Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 18
16
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
grun um, að þú værir að yrkja, og það er
mér mikið áhyggjuefni ef svo væri.«
»Hversvegna það?«
»Jú, sjáðu til, annaðhvort er maður skáld,
eða maður er það ekki. Sé maður skáld, er
ekkert um það að segja, þótt talsvert eyðist
af pappír og blekf til þess að mála upp hug-
myndir. En sé maður ekki skáld, og eigi að
síður byrji á því að yrkja mansöngva, þá er
tvent til, annaðhvort að maðurinn sem það
gerir, er að verða galinn, eða þá að einhver
blómarósin hefur gert hann ástfanginn, og af
því eg veit, að þú ert enn með fullu viti, verð
eg að álykta, að það síðarnefnda sé orsök til
þess, ef þú ert farinn að yrkja, og þetta er
eins og eg sagði, ærið áhyggjuefni fyrir míg.«
sRví þarf það að vera áhyggjuefni?« spurði
Lynge.
»Rað skal eg segja þér. Ástarylurinn og
hjúskaparheitið eru í ætt hvort við annað, og
svo er hjúskaparheitið og hjónabandið náskylt.
Hjónabandinu fylgir ung kona inn á heimilið,
og það er eins áreiðanlegt eins og tveir og tveir
eru fjórir, að ungum konum er ekkert um þá
menn, sem verið hafa heimagangar hjá mönn-
um þeirra áður en þeir giftust, og finna oftast
einhver ráð til þess að halda þeim frá heim-
ilunum. Nú vona eg þú farir að skilja, hvern-
ig eg rökleiði, hvaða afdrif skáldskapur þinn
geti haft fyrir mig. Rökleiðslan er þannig: Ef
þú yrkir, ertu ástfanginn, ef þú ert ástfanginn,
trúlofastu von bráðar, ef þú trúlofast, verður
varla langt eftir brúðkaupinu að bíða, og þar
á eftir flytur unga konan inn í þetta gamla,
heiðarlega hús og tekur við allri innanbæjar-
stjórn, og þá verður mér sem gömlum heima-
gangi vísað á bug. Skilurðu mig nú?«
Lynge hafði með þunglyndislegu brosi
hlustað á, meðan vinur hans lét dæluna ganga.
Hann handlék pappírshníf og beygði hann ó-
sjálfrátt svo, að hann hrökk í sundur.
»Nú nú,« sagði Busk, »svona siturðu og
gleymir þér, og heldur þú sért að taka á plóg-
kjálkunum úti á akri, þarna liggur nú þessi
fallegi hnífur þverbrotinn.«
»Skaðinn er ekki mikill,« sagði Lynge kæru-
leysislega, »eg nota hann aldrei.«
«Og þú hefir ráð á að kaupa þér annan í
staðinn,« sagði organleikarinn, og horfði gletn-
islega framan í húsráðanda, »hvert tveggjakróna
virði hefur ekki mikla þýðingu fyrir aðra eins
efnamenn og þú ert. En það er bágstödd fjöl-
skylda hérna út .í hliðargötunni; maðurinn er
útslitinn ræfill, konan er kryplingur og börnin
hafa óseðjandi lyst á gömlum brauðskorpum
og hverjum helzt matarúrgangi, sem þeim er
boðinn; fyrir þessa fjölskyldu eru tvær krónur
stór eign.«
»Og vertu nú ekki að stríða mér,« sagði
Lynge, eg er gramur, óánægður og leiður yfir
tilverunni, svo ekki er ábætandi. En hvað fá-
tæklingunum þínum viðvíkur, þá veiztu, að eg
kvarta ekkert undan að látá eitthvað af hendi
rakna til þeirra, þegar þú óskar eftir, og að öðru
leyti get eg ekki skift mér af þeim. Hvað mik-
ið þarftu núna að fá handa þeim?
»Prjátíu krónur.«
Lynge opnaði borðskúffuna, tók upp þrjá
tíukrónaseðla og sagði: »Hérna eru þær.«
»Eg kemst af með tíu,« sagði organleikar-
inn og tók einn seðilinn, og þegar húsbónd-
inn horfði undrandi á hann, sagði hann: »Mér
er alvara. Eg vil ekki meira í þetta sinn.«
»Pví baðstu þá um þrjátíu?«
»Eg vildi vita, hvort þú hikaðir ekki við
að gefa svo mikið í einu. En meðal annara
orða, hefurðu tekið eftir, hvernig gamli meist-
arasveinninn þinn er orðinn. Eg átti tal við
hann niðri í búðinni, þegar eg kom, en eg
hafði ekki hugmynd um, hvað hann var að
tala um. -Hann mun þó aldrei vera að fá brenni-
víns vitfirring ?«
»Pað hugsa eg ekki,« svaraði Lynge. »En
hann er sannfærður um að alt muni fara á
höfuð ið, af því eg hef engin afskifti af brauð-
gerðinni. Og af því hann þykist vera í ætt við
okkur Lyngana, tekur hann sér nærri gjaldþrot-
ið, útreksturinn og öll þau ósköp, sem hann
á von á.«
«Hver veit nema karlinn hafiréft fyrir sér,«