Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 15
HYPATIA.
13
hann eins og í leiðslu, en var svo hræddur um
að hann hefði komið upp um sig og glenti
augun á Gyðinginn, »Og hvernig á eg að vita,
hvort þetta er eklci alt gildra úr þér? Segðu
mér, hvernig fórstu að spinna þetta upp?«
»Eg hef mínarfregnir úr áreiðanlegum stað.
Sýnesíus var að semja um peningalán við Rabb-
ínana í Alexandríu, en þeir voru annaðhvort of-
hræddir eða ofvandaðir og vildu ekki brenna
sig á því. Hann vissi þá, að þar var ekkert
við að gera, og sneri sér svo til mín. Eg lána
aldrei peninga, finst það ósamboðið heimspeki,
en lét gömlu-Mirjam koma til hans. Pá höf-
um við nú hans leyndarmál. En ef þú vilt vita
meira, þá er bezt að þú talir við kerlinguna;
hún er eins gefin fyrir vélaráð eins og gamalt
Falernavín.«
»Og hvað hefur þá jarlinn í huga?«
»Að fá það borgað, að hann myrti Stilikó.«
»Hvað? er honum ekki nóg að vera jarl
yfir Afríku,* æpti Órestes.
»Eg hygg hann þykist hafa borgað það nú
síðustu árin.«
»Pað er satt — hann bjargaði Afríku.«
»Og Egyftalandi líka. Og bæði þú og keis-
arinn eruð honum þakkarskyldir, ef rétt er á
litið.«
»Já, eg er nú í svo miklum skuldum, góð-
urinn minn, að eg get ekki hugsað til að borga
eina einustu þeirra. Hvaða Iaun vill hann fá?«
sagði Órestes áfergjulega.
»Purpurann (keisaratignina),* svaraði Gyð-
ingurinn.
Orestes spratt upp og féll svo aftur niður
í þungar hugsanir. Rafael horfði á hann rólega.
»Nú, göfugi herra, má eg nú fara?« spurði
hann svo eftir nokkra hríð. »Eg hefi nú sagt
alt, sem eg veit, og ef eg fer ekki undireins
heim að borða morgunverð, fæ eg varla tíma
til að leita gömlu Mirjam uppi og koma svo
til þín fyrir sólsetur og gera upp við hana þetta
sem okkar og hennar fer á milli.«
»Bíddu ögn við,« sagði Órestes, »hvaðhefur
hann ráð á miklu liði?«
»Fjörutíu þúsund mönnum, er sagt. Og
bannsettir Dónatistarnir eru allir á hans bandi.
bara hann hefði ráð á að breyta bareflunum
þeirra í stál.«
»Pað er gott.. . Pú mátt fara, Rafael. . ..
Jæja þá, hundraðþúsund þyrfti hann að hafa,«
sagði hann hugsandi við sjálfan sig á meðan
Rafael hneigði sig og gekk út. »Hannfæreigi
svo mikinn liðsafla. Eg veit þó ekki — hann
er vel gefinn og slægvitur — hm — og hann
Attalus, fíflið, var að tala um að sameina Egyfta-
land við vesturríkið. Pað væri ekki svo fjarri
lagi. Alt er betra en að láta hálfvitlausan krakka
og þrjár nefmæltar nunnur ráða fyrir sér. Eg
býst við því að verða bannfærður þá og þeg-
ar fyrir eitthvert brot á móti þessari heilögu
og hreinlífu drotningu .... Heraklíanus keisari
í Róm . . . og eg yfirráðandi yfir öllu landi
hérmegin hafsins .... siga Dónatistunum á
þá rétttrúuðu og læt þá skera hver annan á
háls í bróðerni .... þurfa ekki að hræðast
lengur róg og fréitaburð Kýrillusar til hirð-
arinnar í Konstantinópel... hm . . . væri ekki
svo illa í garðinn búið . . . en skelfilegt stríð
og fyrirhöfn yrði það.«
Og með það fór hann í heitt bað. — Pað
var þriðja baðið þann daginn.
Framh.
Einn kemur öðrum meiri.
Prír nemendur við málaraskólann í Marseille
voru saman inni á kaffihúsi.
»Eg málaði hér um dagin furuspýtu eins
og marmara,« sagði einn, »og gerði það svo
náttúrlega, að hún sökk eins og steinn, þegar
henni var fleygt í vatn.«
»Betur gerði eg,« sagði þá annar; »eg mál-
aði um daginn ísbreiðu við norðurheimskautið,
og það svo náttúrlega, að þegar eg hengdi
hitamæli minn upp á málverkið, þá féll hann
undir eins niður í 20 stiga frost.«
»Beztur er eg þó,« sagði sá þriðji. »Eg
málaði í vor mynd af hertoganum, og hún er
svo náttúrlega lík, að það verður að raka hana
tvisvar í viku.«