Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 10
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að honum ótta og kvíða. Sjálfur var hann ekki búinn að ná sér eftir lasleikann, svo að hann var máttlítill og taugakerfið við- kvæmt. Ætli pabbi deyi? Það var þessi spurn- ing sem allt af var að ónáða hann og lét hann ekki njóta neinnar fullkominnar værðar þær fáu stundir, sem hann mátti leggja sig út af. Honum fannst það óum- ræðilega þungt, ef hann ætti að missa föður sinn einmitt nú, þegar hagurinn var að batna og líkincji til að hann mætti fara að hlífa sér við versta stritinu. Guð- mundi hafði allt af þótt fjarska vænt um föður sinn, frá því er hann fyrst mundi eftir; hann hafði verið syninum undur- góður, kveðið við hann og leikið, þegar vel lá á honum, valið það bezta úr matn- um handa honum, og í fám orðum sagt látið hann njóta alls, sefn um var að gera, en látið sjálfan sig sitja á hakanum. Guðmundur sá enga ókosti í fari föður t síns, en hann vissi vel, að menn höfðu margt út á hann að setja. Hann hafði heyrt aðra bregða honum um ýmislegt ljótt, að hann væri drykkfelldur, vilja- laus og hyskinn við vinnu, að hann væri höfðingjasleikja, sem lifði á því aö smjaðra og betla af sér betri mönnum, og svo væri hann líka ófrómur; það var versta ásökunin og hún sveið sárast. Ekki var Guðmundur viss um að neitt af þessu væri satt, og hvað sem því leið, þá hafði hann aldrei séð né heyrt neitt slíkt til föður síns, sem réttlætt gæti slíkan orð- róm. — Ekki gat hann kallað það drykk- feldni, þótt hann bragðaði vín stöku sinn- um; engum gerði hann til miska fyrir það. — Vinnubrögð hans samsvöruðu kröftunum, sem voru aldrei miklir, og enginn er ámælisverður fyrir það að vera ekki meðalmaður til stritverka, ef kraft- arnir leyfa það ekki. — Satt var það, að faðir hans var mjög kurteis við sýslu- mannshjónin og sagði margt lofsyrðið við þau og um þau, en hvaða manneskjur voru þess maklegri að hljóta lof upp í eyrun og undan þeim, ef ekki þau? Þær voru vandfundnar, ef nokkrar voru. — En svo var þetta voðalega, sem eitthvað hafði borið á fyr á árum, þetta með hvinnskuna. Sá orðrómur féll Guðmundi þyngst af öllu, því að einhver fótur var fyrir honum; hann hafði jafnvel heyrt foreldra sína ympra á einhverju þvílíku í hálfum hljóðum. Ef það var satt, var það skelfilegt að deyja með slíka synd á samvizkunni og ef það var ekki satt, þá var það grátlega ranglátt að segja slíkt um saklausan mann. — Og þegar Guð- mundur vakti þarna við dánarbeð föður síns, hrutu honum mörg tár af augum. Guðrún var þögul, en auðséð var á svipnum, að hún átti von á að á eina leið mundi fara um sjúkdóm manns hennar. Hún grét ekki svo neinn sæi, en rauðeygð var hún, gekk hægt um, hagræddi Þor- leifi öðru hvoru og sagði: »Er þér ósköp þungt, auminginn? Viltu ekki reyna að dreypa á einhverju?« Þá hóstaði hann og svaraði næstum því æfinlega á sömu leið: »Eg held eg hafi sofið«, og svo hallaði hann sér út af aftur. Fjórðu nóttina eftir það er Þorleifur veiktist, lá hann hreyfingarlaus svo klukkustundum skifti og var andardrátt- urinn mjög veikur á köflum. Guðmundur vakti seinni hluta næturinnar og var al- veg á nálum. Hann þurkaði svitann af enni föður síns, annað gat hann ekki gert. Allt í einu reis Þorleifur upp til hálfs, dró andann djúpt og starði galopnum augum út í loftið; hann ræskti sig og sagði hás- um rómi: »Skilaðu til sýslumannsins, að talið iiennar Höttu sé á kóngsbænadaginn«. Guðmundi hnykkti svo við, að hann fékk hjartslátt. Þorleifur hélt áfram og streitaðist við að koma orðunum út:

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.