Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 25
Þættik. 23 Gull fanst þar fyrst 1698 og demantar um 1730, og vakti það mjög eftirtekt á landinu, en framfarir urðu þar þó minni en en ætla mætti vegna verzlunareinokunarinnar, sem þá var talin sjálfsögð í öllum löndum. Árið 1822 sleit Brasilia sig lausa undan yf- irráðum Portúgalsmanna og tók sér keisara. Var hún svo hið eina keisaradæmi og konungs- ríki í Ameríku, þangað tíl keisaradæmið var felt 1886 og Iandið gert að þjóðveldi. Margt hefur gengið þar á tréfótum síðan. Pað má álíta, að Brasilfa sé eitt með hin- um beztu löndum í heimi. En hún er enn að mestu ónumin nema með ströndum fram. Lands- búar eru fáir, ekki fullar tuttugu miljónir manna, en landflæmið afarmikið, undir 150, 000 ferh. mílur, eða meira en 3/i hlutar allr- ar Norðurálfunnar. Strandlendið að austan er mjótt en þar er mest bygt. Hálendið er alls óbygt eða nær því, en öll hin miklu land- flæmi meðfram stóránum miklu, meira en helm- ingur landsins, er mest þakið ófærum skógum, kemst þar enginn um nema fuglinn fljúgandi. Gróður er víðast geysimikill, nema sumstáðar í hálendinu. Brasilía er mesta kaffiland í heimi og sykurrækt er þar afarmikil. Pað veit enginn enn í dag, hvílík afarauðlegð kann að felast í þessu landi, þegar lag kemst þar á stjórnina, og mannshöndin og mannsandinn tekur við því fyrir alvöru. Bókmentir, Kvöldvökunum hefur borist fátt af nýjum bókum nú, og stafar það að líkindum af því að út hefur verið gefið með minna móti. Skal hér nú getið hinna helztu þeirra. Ljóðmœli Kristjáns Jónssonar eru nú kom- in út í þriðju útgáfu hér á landi. (Ein útgáfa hefir reyndar verið gefin út í Ameríku fyrir fáum árum, en þar er ekki prentað nema sumt af kvæðum hans og nokkuð einhliða valið, og er hennar því að litlu getandi). Útgáfa þessi er ein með allra vönduðustu bókum, sem nokk- urntíma hafa verið prentaðar á landi hér, með mislitum bekk í kringum hverja blaðsíðu og á ágætum pappír. Pað þýðir ekki að fara að tala um kvæði Kristjáns hér — þau eru svo þjóðkunn orðin, og svo heyra þau til svo löngu liðnum tíma, að það er bókmentasaga landsins, sem á um þau að fjalla, en ekki stuttorður ritdómur. En um vinsældir þeirra ber það bezt vitni, að nú hafa þau verið ó- fáanleg um langan tíma, og eftirspurn mikil, svo að jafnvel Ameríkuútgáfan hefur selzt hér töluvert. Kvæðin eru nærfelt öll þau sömu og áður — aðeins fáu einu slept, sem var í fyrstu útgáfunni, en einhverju smálegu bætt við. Röðun kvæðanna er önnur og eðlilegri en í fyrri útgáfunum, að mestu raðað eftir tíma og aldri, en þó sérstakir flokkar, t. d. eftir- mæli, minni.o. fl., látnir halda sér. Sú niður- röðun, að flokka Ijóð skálda niður eftir aldri er í mörgu hentug, ekki sízt þegar menn vilja athuga þroska skáldsins. Jón Ólafsson hefur annast þessa útgáfu sem hinar fyrri og gert það mjög vel. Myndin er hin sama og í fyrstu útgáfunni. En ekki get eg að því gert, að finnast altaf fyrsta útgáfa kvæða þessara aðal- útgáfa þeirra, enda mun fleirum finnast hið sama. Lögfræðisleg formálabók eftir Einar Arn- órsson, prófessor. Petta er mikil bók og þörf, því bæði var Formálabók þeirra L. E. Svein- björnssonar og M. Stephensen orðin ófáanleg fyrir löngu, og svo var hún orðin svo gömul (frá 1886), að margt í henni var tekið að ger- ast úrelt, og margt nýtt komið til greina, sem ekki var þá til. Eg er enginn lögfræðingur, en við lauslegan yfirlestur hefi eg fengið þau á- hrif af bókinni, að hún sé ljóst og glögt rituð, og geti orðið almenningi mjög þörf. Aðeins virðist mér bera nokkuð mikið á kancellístíln- gamla á sumum sýnishornunum. Svo er þar margt tekið til greina og rætt, að fátt mun það vera í almennu viðskiftalífi manns, sem ekki er hægt að fá þar um fulla leiðbeiningu. Báðar þessar bækur hefur Jóhann Jóhann- esson bóksali í Reykjavík gefið út, og hefur

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: