Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 20
18 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hún hafði vanið sig á, eða henni var meðfædd, sem veitti henni létt að vinna allra hjörtu og eins mitt, og eg var sæll í þeim mjúku bönd- um, sem mér fanst hún leggja á tilfinningar mínar. Aldrei hefur mér fundizt sólin skína eins fagurt, fuglarnir syngja jafn yndislega og ylmur blómanna jafn hressandi, sem á þessum vormorgni ástar minnar. Mér fanst tillit hennar svo innilegt er augu okkar mættust. Eg þóttist sjá geisla ástarinnar í augum hennar og létt roðaleiftur á kinnum hennar, þegar við vorum saman, og þó áræddi eg ekki að segja henni það, sem hundrað sinnum svo að segja var komið út á varir mínar. Eg var ekki svo viss um að hún mundi endurgjalda tilfinningar mín- ar; ef til vill var það bara hlýleikinn og vin- áttuþelið, sem hún sýndi öllum í húsinu, sem eg var að hugsa að væri endurgoldin ást. Einn dag, þegar setið var að miðdegisverði, komu póstbréf inn til okkar; þar á meðal var bréf til frúarinnar; þegar hún hafði litið á ut- anáskriftina lauk hún bréfinu upp með gleðibrosi. »Ruðólf kemur á morgun,« sagði hún glöð í bragði, »og hann segist muni geta dvalið hér 14 daga. Það var ágætt, að eg gat fengið hann til að koma út til okkar.« Mér varð af hendingu litið á Emilíu, og sá eg, að hún roðnaði út að eyrum og hún laut niður að diskinum til að dylja það. »RúðóIf er yngsti bróðir minn,« sagði frú Möller og sneri sér til mín. »Hann hefir ný- Iega tekið lögfræðispróf. Eg vona að yður þyki mikið til hans koma. Emilía og hann urðu góðir vinir, þegar hann var hérna um jólin í vetur.c Eg muldraði eitthvað um að mér mundi efalaust geðjast að honum, eða eitthvað á þá leið. Eg vissi naumast sjálfur hvað eg sagði, en eg tók eftir því, að Emilía skifti aftur litum og varð náföl. Eg fann til stings í brjóstinu, Sárindastings í hjartastað. Mér var ekki rótt síðari hluta dagsins, og vonleysishugsanir héldu fyrir mér vöku meiri hluta næturinnar; mig var farið að gruna, að hinn fagri draumur ástar- nnar væri bráðum á enda. Næsta dag var sendur vagn til járnbrautar- stöðvarinnar til þess að sækja Rúðólf, en vagn- inn kom svo búinn aftur. Eg var farinn að vona, að hann mundi hafa hætt við ferðina, en eftir litla stund kom maður á fæti innan úr þorp- inu með Emilíu. Petta var hann, og mér fanst að það mundi ekki vera tilviljun ein, að þau höfðu hitzt. Hann bar körfu hennar og masaði í sífellu og leit ekki af henni. Eg fékk þegar óbeit á manninum. Þessi óbeit fremur óx en minkaði við kvöld- verðinn, þegar við vorum nefndir hvor fyrir öðrum. Hann barst mikið á, og Ieit auðsjáan- lega smáum augum á okkur hin. Hann gerði sér mjög dælt við Emilíu og talaði við hana á þann hátt, að auðheyrt var að hann þóttist standa langt yfir henni að allri mentun. Fyrir þetta hataði eg hann. Hún aftur á móti var eitthvað rög og hikandi í viðtali við hann, og komst sú hugmynd inn hjá mér, að þau byggju yfir einhverju launungarmáli sín á milli, Eg hef líklega eigi getað dulið gremju mína þetta kvöld, því þegar Emilíu einu sinni varð litið til mín, hrökk hún við og sneri sér frá með geðshræringu, sem hún gat ekki dulið.« »Þvi get eg vel trúað,« sagði organleikar- inn, »en hvað gerðist svo þar á eftir?« »Upp frá þessu fann eg að breyting varð á viðmóti því, sem við Emilía sýndum hvort öðru, enda var nú kandídatinn oftast í nánd við hana, og eg forðaðist hann sem mest eg mátti, því að eg hafði andstygð á honum. Um þessar mundir barst mér bréf, sem til- kynti mér fráfall föður míns. Þér er kunn- ugt, hvernig skapsmunir hans voru síðustu ár- in, og að samkomulag okkar því miður var ekki eins og það hefði átt að vera; þó fullvissa eg þig um, að andlátsfregn hans olli mér sárrar sorgar, og það var með harmþrungnu hjarta, að eg skundaði inn í stofu til kammerráðsins og konu hans til að segja þeim, hvernig kom- ið væri högum mínum, og sýndu hjónin mér sanna hluttekningu. Kammerráðið veitti mér góðfúslega leyfi til að fara úr vistinni, og var inér þó kunnugt um, að honum kom baga-

x

Nýjar kvöldvökur

Undirtitill:
Mánaðarrit fyrir sögur, kvæði, bókmenntir og fl.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-990X
Tungumál:
Árgangar:
55
Fjöldi tölublaða/hefta:
325
Gefið út:
1906-1962
Myndað til:
1962
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Sögur, kvæði, bókmenntir.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: