Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 57 »Það er engin von að kýrnar mjólki af þessum skrambans rekjum, — Manga, Manga! Það þarf ekki að hefta Hjálmu, hún er svo þæg«. Guðmundur ýtti við móður sinni, sem hafði fleygt sér upp í rúm hans og fest blund: »Mamma, pabbi er farinn að tala«. Guðrún reis upp og neri augun, leit á mann sinn og sagði: »Hann hefur óráð, auminginn. — Vertu rólegur, Þorleifur minn, — reyndu að sofna aftur«. Hún þurkaði svitann af enninu á hon- uni og breiddi ofan á kaldþvalar hend- urnar. Hann fálmaði frá sér og smjatt- nði þurri tungunni. »Því brjótið þið meisana? Hvað haldið þið að sýslumaðurinn segi?« »Mamma, eg fer og sæki lækninn,« sagði Guðmundur með skjálfandi röddu og án þess að láta á höfuðið á sér, þaut hann af stað til læknisins. Gísli læknir klæddi sig í snatri, stakk á sig litlu glasi og fór með honum. Þegar hann hafði litið á sjúklinginn, gaf hann honum inn nokkra dropa og sagði þeim, að nú mundi hann róast um hríð, en svo uiættu þau gefa honum inn aftur, ef aft- ur bæri á óráði. — Þorleifur sofnaði að stundarkorni liðnu, svo að Guðmundur á- 1-æddi að fara til fjósverkanna. Þegar hann kom heim aftur um miðjan ^orgun, lá Þorleifur enn í móki; andar- hrátturinn var erfiður og hryglan kraum- a^i við hvert andartak. »Legðu þig og reyndu að sofna, þú ert oi'ðinn úrvinda, auminginn,« sagði móðir hans. Guðmundur lagðist alklæddur í i’urnið og lokaði augunum. Hann fann og V)ssi, að nú leið að lokunum, en samt gat hann varla trúað því, að svo væri. Hann langaði til að gráta, en gat það ekki og Þ^eytan og svefninn sigraði hann bráð- íega, svo að honurn rann í brjóst. Hann svaf nokkra stund og leit svo upp aftur. Faðir hans lá í sönui stelling- um og áður; móðir hans sat grafkyr á koforti við höfðalagið og hélt með vinstri hendi í hönd sjúklingsins; hægri olboga hvíldi hún á gaflinum og hélt hendinni um enni sér; tárin runnu niður hrukk- óttar og blakkar kinnarnar. Guðmundur valt út af aftur og svaf langan blund. Allt í einu vaknaði hann og fannst ægilega hljótt í kringum sig, reis upp og leit yfir í hitt rúmið. Faðir hans lá upp við koddann eins og áður, en höf- uðið hafði sigið nokkru neðar, augun voru hálfopin og virtust stara út í eitthvert endalaust tóm, en kjálkárnir héngu mátt- lausir niður; bláleitur fölvi hafði færzt yfir andlitið og sléttað úr hverjum drætti. Móðir hans sat grafkyr, líkast því sem hún væri stirðnuð. »Mamma, er pabbi dáinn?« »Já, nú erum við orðin tvö«, sagði hún svo lágt, að varla heyrðist. Hann greip fyrir andlitið, hallaði sér út af og grét eins og barn. Hann heyrði að móðir hans var að hagræða líklnu, en hann gat ekki fengið af sér að líta upp; hann mátti til að gráta- Svo sefaðist hann að lokum og harkaði af sér; þá hafði móðir hans veitt nábjargir, lagt líkið til í rúminu og breitt yfir andlitið. Hún mælti ekki orð af vörum. — Seinni hluta dagsins báru þau líkið fram fyrir og lögðu það á fjalir. Dagana á eftir var Guðmundur þögull og hugsandi; hann gat ekki um annað hugsað en föður sinn. Hann sá afskaplega mikið eftir honum og syrgði örlög hans, sem sjálfsagt höfðu verið gleðisnauð frá fyrstu og miklu erfiðari en aðrir höfðu gert sér í hugarlund. Guðmundur vissi, að hann hafði verið alinn upp á sveit og ekki verið vandað til uppeldisins; hann hafði að minnsta kosti stundum orðið að 8

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.