Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 24
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Ponce de Leon, sem áður hefir verið nefnd- ur í þáttum þesum, kom að landi við Flor- iduskagann á páskadaginn 1513, og nefndi hann þessu fagra nafni (Blómey). Hann varð þar landsstjóri, en var drepinn fáum árum síð- ar af villimönnum, Spánverjar fóru svo um alla ströndina frá Florida og alt vestur undir Missis- sippiósa, helguðu sér landið, reistu krossa, skáru nafn konungs í trén, reistu fána, drukku sjóvatn og sitthvað annað. En ekkert gerðu þeir til að koma þar á bygð. Árið 1524 sett- ust þar að fáeinir Frakkar, er flúðu úr landi út úr trúardeilum. Peir voru friðsamir menn og vildu engin lönd brjóta undir sig og ekki safna gulli og auðæfum, heldur vera í friði með trú sína. Skömmu síðar reistu Frakkar nýlendur, bæði við Mississippi og líka norður frá í Kanada, eh Englendingar bygðu ströndina á milli. Svo bygðist landið hægt og hægt, en oft lenti í skærum milli Englendinga og Frakka, unz laust upp fullum ófriði um miðja 18. öld, er lauk svo að yfirráðum Frakka var þar að fullu lokið. 8. Brasilia. Brasilia fanst fyrst árið 1500. Að sönnu munu þrír spanskir sjóforingjar hafa náð mynni Amazonfljótsins litlu fyr; en sá hét Yanes Pin- son, sem lagði af stað þangað í landaleitir 1499, með tveim frændum sínum. Stigu þeir á land á st. Ágústínshöfða 26. jan 1500. Pað er nokkru sunnar en fljótsmynnið. Landsbúar voru tregir til viðskifta; slóst í ilt með þeim og skipverjum, og varð Pinson frá að hverfa. Illa gekk þeim, sem á eftir þeim komu, að tjónka við landsbúa. Sá sem venjulega er tal- ið að hafi fundið Brasiliu var Pedró Alvarez Cabral, einn hinna ágætustu foringja Manúels Portúgalskonungs. Hann var gerður út þegar Vascó da Qama hafði lokið fyrstu ferð sinni með 13 skipum og 1200 manna, og átti hann að halda áfram að auka ríki Portúgalsmanna á Indlandi. Hann fór af stað 9. marz 1500, og hélt vesíarlega, til þess að varast kyrrurnar við Afríkustrendur, en lenti fyrir óhagstæðum yindum; barst hann svo iengra vestur enhann ætlaði í fyrstu, og lenti í miðjarðarlínustraum- inum, er liggur vestur yfir hafið, og stefnir á austasta höfða Suðurameríku, CapdaRoque; þar kom Cabral að ókunnu landi 21. apríl, þrem mánuðum síðar en Pinson kom þar að landi. Hann leitaði þar hafnar. Par voru fyrir skógar miklir en bygð engin. Fanst Cabral Iít- ið til koma, hélt þetta væri einhver ey, og lét sér nægja að reisa þar kross mikinn og nefndi landið krossey (Ilha da Santa Cruz). Pó sendi hann skip heim til þess að skýra frá fundi þessum, en ransakaði landið ekkert, og hélt síðan áleiðis til Indlands. Pegar konungur fékk skýrslu Cabrals, lét hann þegar búa nokkur skip, og var með þeim Amerígó Vespúcci, sem stjörnufræðingur og landfræðingur. Var hann foringi fararinnar. Lítt er kunnugt um þá ferð. En árið 1503 fóru þeir aðra ferð, og bygðu þá vígi á strönd Brasilíu, fóru ransóknarferðir um 40 inílur inn í landið, og komust í allmiklar mannraunir. Peir komu heim aftur 1504 með hlaðin skip- in, og var þar meðal annars allmikið af blátré (Brasiliutré, Brúnspón). Árið 1596 komst Díaz de Solis suður hjá Rio Janeiró og alla leið suður að La Platamynni. Var og er áin þar svo breið og vatnsmikil, að hann hélt þar mundi vera sund í gegnum landið og sigldi lengi inneftir því, þangað til þeir komust að því að vatnið var ósalt. Frakkar og Portúgalsmenn sigldu mjög til Brasilíu til að sækja litunartré, og lét þá stjórn- in í Portúgal reisa bæ og vigi í Pernambúcó 1526 til þess að vernda þar verzlun sína gagn- vart útlendum þjóðum. Skömmu síðar fóru þeir að stofna nýlendur, en það vildi ekki ganga svo greitt. Landið var stórt og víðlent, en verst var þó það, að þangað voru fluttir sakamenu. En svo var fluttur þangað sykurreyr frá Mad- eira, og þreifst hann þar ágætlega; tóku ný- leudurnar þá að ná miklum framförum, eink- um eftir 1548, er allir Gyðingar í Portúgal voru gerðir útlægir til Brasilíu. Jesúítar komu linnig þangað og stofnuðu nýlendur, og fór. eandnám þar stöðugt vaxandi fram úr því

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.