Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Side 22
68 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inn sem hann í skiljalegum föðurmetn- aði hafði vænst svo mikils af. Svona langt var þá komið með hann. Hópurinn kom nær og nær með ópum og aðhlátrum, og þegar kom heim undir búðartröppurnar, kölluðu sumir úr hópn- um: »Líttu nú á Pietro di Bernardone, hérna komum við með son þinn, glæsi- mennið. Nú er hann kominn úr stríðinu í Apulin og hefir unnið konungsdótturina og hálft ríkið.« Þá var gamla manninum nóg boðið. Eins og óarga dýr réðist hann inn í þvög- una, sló, barði og sparkaði á allar hliðar, svo hópurinn tvístraðist í einni svipan. Án þess að mæla orð, tók hann svo Frans í fangið og bar hann eins og ungbarn inn í kjallarann og lokaði hann þar inni í dimmum klefa, stakk síðan lyklinum í vasa sinn og fór til vinnu sinnar. Pietro vonaði að hann með hörku gæti unnið bug á vitfirringu sonarins. Hann geymdi nú Frans fyrst og fremst í nokkra daga í myrkvastofunni, en til þess að auka honum vandræði ætlaði hann að nota sér hvað Frans áður hafði verið mikill sælkeri. Nú ól hann hann á vatni og brauði, og það af skornum skamti. En allt kom það fyrir ekki. Hinn gamli Adam í Frans var bæði drukknaður og dauður, og frá þessum tíma hafði hann þann sið, að ef honum var borinn matur sem honum þótti góður, þá stráði hann í hann ösku og borðaði svo. Innan skamms þurfti Pietro svo að ferðast í burt. Þá leysti móðir Frans hann úr fangelsisvistinni, en þegar Frans var jafn ósveigjanlegur við hana og vildi enganvegin setjast að aftur heima, lofaði hún honum að fara. Fór hann þá aftur til kirkju Damianusar helga. Skömmu síðar kom nú Pietro heim, en þá var búrið tómt og fuglinn floginn. En Pietro var nú samt ekki af baki dottinn. í stað þess að elta son sinn til kirkjunnar, lét hann nú stefna honum fyrir rétt og krafðist þess að Frans væri dæmdur til að skila aftur því fé, sem hann kynni að hafa í fórum sínum, væri dæmdur arf- laus og gjörður útlægur úr ríkinu. Eftir því sem Pietro di Bernardone er lýst, hefir hann verið einn af mektar- mönnum og máttarstólpum borgarinnar. Yfirvöldin brugðu því skjótt við og sendu kallara borgarinnar til Þess að birta Frans stefnuna. En Frans neitaði að mæta, og á þeim grundvelli, að honum bæri engin skylda til að mæta fyrir ver- aldlegum dómstóli: hann væri frjáls mað- ur og þjónaði engum öðrum en Guði. Gefur þetta svar ástæðu til að halda, að hann þá þegar hafi verið búinn að taka hinar lægri vígslur og yrði því ekki stefnt nema fyrir andlega dómstóla. Ráðið varð nú að tilkynna Pietro að málið yrði að falla niður. En hann var nú ekki á því að hætta við svo búið, held- ur sendi þegar í stað kæru til biskupsins, sem síðan lét stefna föður og syni í bisk- upsgarð. Þegar í réttinn kom, var strax augljóst hverjum biskup fylgdi að málum. Það var ónotalegt fyrir Pietro að sitja undir á- stæðum þeim sem biskup færði fyrir máli sínu þegar hann ráðlagði Frans að skila peningunum aftur. »Ef þú ætlar að þjóna Guði, þá skilaðu föður þínum manunon hans aftur; hann er sennilega illa feng- inn og á því ekki að notast kirkjunni til góða.« Þá svaraði Frans: »Herra, eg skal ekki aðeins skila aftur peningum hans, heldur líka fötunum sem eg er í, og keypt eru fyrir hans fé.« Áður en menn höfðu áttað sig á svar- inu, fór Frans inn í lítið herbergi bak við réttarsalinn, og kom rétt strax út aftur nakinn, aðeins með litla mittisskýlu úr hárdúk og föt sín á handleggnum. ósjálf-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.