Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 17
QAMLA HÚSIÐ. 15 ar hann kom inn í búðina í háu vatnsstígvél- unum og í upphnefta aðskorna frakkanum, líkt- ist hann meira veiðimanni en organleikara. Dyrabjallan hringdi hvelt, þegar organleik- arinn kom inn, og í sama bili kom út um hlið- ardyr aldraður maður með stóra hvíta svuntu. Maður þessi var langleitur og rauður í andliti, með hæruskotið skegg og kaffibrúnt nef, sem þótti bera vott um að honum mundi þykja sop- inn góður; hann leit að öðru leyti fremur rauna- lega út. »Hvernig er líðunin, Mikkelsen?« spurði org- anleikarinn. »Já, hvernig er líðunin,« tók Mikkelsen upp eftir honum í raunalegum róm. »Það má nú segja, herra organleikari, eg held þér þekkið hvernig alt er að verða.« »Ætlar nú gigtin að fara með þig,« sagði organleikarinn. »Já, gigtin og margt fleira, það er svo sem flest sem stefnir að manni ísenn,« sagði Mikk- elsen andvarpandi og strauk af borðinu með svuntunni sinni. »Og þegar eg svo hugsa um, að hún Birgitta Mikkelsdóttir, sem hvilir hér út í garðinum, var systkinabarn við stjúpu hans afa míns, þá er von aðLmanni ofbjóði, hvernig alt er að verða í henni veröld.« »Já,« sagði organleikarinn, sem ekki hafði hugmynd um hvað karlinn átti við, »það er hart, já, sannarlega hart.« »Já, víst er svo, en svona er heimurinn,« sagði Mikkelsen snöktandi. Organleikarinn hristi höfuðið með hluttekn- ■ng» og svo raunalegur, eins og hann alla sína æfi hefði verið sannfærður um, að alt væri á hröðustu afturför í veröldinni. En svo segir han alt í einu: »Meðal annara orða, er hús- bóndinn ekki uppi í klefanum sínum?« »Jú, hann er þar,« svaraði Mikkelsen og eins og honum þætti fyrir að geta ekki haft eitthvað á móti þessu. »Hann er uppi, gerið svo vel,« sagði hann um leið og hann opnaði dyr. sem voru fyrir stiga, er Iá upp á loftið. Busk gekk léttilega upp stigann og staldr- aði þar við úti fyrir herbergisdyrunum. Hann heyrði að húsbóndinn gekk um gólf inni fyrir og talaði við sjálfan sig eitthvað á þessa leið: »Villandi var sakleysisroðinn á kinnum hennar, villandi geislinn í hennar fagra auga, og vill- andi og villandi alt hennar framferði, skollinn hafi það alt saman.« Hér er eitthvað á seiði, hugsaði organleik- arinn og drap á hurðina með húninum á göngupriki sínu. »Kom inn,« var svarað. Busk opnaði hurðina og leit inn og segir: »Ónáða eg þig, gamli vinur?« »Ert það þú, Busk, nei, alls ekki, komdu bara inn.« »Mér heyrðist húsbóndinn vera svo hátal- aður, þess vegna hélt eg ef til vill, að eg væri ekki velkominn gesturí þetta sinn,« sagði Busk um leið og hann gekk inn í herbergið. Húseigandinn roðnaði litið eitt um leið og hann rétti organleikaranum höndina og leiddi hann til sætis í mjúkan völtustól. Húseigand- inn var ekki nema um tuttugu og fimm ára að aldri; hár var hann og fyllilega höfði hærri en Busk, sem þó var upp undir það að vera meðalmaður. Bjartleitur var hann og góðmann- legur, með blá augu og Ijóst skegg. Þannig leit hinn nýi eigandi brauðgerðarhússins^út, og bar nafnið Olafur Lynge. Hann var ókvæntnr og hafði, áður en hann tók við föðurleifð sinni, verið að öðru hverju út í sveitinni og numið búfræði og bændavinnu. Síðast hafði hann ver- ið verkstjóri hjá stórbónda nokkrum þar í ná- grenninu. Herbergið, sem hann hafði tekið sér til íbúðar, hafði hann látið dubba upp og feng- ið sér húsbúnað eftir nýtízkusniði; meðal ann- ars þar inni gaf að líta stóran bókaskáp með miklu í af nýjum bókum. Bar það vott um, að þessi ungi Lynge mundi vera hneigðari til bók- arinnar en faðir hans var. »Hvað var hér á seiði, þegar eg kom?« spurði Busk, þegar hann var seztur og búinn að kveikja í pípunni sinni. »Eg hélt fyrst þú hefðir verið að gefa ungfrú Didriksen hæfilega áminningu fyrir lélega matreiðslu, en þegar eg sá að þú varst einn inni, fékk eg óþægilegan

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: