Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 10
8 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, böndunum og vinnufjötrunum, verðum við að bera fjötra vora með auðmýkt, gera hinar lægri þarfir þessa líkama að ímynd hinnar guðlegu fæðu skynseminnar. Aldin með baunum og hrísgrjónum bíða þín í næsta herbergi; brauð er þar líka, ef þú forsmáir það ekki.« cRrælafæði,* svaraði hann; «já, eg skal borða og fyrirverða mig fyrir að borða. Bíddu við, sex nýir lærisveinar voru í morgun í stærð- fræðisskólanum. Hann vex, stækkar. Við höfum okkur áfram.« Hún andvarpaði við. »Af hverju veizt þú,« sagði hún, »að þeir hafi ekki komið til þess aðeins, að læra einhverja veraldardygð? Und- arlegt er það, að mennirnir skuli láta sér nóg vera að skríða í duftinu og vera menn, og eiga þó kost á að nálgast guðina; það fellur mér þyngst, að sömu mennirnir, sem safnast í kenslu- sal minn að morgninum og láta sem hvert orð sem eg segi, sé eins og goðasvar sannleikans, safnast utanum burðarstól Pelagíu að aftni og leika teningsleik og drekka á nóttunni, og ef til vill annað enn verra. Eg veit þeir gera það. En að Pelagía skuli hafa meira að segja en eg.« I þessum svifum kom ainbátt inn í herberg- ið og sagði í fáti: »Hinn dýrlegi herra, skatt- landsstjórinn, kemur. Vagninn hans hefir stað- ið litla stund við hliðið — og nú kemur hann upp.« »Hvað svo sem ætti mér að bregða við það, flónið þitt,« sagði Hypatia — svo hét konan — og reyndi að láta sem ekkert væri, »vísaði honum inn.« Dyrnar opnuðust og inn kom þriflegur mað- ur, smáger í andliti, skrautbúinn, í ráðherrabún- ingi, með gull og gimsteinahringa og men um hendur og háls; lagði frá honum, sterkan þef af fjölda ilmvatna. »Fulltrúi keisaranna gerir sér þá sæmd,« sagði hann, »að fórna á altari Aþenu, og er utan við sig af gleði af því að sjá indælli eftirmynd gyðjunnar, þar sem mey- prestur hennar er, en mannleg augu hafa áður Iitið. Reiðst mér ekki, en eg get ekki talað öðruvísi en eins og heiðingjar, þegar eg stend undir ofurvaldi augna þinna.« »Sannleikurinn er sterkur,« sagði Hypatia, stóð upp brosandi og hneigði honum. »>Svo segja menn. Hinn ágæti faðir yðar hefur farið. Hann er ofóframfærinn, en hann hefur engan hug á stjórnmálum. Nú, þú veizt, eg er kominn til að leita ráða þinna sem ann- arar Mínervu. Hvernig hefir hinn óstýriláti skríll í Alexandríu hagað sér á meðan eg var að Jieiman?« »Hann hefir jetið og drukkið og gift sig.« »Og líklega aukið kyn sitt þýst eg við,« sagði landsstjórinn, »Pað ber þá minna á því, ef eg læt krossfesta fáeina tugi við næsta upp- hlaup — því það hef eg fastráðið. En hvernig gengur með skólana? Hypatia hristi raunalega höfuðið. »Strákar verða aldrei nema strákar,« rausaði hann áfram; »eg segi mig sjálfan sekan. Eg sé það betra og felst á það, en fylgi hinu verra, eins og hann Óvíð okkar segir. En þú mátt ekki dæma okkur hart 'fyrir það. Hvort sem vér hlýðum þér eða ekki heima fyrir, þá ger- um við það opinberlega. Og ef við gerum þig að drotningu í Alexandríu, þá verðurðu að lofa lífvörðum þínum og hirðmönnum að slá sér ögn lausum. Nei, farið þér nú ekki að and- varpa, þá verð eg óhuggandi. Svo mikið er víst, að versta keppisystir þín er koniin upp í eyði- merkur og leitar að guðaborginni fyrir ofan fossa.« »Hverja áttu við?« sagði hún með heldur óheimspekilegri forvitni. »Pelagíu auðvitað,« svaraði hann, »eg hitti þetta yndislegasta af öllum óhæfum mannanna börnum miðja vegu milli Pebu og Alexandríu. Hún er orðin að forngyðju hreinlyndrar ástar.« »Og hvern elskar hún, segðu mér það?« »Einhvern gotneskan risa. Pað eru ljótu ménnirnir, sem komnir eru af þessutn þussa- þjóðum. Hvenær sem eg gekk með honum var eg dauðhræddur um að þetta ferlíki træði mig undir fótum.« »Hvað? hefur þú niðurlægt þig til að tala við þennan villimann?« »Sannast að segja þér, Hypatia, hafði hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: