Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 14
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. á meðan verður guðs ríki fótum troðið í Al- exandríu, og veraldarhöfðingjarnir verða höfð- ingjar hennar með öllu sínu liði, skylminga- mönnum, loddurum og okurkörlum, í staðinn fyrir biskupinn og hinn lifandi guð.« Með það gengu þeir biskupinn og lesar- inn inn í dimma og þrönga sjómannagötu, er lá út í úthverfi borgarinnar, þar sem hinn arg- asti skríll hafði bækistöðu sína. »Besti byr útifyrir nú, Rafael, hraðbyri fyr- ir hveitiskipin,« sagði Órestes. »Eru þau farin?« »Já, því ekki það? Fyrri skipin fóru fyrir þrem dögum — hin læt eg fara í dag.« »So — jæja — En hefurðu ekkert frétt af Heraklíanusi?« sagði Gyðingurinn ennfremur. »Heraklfanusi? Hvað í . . . í allra heilagra nafni koma honum við hveitiskipin mín, þó hann sé jarl í Afríku?« Ekki neitt — og kemur ekki mér við. En hann kvað ætla að búa til dálitla uppreisn . . . . en nú erum við komnir heim til þín.« »Hvað ertu að segja?« sagði Órestes í fáti. »Já uppreisn — ráðast á Róm,« sagði Rafa- el út í bláinn. »Réttlátu guðir — réttláti guð, ætlaði eg mér að segja — ein plágan enn. Komdu inn og segðu þessum margþrælkaða landstjóra — talaðu ekki hátt í guðanna — guðs bænum — bara að bannsettir þjónarnir hafi ekki heyrt.. ..« »Ja — ekki annað en að snara þeim í sík- ið, ef þeir heyra svo vel,« sagði Rafael og rölti tómlátlega inn í súlnagöngin og húsgöng- in á eftir dauðhræddum landstjóranum. Órestes hélt í fátinu beina leið inn í lítið og afskekt herbergi og Rafael á eftir; hann Iæsti því vandlega, fleygði sér ofan í hæginda- stól og horfði ráðalaus framan í Gyðinginn, »Segðu mér alt undireins,« sagði Órestes. »Eg hefi ekkert meira að segja,« svaraði Rafael, setist niður og handlék tómlátlega lítinn silfurrýting. »Eg hélt þú víssir þetta út í hörg- ul — annars hefði eg ekki nefnt það á nafn. Það keinur mér ekkert við,« Órestes var eins og flest munaðarlíf Iítil- menni, einkum Rómverjar, afaruppstökkur, og reiddist nú ákaflega. »Djöfull og helvíti, þitt ósvífna aðskotadýr — þú ert nokkuð bíræfinn um of; veiztu hver eg er, bölvaður Júðinn? Segðu mér sannleikann, annars skal eg að mér heilum og lifandi toga hann út úr þér með glóandi töngum.« Rafael setti upp harðan þverúðarsvip. Gamla Gyðingseðlið kom í ljós út í gegnurn heim- spekingsblæjuna. Hann glotti þó alvarlega og sá alvörusvipur fór honum vel. Og hann svar- aði: »Pá verður þú, landstjóri góður, sá fyrsti, sem getur pínt Gyðing til að segja það, sem hann vill ekki segja með góðu.« »Við skulum nú sjá það,« sagði Órestes hátt. »Komið hingað, þrælar,« og hann klapp- aði saman lófunum. »Vertu rólegur,« sagði Rafael og stóð upp. »Dyrnar eru Iokaðar, flugnanetið hangir fyrir glugganum, og hnífurinn sá arna er eitraður. Ef eitthvað kemur fyrir mig, rísa allir pen- ingaleigjendur Gyðinga upp, og þá muntu deyja hinum versta dauða innan þriggja daga. Pað er ráðlegra að sitja og hlusta rólegur, eins og lærisveinn Hypatíu, á það, sem aðrir hafa að segja þér, en ímynda þér ekki að aðrir geti sagt frá því, sem þeir vita ekkert um.« Órestes stiltist nú og sló þessu upp í gam- an. Rafael hélt áfram: »Petta er annars mikilsvert, að minsta kosti fyrir heiðna menn. Heraklíanus ætlar áreiðan- lega að gera uppreisn; hann hefir safnað skipa- liði, haldið eftir hveitiskipunum, og ætlar að skrifa þér um að gera hið sama, og láta þannig koma upp korneklu og sult í Róm. Rað er alt undir þér komið, hvernig þú tekur í það.« »Og það aftur undir því komið, hvað hann ætlar sér.« »Auðvitað; hann getur ekki búizt við neinu fyr en þú veizt — við skulum orða það vægi- lega — hvort það borgar sig fyrir þig að vera með.« Órestes sat og var hugsi. »Auðvitað,« sagði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.