Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 24
'70 NÝJAR KVÖLDVÖKUR S í m o n D a I. Saga eftir Aníhony Hope. VIII. KAPITULI. Trufhm, töfrar og tunglskin. Þegar búið var að sýna leikinn, sem þó enginn virtist taka neitt eftir, komst eg brátt að þeirri niðurstöðu, að ekkert mundi vera fyrir mig frekara að sjá né læra það kveld. Eg gekk því heim. En á leiðinni hugsaði eg um ekkert annað en það, sem eg hafði séð og heyrt, — og þó ekk sízt það, sem nú var í vændum: Eg átti að verða með í förinni til Dover ■—- og Barbara Quinton átti að fara líka! Mér var enganveginn ljóst, hversvegna eg í raun og veru fann til ákafrar gleði við þá tilhugsun. En eg sagði við sjálfan mig, að hún væri dóttir rnanns, sem hefði sýnt mér mikla vinsemd og jafnan reynzt unér vel, það væri því ekkert nema sjálf- sögð skylda mín að hafa gætur á henni... Það gat komið sér vel fyrir hana að hafa mann, sem vildi snúast eitthvað fyrir hana — og ennþá betur að hafa mann (við þessa hugsun fann eg til mikils stærilætis), sem gæti verið henni vörn og vernd... Ung stúlka mundi líklega geta þurft verndar með í öðrum eins solli... að minsta kosti fannst mér framferði hins nýja herra míns gagnvart henni gefa mér talsverða ástæðu til að ætla það — og hvað Carford áhrærði, þá virtist hann vera alt annað en afbrýðissamur -unn- usti... Eg var ekki unnusti hennar. Nei. Líf mitt var helgað annari — óhamingju- samri — ást. En samt sem áður: Hver gat vitað, nema hin stolta ungfrú yrði fegin að flýja undir vernd styrkleika og vopna hins lítilsvirta Símonar! og hann faðir hennar átti það skilið... Eg rétti úr mér og óx allur í eigin ímyndun við þessa (Framh.). drauma, og þegar eg kom heim og barðf að dyrum, þá gerði eg það svo rösklega og með slíku yfirlæti, að enginn hinna konunglegu hertoga hefði gert það betur! Eg barði svo að glumdi í öllu húsinu, en samt kom enginn til dyra. Eg barði þá aftur, og litlu síðar heyrði eg inni í húsinu fótatak einhvers, sem virtist draga á eftir sér fæturna. Mér hafði þá tekist að vekja þjón minn, og eg bjóst sannast að segja ekki við að mæta honum í góðu skapi. Sökum trúar sinnar mátti Jónas ekki blóta. En eg bjóst við, að hann mundi urra á móti mér um leið og hann nuddaði stýrurnar úr augunum. Hurðin opnaðist og augu Jónasar störðu á mig, þau voru alt annað en svefnleg, því að eldur trúarofstækisins brann úr þeirm Hann hafði ekki verið háttaður, það sá eg strax á fötum hans; ljósið logaði inni í setustofu minni, og til þess nú að setja kórónuna á alt saman heyrði eg þar sálmasöng — ef söng skyldi kalla — söngmaðurinn jarmaði orðin út gegnum nefið, en eg þóttist samt þekkja röddina. Eg verð að kannast við, að eg stóð þjóni mínum að baki í því, að eg aldrei hafði skuldbundið mig til að láta mér ekki hrökkva blótsyrði af vörum, og í þetta sinn er eg hræddur um, að eg hafi kveðið nokkuð sterkt að, því Jónas rang- hvolfdi í sér augunum og leit í ógn og skelfingu til himins um leið og eg stjak- aði honum úr dyrunum og óð inn í stof- una. Hátíðlegt »amen« mætti mér, og Phineas Tate stóð frammi fyrir mér föl- ur og magur, en öldungis rólegur, eins og hann væri heima hjá sér. »Hver djöfullinn teymir yður hingað?« hrópaði eg uppvægur. »Skyldan við

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.