Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 23
t’ÆTTIR 21 enn og enginn rauður maður verður lífs fram- ar á landi því, sem stjörnumerkið blaktir yfir. Örlög þjóðanna eru oft hraðstíg. Reir höt- uðu Evrópumenn — sem von var — þeir voru oflatir til að breyta um lífshætti, og margir lestir bárust til þeirra með aðkomumönnum, er gjörspiltu frumþjóðinni, spiltu siðgæði henn- ar, 'breyttu háttum hennar, buguðu mikillæti hennar og sviftu hana feðraeign hennar; sjúk- dómar, einkum bólusóttin, drap þá niður milj- ónum saman. Það sem slapp hjá stórsóttunum, féll fyrir sverðum, byssum og byssustingjum Norðurálfumanna, og þeim, sem sluppu við vopndauða, hefur brennivínið, »eldvatnið«, komið fyrir kattarnef. LítiII slæðingur af þess- um frumbyggjum kann enn að hafast við vest- ur í fjöllum óspilt að mestu, en það er orðið sárfátt, flest er orðið að aumum flökkulýð á síðasta hnignunarstigi. En þessi er gangur sögunnar. Eldri menn- ing, mannflokkar og kynslóðir úrkynjast og deyja út, og aðrar þjóðir mennast og blóm- gast á rústunum. Þetta er margendurtekið at- riði úr sögu þjóðanna. Eins og við sjáum sum- ar ættir deyja út og aðrar renna upp í þeirra stað, án þess að orsakirnar geti orðið fundnar nema stöku sinnum, svo fer og um miljónir þjóðanna, sem verða að berjast fyrir tilveru sinni. Sú þjóðin ber ætíð sigurinn úr býtum, sem er andlega og líkamlega hraustari, og er fær um að setja annað nýtt og betra í stað þess úrelta og úrkynjaða, er áður var. Um sama leyti og Portúgalsmenn og Spán- verjar numu lönd vestan hafs, fóru Englend- ingar líka að bæra á sér. En ítalir voru það líka, sem þar áttu upptökin. Cabot (Gabotta) hét sá er náði valdi á Englendingum líkt og Kólumbus á Spánverjum. Kólumbus var aðeins nýkominn heim úr fyrstu ferð sinni, þá er Ca- bot fór að efna til ferða, sem urðu til þess að Norðurameríka fanst Jón Cabot var frá Fen- eyjum, en átti heima í Englandi, og átti drjúg- an þátt í verzlun þeirri, er Bristolsbúar ráku [ það mund við ísland. Hann fór að leita að öndum, og fann Labradór, er fornmenn nefndu Helluland, 1497; mun sonur hans Sebastian Cabot, hafa verið í förinni; var hann þá rúm- ega tvítugur, en varð síðan frægur maður. Hinrik 7. Englandskonungur hafði gefið Cabot einkaleyfi til verzlunar »í öllum löndum, höf- um og víkum í vestri, austri og norðri,« sem hann kynni að finna. Var svo farið að búast til ferðar; þá kom sendimaður frá Spánarkon- ungi, og fyrirbauð Englandskonungi allar ferðir til Iandnáms vestur um haf, því að þar væri lönd Spánar og annað ekki; hefði páfinn lagt þann úrskurð á og mætti því ekki raska. Lítið hafði konungur við orðsendingu þessa, og var svo lagt út úr höfninni í Bristol 1497 á einu skipi, er Matthew nefndist. Þeir sigldu nú um 400 mílur vestur um haf og fundu ey eina á Jónsmessu 1497, er þeir nefndu St. John. Hefur það verið við strendur Nýfundnalands eða Labradór, sem þeir tóku land. En þeim leizt ekki landið lík- legt til landskosta, því að þá þótti ekki svo mikið til koma, þó að þar væri hvítabjarna- veiði og aflasælt í sjó, að menn ynni til að setjast þar að þessvegna. Hvalaveiðar þóttu ábatavænlegri í þá daga, og til þess þurftu eigi nýlendur. Þegar heim kom, ruddi konungur sig heldur en ekki og gaf Cabot 10 pund sterlings (180 kr,). En samt var nú Cabot búinn út í aðra ferð. Hafði hann þá sex skip og átti 3 af þeim sjálfur. En þá dó hann vorið 1498, rétt áður en hann átti að fara af stað. Tók þá Sebastían við forráðum, sigldi fyrst tii Islands og þaðan til Labrador. En þá var ís mikill í hafi um sumarið. Sigldi hann því suður með landi og alla leið suður til Flóriduskaga. Lengra komst hann ekki fyrir vistaskorti. Lengra ná ekki frásagnir um ferð hans, nema víst er að hann fór oftar vestur um haf, og margir urðu til þess að reyna að kynnast löndum þeim, er fundin voru, En eitt er víst, að Cabot reyndi löngu síðar að sigla fram með löndum þess- um, til þess að leita að sundi vestur fyrir þau, en þá varð hanti að snúa aftur fyrir illan út- búnað. En lítið er og um þá ferð kunnugt. Cabot gleymdist síðan að mestu og dó 1557

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.