Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 7
STAKSTEINAR 53 í vafa um, hvort hann ætti að klappa hon- um eða sneypa hann. En þá komu ýmsir kunnugir til hans, tóku í hönd hans, báðu guð að blessa hann og óskuðu honum til hamingju, og allir voru svo vinsamlegir, að hann komst við. Hann var von bráðar farinn að klappa Kóp. Sýslumannsfrúin hafði boðið hjónunum í Nausti að koma til sín um kvöldið og þiggja hjá sér góðgerðir; bjóst hún við að þau vildu heldur koma, þegar aðrir sunnudagsgestir væru farnir. Þau fóru því heim til sín frá kirkjunni, borðuðu miðdegismatinn og hvíldu sig eftir langa og erfiða kirkjusetu. Mikið töluðu þau um afglöp Kóps, og þótti sitt hverju, eins og við var að búast; hann var ásakaður og sakfelldur, afsakaður og sýknaður, en enginn fullnaðarúrskurður var felldur. Sá eini, sem lét sig þetta engu skifta, var Kópur sjálfur; hann lá í hnipri á gæru- skinni úti í horni og svaf svefni réttlátra. Um kvöldið fóru hjónin og Guðmundur xipp að Efra-Vogi; þar var þeim vel tek- ið og veitt vel. Sýslumaður tók Þorleif með sér inn í skrifstofu sína og gæddi honum á koníaki. Aldrei þóttist Þorleif- ur hafa bragðað slíkan drykk á æfi sinni; drap hann titlinga og smjattaði ánægju- lega. Koníakið og virðing sú, er honum var sýnd á fermingardegi sonar hans, 8'laddi hann svo mjög, að hann minntist þessa kvölds upp frá því sem einnar mestu gleðistundar á æfi sinni. Þó tók út yfir, þegar frúin kom með vasaúr með gylltri festi og gaf Guðmundi. Hvorki hann né foreldrar hans kunnu að þakka nógsamlega fyrir, en þau gerðu öll hvað þau gátu og héldu svo af stað heim á leið um háttatíma, svo glöð og ánægð sem nokkrar manneskjur geta verið- »Þetta hefur verið blessaður dagur«, sagði Þorleifur á leiðinni; hann var bæði 'Voteygðui' og smámæltur. Guðrún tók undir það, en talaði færra. »Og fá kaffi með fínasta bakkelsi, og svo þetta, sem eg fékk frammi«, bætti Þorleifur við; »þarna hellti hann í tvö staup og sagði: ,Skál, Þorleifur minn, eg óska þér til hamingju með soninn’, — rétt eins og eg væri hans jafningi; svo hellti hann aftur og aftur í staupið, alveg eins og eg vildi«. Þau voru að koma heim, opnuðu úti- dyrnar og gengu inn; Guðrún var á und- an, Þorleifur í miðið, Guðmundur síðast- ur með Kóp. Guðrún opnaði klinkuna á herbergishurðinni og steig inn á gólfið, en um leið rak hún upp hljóð. Það var svarta-myrkur inni, svo að ekki sáust handanna skil! »Hvað er þetta, heillin?« spurði Þor- leifur. »Sérðu það ekki, maður? Það er kola- myrkur inni«. Guðmundi varð ónotalegt og fékk hjartslátt. »Hvar eru eldspýturnar?« spurði Guð- i'ún. »Þær eiga að vera uppi á hornhyll- unni«, svaraði Þorleifur. Guðrún fálmaði sig áfram í myrkrinu, seildist upp fyrir rúmið og þreifaði eftir hyllunni, en þá rak hún hendina í eitt- hvað kvikt, sem gaf hljóð frá sér eða öllu heldur reiðulegt gai'g og draugalegur þytur heyrðist í loftinu. Guðrúnu varð svo hverft við, að hún hljóðaði upp og lineig niður í rúmið, en um leið og hún kippti að sér hendinni, ruddi hún niður öllu því, sem á hyllunni stóð, og það var meðal annars snældustóll, sápubolli og blikkdós með tölum og ýmsu öðru rusli. Það varð töluverður hávaði um leið og skranið hrundi á gólfið, en um leið var engu líkara en að heilum hóp drýsildjöfla væri hleypt af stað; það var gargað og skríkt í hverju horni og vængjaþytur í loftinu; Þorleifur var sleginn á kinnina og varð hann þá svo gagntekinn af skelf-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.