Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 28

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 28
74 NÝJAR KVÖLDVÖKUR svo vondu skapi — drekkið þér úr glas- inu, vinur. — Darrell, hvað er annars í bikar kóngsins — hverju leynir hann? Darrell, hvað er það, sem kóngurinn leynir?« Eg greip í axlirnar á honum og horfði beint framan í hann. Eg var æstur af viðburðum dagsins, ör af víni og heitur af geðshræringu. Alt þetta verkaði líka á hann, hann spratt upp og æpti náfölur og titrandi af æsingu: »Guð minn góður! Þér vitið það!« og hann starði á mig með augnaráði eins og eg væri sjálfur djöf- ullinn kominn til þess að framkvæma verk það, er við báðir höfðum verið að bendla hann við. Þannig stóðum við heila mínútu eða meira. Eg varð fyr rólegur, en félagi minn, og undraðist nú, hvernig orð mín hefðu getað komið honum í slíka æsingu. Hér lá eitthvað annað og meira dulið, en það, sern skarpskygni mín gat ráðið fram úr. Annaðhvort var, að mað- ur sá, er stóð frammi fyrir mér, var vit- skertur, eða að öðrum kosti bjó hann yfir einhverju leyndarmáli — og Darrell vin- ur minn var enginn vitfirringur! »Veit eg hvað?« spurði eg. — »Hvað ætti eg, Símon Dal, svo sem að geta vit- að? Hvað í ósköpunum ætti líka að vera fyrir mig að vita?« Eg brosti lævíslega, eins og eg dyldi ósköpin öll, sem eg vissi, á bak við grímu einfeldninnar. »Ekkert ■— auðvitað ekkert,« tautaði hann með uppgerðar rósemi. »Vínið hefir svifið dá- lítið á mig.« »Hvað? þér hafið ekki drukkið nema tvö glös — hitt alt saman drakk eg,« mælti eg. »Það er þessi and- stygðar trúboði, sem hefir komið mér í æsingu—hannogsvo sagan um bannsetta galdrakerlinguna yðar,« hélt hann áfram í lágum róm. »Geta trúboðar og sögur um kerlingar skapað leyndarmál í hugum manna, þar sem þau engin eru til?« spurði eg og hló. »Það getur fengið ein- feldninga til að gruna leyndarmál, þar sem þau engin eru til« svaraði hann byrstur. »Og fengið aðra einfeldninga tll að spyrja, hvort hinir hafi komist að þeim,« bætti eg við í líkum tón. En svo hló eg og mælti: »Mér er ekki gefið um neinar þrætur ,svo eg legg til að við nú sleppum öllu leyndarmálahjali, og ef þér ætlið ekki að vera á fótum í alla nótt, þá held eg okkur væri nú fyrir beztu að fara að hátta, vinur.« Hvort sem það nú einungis var af hyggindum, eða vegna þess að hið vin- gjarnlega viðmót mitt hafði áhrif á fé- laga minn, þá er það víst, að hann við þessi orð leit til mín með meiri hlýju í svipnum en áður. Svo andvarpaði hann og sagði: »Jæja, Símon, eg ætlaði nú að verða fylgdarmaður yðar og leiðbeina yð- ur hérna í Lundúnum, en eg sé, að þér nú þegar gangið yðar eigin götu.« »Veg- ur sá, er þér sýnduð mér, var lokaður,« mælti eg, »mér var nauðugur einn kostur að velja mér annan veg, sem stóð opinn.x »Þér eigið við hjá Monmouth?« »Já, hann eða einhvern annan — ef um fleiri hefði verið að velja.« »En hvers vegna, Sím- on?« spurði hann nú innilega — »hvers vegna ekki að lifa lífi sínu í friði og ró og láta alt hefðarfólkið eiga sig?« »Eg vil — af öllu hjarta!« hrópaði eg. — »Væru það ekki góð umskifti? Hvert eigum við að flýja burtu frá öllum ófriði?« »Við?« kallaði hann upp yfir sig og hrökk sam- an. »Já, vinur, eruð þér ekki veikur af sömu sýkinni -— og væri ekki hið sama meðal bezt fyrir yður líka? Heyrið þér, við skulum strax í fyrramálið leggja af stað til Hatchstead — það er jmdislegur saður úti í sveit. Mr. Darrell, eigum við ekki aðláta alt blessað hefðarfólkið fara til Dover án okkar?« »Þér vitið, að eg get það ekki, eg þjóna Arlington lávarði.« »Og eg Monmouth hertoga. —« »En lá- varður minn þjónar konunginum!« »Og hei'toginn er sonur konungsins.« »0, ef

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.