Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 27
SÍMON DAL 73 ur, sem ráða því í hverskonar félagsskap maður kemst,« svaraði eg — »stundum eruð það þér, stundum mr. Phineas, stundum ráðherrann — eða hans konung- lega tign hertoginn — eg get ekkert að þessu gert, þér hljótið að sjá, að það eru forlögin — eða þá hendingin — sem ráða þessu öllu. — Eg fyrir mitt leyti er nú einusinni barn forlaganna og læt þau því leiða mig.« Darrell var stöðugt jafn þur- legur og kaldur í viðmóti, en eg sá nú samt, að hann fór heldur að virða vin- áttu okkar og viðleitni mína, til þess að afstýra ósamlyndi okkar á milli. Svipur hans mýktist nokkuð, jafnvel þótt hann fengi ekkert af sinni venjulegu hlýju. — »Barn forlaganna?« spurði hann lítið eitt háðslega, »er það nú ekki yfirlæti af yð- ur að segja slíkt, Símon?« »Vafalaust mesta yfirlæti — ef það væri ekki satt,« svaraði eg — »Eg skal annars segja yður upp alla söguna; það er hvort sem er of snemt að fara að hátta og of seint að fara út aftur.« Eg sendi Jónas eftir vínflösku, og á meðan við tæmdum glösin sagði eg Darr- eh frá öllum spádómi Betty sálugu Nas- 1-oth. Hann hlustaði á mig með slíkri á- fergju, að það algerlega stakk í stúf við þnnn háðslega svip, sem hann var að i'eyna að setja upp. -— Eg hefi oft veitt Því eftirtekt, að menn leggja trúnað á þesskonar hindurvitni — og ekki hvað sízt þeir, sem altaf eru reiðubúnir til að hiægja og hæðast að þeim. Smám saman tók eg að gerast hreifur af víninu og að lokum hrópaði eg hátt: »Já, er það kannske ekki satt? Á eg ekki eftir að fá að vita, það sem hann leynir? Á eg ekki að drekka úr bikar hans? Eða er hægt að ^oótmæla því, að eg nú þegar — til óum- ræðilegrar ógæfu fyrir sjálfan mig — elska það sem hann elskar?« Nelly stóð a þessu augnabliki svo gTeinilega fyrir hugskotssjónum mínum, að eg stundi þungan af sorg, huldi andlitið í höndum mér og fleygði mér aftur á bak í stóln- um. Það varð nokkur þögn. Darrell sagði ekkert mér til hughreystingar, hann tók víst naumast eftir ásta-sorg minni; og nú er sannleikurinn sá, að slík sorg þrífst illa, ef hún fær enga hluttekningu. Það leið því ekki á löngu, áður en eg hafði rænu á að gægjast gegnum greiparnar og virða Darrell fyrir mér. Hann sat í þung- um hugsunum og með hnyklaðar brýr. Augu okkai- mættust, þegar eg leit upp. Þá beygði hann sig fram yfir borðið og mælti reiðulega: »Eins og eg er lifandi, kerlingin hefir verið göldrótt! Þér áttuð að fá að vita það, sem hann leynir?« »Já.« »Og drekka úr bikar hans?« »Já, svo sagði hún.« Hann þagði lengi og var auðsjáanlega niðursokkinn í einhverjar mjög óþægilegar hugsanir. Þetta varð að síðustu of mikið fyrir taugar mínar: alt kveldið hafði eg lent í hverju æfintýrinu á fætur öðru — og nú þetta. Eg gat ekki ráðið við mig, heldur stökk á fætur og hrópaði með þóttafullu háði: »Hvað — trúið þér öðru eins þvaðri? Haldið þér að Guð almáttugur sé að opinbera óorðna hluti fyrir gömlum kerlingum? Mér hefði þó sízt dottið í hug, að hirðmenn væru svo hjátrúarfullir! Ætti slíkt ekki betur við meðal óupplýstra bænda, mr. Darr- ell? Guð varðveiti okkur — það er engu líkara en að við lifðum á dögum Jakobs konungs!« Hann svaraði stuttlega og svo alvarlega sem findist honum, að eg talaði of léttúðarfult um slíka hluti: »Þetta er djöfulsins verk alt saman!« »Jæja,« sagði eg, »nú, fjandinn er þá sannarlega iðn- ari, en eg bjóst við — jafnvel að kveldi dags eftir hirðveizlu,« hló eg. »En hvers verk, sem það nú er, þá ætla eg samt að framkvæma það. Eg vil vita hvað það er, sem hann leynir, og eg vil drekka úr bik- ar hans! Heyrið þér Darrell, þér eruð í 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.