Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 6
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Pær voru ekki nema málaðar á veggina?« *Jæja,« sagði ábótinn þá, eins og honum létti stórum, »en af hverju veiztu þá, að það voru konur, úr því að þú hefur aldrei séð — eftir því sem þú segir mér, og eg held þú Ijúgir því ekki að mér — andlit neinnar Evu- dóttur hingað til ?« >'Getur verið,« svaraði Fílammon, eins og honum dytti eitthvað nýtt í hug sér til hjálpar, »getur verið það hafi ekki verið nema djöflan eg held það helzt, því að þeir voru svo fallegir.* »Hvað? Af hverju veistu að djöflarnir séu fallegir ?« »Fyrir einni viku fór eg með bróður Afúgus á bátnum yfir um ána. En við flæðarmálið. . . dálítið frá . . . voru tvær skepnur . . . með síðu hári . . . neðri hluti líkamans var rauð-, blá- og gulröndóttur, og þær voru að lesa blóm með ánni. Faðir Afúgus sneri sér undan . . . en eg ... eg veit ekkert hvernig eg á að skilja það, en mér fanst eg aldrei hefði séð neitt jafnfag- urt. Og svo spurði eg hann, því hann sneri sér undan, og þá sagði hann mér að þetta væru sömu djöflarnir, sem hefðu freistað hins heilaga Antoníusar. Pá rankaði eg við því, að Satan hefði freistað hins heilaga Antoníusar í líki ynd- isfagurrar konu. Og svo . . . svo . , . voru myndirnar á veggnum alveg eins og þetta .., og svo hélt eg það hlyti að vera................« Hann stamaði, þagnaði og roðnaði. Hann hélt hann hefði drýgt ófyrirgefanlega dauðasynd. »Þér sýndust þær fallegar! Mikil er spilling holdsins! Mikil er slægvizka djöfulsins. Drott- inn fyrirgefi þér, fáráða barn, eins og eg fyr- irgef þér. En héðanaf færð þú ekki að koma hér út fyrir klausturgirðingarnar.o »Ekki út fyrir girðingarnar?« æpti ung- mennið. »Pað er ómögulegt — eg get það ekki. Ef þú værir ekki faðir minn, mundi eg segja: % geri það ekki. Eg má til að hafa frelsi. Eg verð að sjá það sjálfur, hvernig hann er, þessi heimur, sem þið fyrirdæmið. Mig langar ekki eftir glysi og glófögrum ljóma. Eg skal aldrei aftur koma inn í heiðið hof, — eg skal stinga höfðinu ofan í sandinn, ef eg sé konu. En eg má til — má til að sjá heiminn. Eg verð að fá að sjá móðurkirkjuna miklu í Alexanöríu og patríarkana og klerkalið þeirra. Eg gæti gert meira fyrir guð þar en hér . , . Ekki svo að skilja, að eg fyrirlíti vinnuna . . . eða sé ykk- ur vanþakklátur, fjarri fer því. En mig langar út í baráttuna. Lofið mér að fara. Eg er ekki óánægður með ykkur, heldur með sjálfan mig. Eg veit það er göfugt að hlýða, en ennþá göfugra að kasta sér út í hættuna. Pví má eg ekki sjá heiminn líka, ef þið hafið séð hann? Ef þið hafið flúið hann, af því að ykkur fanst hann ofvondur til að lifa í honum — því ætti eg þá ekki að geta komið til ykkar aftur, ef mér reynist hann eins? Ekki hefur Kýrillus og söfnuður hans flúið burtu frá honum.« Fílammon bar þessa ræðu fram í einhverju fáti, inst úr djúpi hjartans; hann stóð á önd- inni, enda bjóst hann við að ábótinn mundi láta hýða sig undireins. Og. hann hefði tekið því með stillingu. Pað hefðu allir gert í þessu klaustri, hvað hátt sem þeir voru settir. Pví ekki það? Peir höfðu bundið sig skilyrðic lausri hlýðni við Pembó ábóta, hinn vitrasta, göfuglyndasta og bezta af þeim öllum; þeir voru bundnir honum með margra ára hlýðni, og höfðu tekið hann fyrir ábóta, og svarið honum hlýðni og undirgefni. Og þeir hlýddu honum með ást og auðsveipni, eins og bezt má verða í her. Enda var til þess tekið, að enginn væri jafngóðum aga alinn eins og þeb- versku munkarnir í Egyftalandi. Gamli ábótinn reiddi stafinn sinn tvisvar til höggs, og lét hann aftur síga tvisvar sinnum. Svo bauð hann Fílammoni að falla á kné, en gekk síðan hægt til kofa Áfúgusar og horfði til jarðar. Áfúgus var í miklum metum í Láru. Pað var eitthvað dularfult með hann, en guðrækni hans, auðmýkt og blíðleiki hafði enn meiri á- hrif fyrir það. Það lék sá grunur á meðal munkanna, að hann hefði einhverntíma verið mikill maður og haft há völd, ef til vill í sjálfri Rómaborg. Pembó ábóti virti hann mjög.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: