Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 8
54 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ingu, að hann flýði æpandi út í horn. Guðmundur stóð enn framan við þrösk- uldinn og vissi ekki, hvað hann ætti af sér að gera; ekki þorði hann að fara inn fyrir og varla haldast við þar sem hann var. En allt í einu kom dálítill hvítur hnoðri innan úr dimmunni og vappaði gargandi fram fyrir þröskuldinn til hans. Það var kría. Kópur fór að gelta. »Pabbi! Mamma! Það eru kríur!« hróp- aði Guðmundur. »Hvað segirðu, drengur?« vældi í Þor- leifi inni í horninu. »Það eru kríur, pabbi, — það kom ein út«. Guðrún kom til sjálfrar sín, þegar hún vissi, hvað á seyði var. Hún sá, að ekki var til neins að leita að eldspýtunum, heldur kallaði hún upp: »Farið þið út og takið þið frá gluggan- um, hann er byrgður«. Feðgarnir fóru út í snatri og sáu þá að torfi hafði verið hlaðið í gluggakistuna að utan, svo að enga ljósglætu lagði inn. Þeir ruddu því frá, og þá kom það á dag- inn, að sautján kríur og fjórar skegglur höfðu verið lokaðar inni í herberginu. Þær voru reknar út harðri hendi, en gekk þó treglega. Guðrún greip strigasvuntu og veifaði henni sem vopni og þá fór það að ganga öllu betur; Kópur gerði sitt til og að lokum var kofinn hroðinn að þessu illfygli- Guðrún var löðursveitt orðin og ærið svipmikil. »Það er svo sem auðséð, að hér hefir Jón Daðason verið að verki«, sagði hún og herpti varirnar; »hann kann að halda hvítasunnuna heilaga, drengurinn«. Guðrún hafði rétt til getið. Krían var nýkomin og um kvöldið í blíðviðrinu hafði hún verið tugum og hundruðum saman að sveima niðri við flæðarmálið og legið þar í maðki og síli. Það var ein af listum Jóns Daðasonar að veiða kríur og skegglur í hrosshárs- snöru, og af því að svo stóð á, að hann hafði lifur til að egna með, gat hann ekki setið á strák sínum og fór að snara þær... Hann vissi að fólkið í Nausti var fjarver- andi og datt í hug að nota sér fjarveru þess, tókst að losa eina rúðuna úr glugg- anum og lét kríurnar og skegglurnar þar inn jafnóðum og þær snöruðust. Svo byrgði hann gluggann og fór. Daginn eftir hittust þeir Guðmundur- og Jón; dró Jón engar dulur á það, að hann væri valdur að óspektunum og frétti nákvæmlega frá öllum atvikum. Guðmundur sagði sem satt var og álas- aði Jóni fyrir að hafa gert foreldra sína hrædda. »Það hefur verið alveg eins og þegar heilagur andi kom yfir postulana«, sagði Jón og hló. »Skammastu þín, Jón«, svaraði Guð- mundur. En undir niðri fannst honum þetta vera sér alveg mátulegt; hann hafði haft »hug- ann fastan við jarðneska muni« á meðan hann neytti sakramentisins daginn áður. V. Mannslát. Árin liðu. Það var ekki viðburðaríkt í Nausti, síð- ur en svo. Samt breyttist margt, en svo' hægt og seint, að naumast var eftir því tekið. Þorleifur fór að verða brjóstþungur.. Heyrykið í fjóshlöðunni sýslumannsins átti mesta sök á því, en Þorleifur kunni svo vel við sig í þeim verkahring, að hon- um datt ekki í hug að fara þess á leit að fá lausn frá starfinu. Miklu fremur hætti honum við að vanrækja sjóinn en fjósið. Og ekki datt honum í hug að eignast kindur sjálfur eða aðrar skepnur en.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.