Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 26
72 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ferðina til Dover virtist snerta mig á einhvern hátt. — »En þessi ungi maður, mælti Phineas, án þess að gefa gaum að hótunum Darr- ells, »hann er ekki einn af yður. Honum skal verða bjargað úr eldinum, og fyrir hönd hans mun Guð framkvæma hið mikla frelsunarverk.« Darrell sneri sér að mér og mælti þunglega: »Þetta er yðar herbergi og ekki mitt — þolið þér þessum þorpara að vera hér inni?« »Nú, eg verð að þola það, sem eg get ekki afstýrt,« svaraði eg. »Mr. Tate spyr mig ekki leyf- is, þegar hann kemur eða fer, frekar en konungurinn mundi spyrja mr. Tate.« »Það mundi ekki leiða neitt gott af því fyrir yður, ef það vitnaðist, að slíkur maður væri hér hjá yður,« mælti Darrell og kinkaði höfðinu til áherzlu. Darrell hafði verið mér góður, og eg var vinur hans fullkominn. En eins og eg þegar hefi sýnt fram á, þá var eg bráðlyndur — og sá skaplöstur hefir satt að segja lítið lagast með aldrinum. — Hin síðustu orð Darrells reittu mig til reiði. »Ekki leiða neitt gott af því fyrir mig?« mæli eg. — »Hvern ætti það svo sem að geta móðgað? Hertogann af York, Arlington lávarð — eða hertogann af Monmouth? — Það er nú sérstaklega hann, sem eg á að gera ánægðan.« »Eng- inn þeirra hefii' neitt dálæti á ofstækis- mönnum eins og þessum,« svaraði Darr- ell jafn þunglega og áður. »En eg hygg þó að einn þeirra að minsta kosti mundi taka hann fram yfir páfatrúarmann!« mælti eg og hló. Skeytið hitti, Darrell setti dreyrrauðan. Hafði eg fundið lykil leyndarmálsins ? Var eg eitt af peðunum, sem leikið var með á hinu mikla skák- borði kirkjumálanna — og Darrell annað peð? — Og allir hinir miklu hertogar og aðalsmenn — hvað voru þeir? Sennilega voi'u þeir ekki miklu hærra settir í þess- um leik, þar sem teflt var um sálir. — í slíku tafli er enginn of lítilmótlegur, eng- inn of hátt settur, hver hefir sitt hlut- verk, hver sitt verðmæti.... Vissulega var eg að nálgast ráðningu gátunnar — eða að minsta kosti hafði mér tekist að finna hinn snögga blett á Darrell. — Mótstöðu- maður hans greip hina óvæntu liðveizlu frá mér fegins hendi. Hann virti Darrell fyrir sér og svipur hans lýsti mjög svo ókristilegri heift. Síðan sneri hann sér að mér og hrópaði með óstjórnlegri ákefð: »Þú skalt ekki halda að þú getir ekki int verk Drottins af hendi sökum þess að þú sért óverðugur syndari. Nei. Verkið helgar verkfærið. Þegar stund Herrans rennur upp, mun Hann sýna, að Hann getur meira að segja látið bersynd- uga konu framkvæma verk Sín!« Ejr þóttist geta lesið alveg sérstaka hugsun út úr þessum orðum, og ósjálfrátt flaug hugur minn til gestgjafahússins í Drury Lane, þar sem við báðir höfðum talað við Nelly. Phineas þagði lítið eitt og hélt svo áfram með hátíðlegri áherzlu: »Já, ber- synduga konu getur Hann látið fram- kvæma verk Sín!« Snögglega leit hann beint framan í vin minn, Darrell, og hrópaði með þrumandi rödd: »Vertu reiðubúinn, dagur hefndarinnar nálg- ast!« Og áður en okkur vanst tími til að svara eða spyrja frekara um þýðingu þessara orða, snaraðist hann út úr her- berginu og að vörmu spori heyrði eg ytri hurðina skella í lás á eftir honum. Eg leit á Darrell og brosti. — »Tunglskinið hefir gert hann truflaðann, vinur minn,« sagði eg. — »En Jónas skal hitta sjálfan sig fyrir, ef hann dirfist að hleypa hon- um inn aftur.« Darrell svaraði þessu engu, en mælti þurlega: »Ef eg á að segja al- veg eins og er, mr. Dal, þá datt mér ekki í hug, að þér væruð í slíkum félagsskap, þegar eg bauð yður að búa með mér.« »Það eru forlögin frekar en maður sjálf-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.