Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 25

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 25
SÍMON DAL 71 Drottinn,« svaraði hann hátíðlega. »Fyr- irmunar hún nú fólki að fá að sofa í friði á nóttunni?« spurði eg. »Hefir þú þá sof- ið, ungi maður?« spurði hann aftur, og eg verð að játa, að það lá nokkuð beint "við eins og á stóð. »Nei,« svaraði eg. »Eg hefi verið að auðsýna Hans Hátign lotn- ingu mína.« »Guð fyrirgefi honum -— og þér!« mælti Phineas. Mér fór að gerast skapfátt. »Hvað sem allri fyrirgefningu líður, þá hefi eg ekki óskað eftir fyrir- bænum yðar — ekki frekar en konungur- inn hefir gert það. Ef Jónas hefir komið með yður hingað, þá er það í fullkomnu óleyfi mínu, og eg bið yður því að fara héðan. — Jónas, opnaðu dyrnar fyrir mr. Tate!« Hann lyfti hendinni bjóðandi og mælti: »Hlustaðu fyrst á boðskap minn! Eg er sendur til þín, til þess að snúa hug þín- um frá synd. Drottinn hefir útvalið þig til verkfæris í hendi sinni. Eg segi þér: menn hafa gert samsæri. — Samsærið, sem á að leggja þetta ríki undir þræl- dómsok Rómaborgar, er sístarfandi ein- mitt nú! Hefir þú ekki eyru? Hefir þú engin augu? Ertu blindur og daufur? Kom til mín, og eg mun gefa þér bæði 'Sjón og heyrn, því að mér er gefið vald til að vísa þér veginn!« — Mér dauð- leiddist að hlusta á karlinn, en eg varð að gefa upp alla von um að losna við hann fyrst um sinn. Eg fleygði mér nið- ur á stól í örvæntingu, og ætlaði að láta hann rausa eins og hann vildi. En það næsta, sem hann sagði vakti athygli mína: »Maður sá, er hér býr með þér — hvernig er hann? Er hann ekki einn af óvinum Guðs?« »Mr. Darrell er róm- verskrar trúar,« svaraði eg og brosti við, því mér datt í hug, að vingjarnlegri sál en Darrell hefði eg aldrei fyrir hitt. Phineas beygði sig yfir mig i stólnum, lyfti vísifingrinum og hvíslaði leyndar- dómsfult: »Hvað vill hann þér? En skildu ekki við hann. Vertu þar sem hann er. Farðu þangað sem hann fer!« Eg geisp- aði og sagði hæglátlega: »Jæja, ef það getur glatt yður að einhverju leyti, þá get eg nú sagt yður, að eg fer einmitt þang- að sem hann fer, því við verðum báðir í förinni til Dover, þegar konungurinn fer þangað.« Phineas Tate þreif í axlirnar á mér og æpti: »Það er fingur Guðs — og Guðs vilji!« »Nú er nóg komið,« kallaði eg upp, stökk á fætur og hristi hann af mér. — »Haldið höndum yðar í skefjum, maður, þótt þér getið ekki stýrt tungu yðar. — Hvað kemur það yður við, hvort við förum til Dover með konungi eða ekki ?« »Á, hvað nú?« heyrðist alt í einu rödd Darrells. Hann stóð í dyrunum. Eg veit ekki, hvort hann hefir staðið þar stutt eða lengi. En andlitsdrættir hans sýndu ákafa reiði. í einu stökki kom hann þvert yfir gólfið og greip Phineas í handlegg- inn. »Langar yður til að láta klippa eyr- un á yður aftur?« spurði hann hörkulega. »Framkvæmdu vilja þinn á mér!« hróp- aði ofstækismaðurinn, og um leið strauk hann hárið frá eyrunum. Það fór hrollur um mig, því eg sá, að klipt hafði verið ofan af báðum eyrum hans. »Fram- kvæmdu vilja þinn!« æpti hann á ný, »eg er reiðubúinn — en þinn tími kemur líka — og bikar þinn er bráðum fullurk Darrell svaraði hægt og lágt en með al- vöru og hörku í röddinni: »Gætið þess, að það getur orðið meira en eyrun næst, ef þér viljið ekki hafa taumhald á tungu yðar. — Það er ekki fyrir yður að spyrja um hvert eða hversvegna konungurinn kemur eða fer.« í þessum svifum birtist andlit Jónasar í dyragætinni. Hann var náfölur af skelfingu og starði á þá. Eg fékk alt í einu alveg eins og hugboð um að hér væri eitthvað mjög alvarlegt á ferðinni. — Alt þetta dularfulla tal um

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.