Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 5
HYPATIA. 3 Iegt? Qat það verið? Miljónir eftir miljónir brunnu og kvöldust fyrir fall Adams — að ei- lífu — um eilífðir eilífðanna . . . Var þetta réttlæti guðs? Þetta var freisting Satans! Hann hafði kom- ið á vanhelgan stað, og þar hafa djöflarnir altaf athvarf sitt. Hann hafði horff á viðurstygð heiðnirmar og hlustað á ára hennar. Hann vildi fara heim og játa synd sína og fá refsingu sína. Svo fengi hann fyrirgefningu. En mátti hann kannast við alt — þorstann eftir þekkingu — að læra að þekkja mennina, — þenna þorsta, er kvaldi hann óaflátanlega? Var hann þá eins vondur, þessi heimur, sem sendi allar sálir sín- ar til helvítis — eins og af honum var látið? Líklega, fyrst afdrifin voru þessi. En óttalegt var að hugsa til þess, að verða að trúa því svona beint. Nei, hann varð að fara og læra að þekkja heiminn. Þessar hugsanir flugu eins og óljósar eld- ingar innan um huga hans, á meðan hann var á leiðinni heim í klaustrið. Klaustrið stóð á fallegum stað; það voru nokkrir klausturkofar, hlaðnir úr stórgrýtisbjörg- um, og var hátt klettabelti yfir að sunnan, og sífeld forsæla. í kring var lundur af gömlum döðlupálmum. Hellir einn margskiftur lá inn í bergið, og var það bæði kapella þeirra munk- anna, skemma og sjúkraskýli, en hinumegin á móti sólu voru matjurtagarðar þeirra bræðra niðri í gljúfrinu, og var'þar ræktað hirzi, maís og baunir. Lítill lækur rann eftir gilinu, og var honum veitt með mikilli nákvæmni eftir gróð- urreitunum. Garður þessi var sameign þeirra hræðra eins og alt annað, nema svefnkompur þeirra, og hirtu þeir hann allir með sömu al- úð og kostgæfni. Þeir önnuðust alt með dæma- fárri umhyggju og alúð, bæði að bera að Níl- arleðju til áburðar, því að gljúfur þetta lá ofan að Níl, og varna foksandinum að skemma garð- 'nn. Þeir fléttuðu Iaupa úr pálmaviðartágum, °g létu gamlan munk selja þá fyrir ýmsar nauð- synjar, svo sem bækur til kapellunnar og fleira. Fílammon ferjaði karlinn í dálitlum papírusbát yfir um ána einusinni í viku, og veiddi fiska í ánni, á meðan hann var á Iandi upp að selja. Þeim leið vel munkunum þarna í Láru. Það var rótt og einfalt líf, bundið reglum, sem voru eins helgar og ritningin sjálf, því að þær voru gerðar eftir henni eða svo fanst þeim, og það var. Allir höfðu föt og fæði og húsaskjól, vini og ráðunáuta, og óbifanlega trú á guð. Og fyrir allra augum ljómaði dag og nótt sæluvon eilífrar gleði, stérkari en nokkrir skáldadraum- ar. Og hvers þurfti meira með? Þangað voru þeir flúnir úr borgum, sem tóku Sódómu og Gómorru langt fram að löstum — flúnir úr gerspiltum heimi, sem var á heljarþröminni, heimi harðstjóra og þræla, hræsnara og saur- lífismanna, til þess að geta hugsað um skyld- una og dóminn, dauðan og eilífðina, himna- ríki og helvíti, sameiginlega trú, starfsemi, von, þjáningar og fögnuð . . . flúnir frá því 'starfi, sem guð hafði skipað þá í, til þess að finna friðinn í þebversku eyðimörkinni. »Þú ert seint á ferð, sonur sæll,« sagði ábótinn; hann var að ríða körfu sína, þegar Fílammon kom. »Það er lítið orðið um eldivið, svo eg varð að fara langa leið.« »Munkar eiga ekki að svara, fyr en þeir eru spurðir. Eg var að spyrja þig um orsökina. Hvar hefur þú fundið þessa kubba?« »Hjá hofinu.« »Og hvað sástu þar?« Fílammon svaraði engu. Pembó hvesti á hann augun, snör og svört. »Þú hefir komið í það, og þú hefir séð þess syndsamlega athæfi.« »Eg? — eg kom ekki í það — en eg sá og horfði á, — —« »Hvað sástu þar? Kvenfólk?« Fílammon þagði. »Hef eg ekki fyrirboðið þér að líta nokk- urntíma í andlit konu? Eru þær ekki allar frum- gróði djöfulsins, upphaf alls ills, vélabornastar af ölium tálsnörum Satans? Eru þær ekki bö^ aðar að eilífu vegna syndafalls hinnar fyrstu móð- ur? Það var kona, sem fyrst varð til að opna hlið helvítis — og alt til þessa dags eru þær dyra- verðir þess. Ólánsdrengur, hvað hefir þú gert?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.