. F*ú hefur
3*