Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 12
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, stað þess að byggja fyrir þá spítala og ómaga- hús, stæði mér á sama þó þeir kveiktu í Gyð- ingahlutanum hérna í borginni; en svo . . . . « >iEn svo þarftu ekkert að gegna þessu bréfi. Orðalagið fyrirbýður þér það, sóma þíns og ríkisins vegna. Viltu hafa þig til að semja við mann, sem kallar fólkið í Alexandríu »sauða- hjörð, sem konungur konunganna hafi falið á vald hans aga og umönnunar.® Hver hefur völdin hér í Alexandríu, þú, dýrlegi herra, eða þessi drambsami biskup?« »Sannast að segja, lafði mín, er eg hættur að reyna að vita það með vissu.« »En biskupinn ekki. Hann segir þér hik- laust, að hann hafi yfirráðin yfir tveim þriðju hlutum fólksins, og feilar sér ekkert við að segja, að sín völd séu af æðri uppruna en þín. Rað er auðséð, hvað hann fer. Séu hans völd æðri uppruna en þín, svo eiga hans völd að hrósa yfirtökunum yfir þínum völdum. En það verð- ur nú að vísu, hvort sem þú svarar eða ekki.« »Einhverju verð eg að svara, annars verð- ur gerður aðsúgur að mér á strætunum. Ró þið spekingarnir getið hafið ykkur upp yfir lík- amann, verðið þið að gæta þess, að það er stökt í beinunum á okkur, veraldarbörnunum,* »Segðu honum þá munnlega, að úr því tilkynning hans komi frá honurn sem einkabréf, en ekki sem opinbert biskupsbrjef, og snerti þig því sem yfirvald, en hann ekki sem bisk- up, þá getir þú ekki tekið hana til greina, nema því aðeins, að hann leggi hana lögform- lega fram til dómsúrskurðar.« »Pað er ljómandi. Drotningu kalla eg þig í stjórnvizkunni, eins og í heimspekinni. Eg fer og hlýði ráðum þínum. Ef þú værir eigi, þá væri dimt í Alexandríu, og þá nyti Órestes ekki þeirrar sælu að kyssa þá hönd, sem Pallas hef- ur fengið léða úr verkstæði Afrodídu (ástar- gyðju), þegar þú varst sköpuð.« »GIeymdu því ekki, að þú ert kristinn mað- ur,« sagði Hypatía brosandi. Svo fór hann hnakkakertur, gekk út í gegn- um lærisveina- og gestahóp Hypatíu í garðin- um og hló í hjarta sínu að svarinu, sem hann mundi veita Kyrillusi. Fjöldi vagna var í garðinum. Rétt þegar Órestir ætlaði að stíga inn í vagn sinn, gekk til hans ungur maður, skrautbúinn sem hann. »Nei, .ertu þarna Rafael Ben-Esra, aldavin- ur minn. Hvaða happaguð leggur þig á leið mína í Alexandriu, þegar eg þarf þín mest með. Stíg inn með mér, og svo skulum við spjalla saman á leiðinni til dómstöðvarinnar.« Maðurinn hneigði sig djúpt, glotti fyrirlit- lega, og reyndi Iítið að leyna því, og þokaði sér nær. Svo mælti hann skeytingarleysislega: »Og í hverjum tilgangi veitir fulltrúi keisaranna hinum lítilmótlegasta o. s. frv. — hitt ræðurðu líklega í.« »Vertu hvergi hræddur,« svaraði landsstjór- inn, á meðan Gyðingurinn steig inn í vagn- inn; »eg ætla ekki að að biðja þig um pen- ingalán.* xRað þykir mér vænt um. Pað er nóg að hafa einn okurkarl í hverri ætt. Faðir minn safnaði peningum, eg sóa þeim út. Meira er ekki hægt að heimta af heimspekingi.« »Eru þeir ekki fallegir, þessir fjórir hvítu ökufákar? ekki grár blettur nema á einum faeti aðeins.« »Jú. Hestar eru annars mestu leiðindaskepn- ur, fiust mér,« sagði Rafael, »síkvillasamir og fullir með óþægð. Annars hefur þessi veiði- biskup í Kyrene, hann Sýnesíus, hálfdrepið mig með tómum árans útvegum fyrir sig. Eg hefi orðið að útvega honum vagnhesta, hunda, boga og örvar og sitthvað annað.« «Svo hann er fjörugur enn, eins og hann var?« «Ef það er. Pað var mikið eg veiktist eigi þessa þrjá daga, sem eg var þar. Hann rauk á fætur um fjórðu stundu nætur, kennir ser einskis meins, er altaf í svo andstyggilega góðu skapi, stundar búskap, veiðir dýr, ríður garða og skurði, eltir svarta ræningja, þylur bænir, hugsar út vélræði, tekur peningalán, skírir, gihir og bannfærir; skrifar aðra stundina heimspeki,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.