Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 9
STAKSTEINAR 55 Rænsni; en þau voru raunar alveg á hendi honu hans. Guðrún breyttist nokkuð með árunum, varð spaklátari við friðinn og bættan heimilishag, enda fann hún að aldrei hafði þeim liðið eins vel efnalega eins og síðustu árin, einkum eftir það er Guð- mundur komst á legg og fór að vinna fyr- ir heimilið. Naust tók nokkrum stakkaskiftum á þessum árum. Þakið hafði verið farið að gisna svo og leka, að sýslumaður styrkti þau að nokkru til að bæta um það, og þá um leið var skinnað upp á herbergið, svo að nýjar þiljur voru settar í það, en gömlu fjalirnar voru notaðar til þess að hrófa upp búrkytru fyrir framan, en í þeim geim var yfrið nóg rúm. Lítil elda- vél var sett í eitt horn herbergisins. Fram að fermingaraldri hafði Guð- mundur sofið til fóta foreldra sinna, en skömmu þar á eftir var klambrað saman sérstöku rúmstæði fyrir hann- Guðmundur stóð nú á tvítugu. Hann var nokkuð þroskaður orðinn og ekki ó- laglegur á velli, en unglingslegur í fram- komu og óharðnaður. Hann fékkst við alla algenga vinnu, eftir því sem hún gafst og stundaði sjó með dugnaði. Þó leiddist honum sjósóknin, aðallega vegna þess, að hann varð oftast að vera einn að gutla. Hann langaði miklu meira til að eiga kindur, heyja fyrir þeim og hirða þær, en bæði var það, að faðir hans vildi ekkert við það eiga og svo höfðu þau enga grasnyt, hvorki engi né hagagöngu, svo að ekki varð neitt úr nema ráðagerðir. Oft leiddist Guðmundi á vetrarkvöld- unum, þegar faðir hans var í fjósinu og enginn heima, nema móðir hans, sem sjaldan talaði margt, heldur sat þögul með skýluklút og herðaþríhyrnu á rúmi sínu og þeytti rokkinn. Hún spann svo að segja allan veturinn, því að þótt hún •ætti sjalf litla ull, tók hún hana af öðrum og vann úr henni vetlinga og sokka, og auk þess spann hún kynstrin öll af hross- hári fyrir ýmsa bændur og fléttaði úr því reipi. Guðmundur var latur við tóskap- inn, og það var aðeins vegna leiðindanna og einmanaleikans, að hann greip stund- um bandprjóna eða hrosshársbendla. — Bókaeignin var af skornum skammti: Biblíu-kjarni, Stúrms-hug-vekjur og Þor- láks-kver og þá var upptalið, svo að ekki var þangað neinnar dægrastyttingar að leita. Einn morgun, skömmu eftir sumarmál, var Guðmundur að vitja um hrognkelsa- net úti við sker. Honum varð alt í einu ónotalegt, fékk hroll og höfuðverk og var orðinn alveg uppgefinn, þegar hann komst heim og hafði borgið bát og afla; hann varð þegar í stað að hátta ofan í rúm. Inflúenzan var komin í Voginn. Eftir tvo daga var Guðmundur orðinn svo hress, að hann klæddist og var á róli ur , daginn, en sama kvöldið veiktist faðir hans- Af því að hann var fremur veik- byggður maður og brjóstþungur orðinn, lagðist veikin miklu þyngra á hann og bar hann sig illa af beinverkjum og þyngslum. Daginn eftir fékk Guðmundur Gísla lækni til að koma og skoða föður sinn og sagði læknirinn, að þar væri lungnabólga á uppsiglingu; hnykkti Guð- mundi nokkuð við þá fregn, en var þó vongóður, af því að sjálfur hafði hann komist svo vel frá veikinni. Um sama leyti veiktist flest vinnufólkið hjá sýslu- manninum, svo að Guðmundur varð að taka að sér verk föður síns þar upp frá. Hafði hann þá ærinn starfa bæði þar og heima fyrir, því að hann og móðir hans urðu að vaka til skiftis yfir sjúklingnum. Þorleifi elnaði bráðlega sóttin, svo að mæðginin fóru að verða hrædd um hann. Þegar hann lá í móki og Guðmundur hlustaði á þungan andardráttinn, þá setti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.