Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 30
76 NÝJAR KVÖLDVÖKUR gætuð fundið sig í húsi, sem hún nefndi Burford Hús í Chelsea.« Sagði hún ekki til nafns síns?« »Ja, eg spurði hana að heiti, og hún sagði mér að vísu nafn — en það var undarlegt, eitthvað fjarska kýnlegt — hreint heiðingjanafn — hún hló, þegar hún sagði það — reyndar var hún nú altaf stöðugt að hlægja...« »Það er engin synd að hlægja,« sagði eg þur- lega — »þú mátt fara, Jónas. Eg þarf ekki hjálpar þinnar til að komast í rúm- ið.« »En nafnið —?« »Nú, hver þremill- inn er þetta maður? Eg þykist fara nærri um nafnið. Farðu að hátta!« Hann stik- aði út, og baksvipurinn á honum sýndi greinilega, hversu mjög hann var hneykslaður. En eg veit ekki, hvort það var yfir því litla blótsyrði, sem mér varð á að segja, eða heiðingjanafninu, eða þá konunni sjálfri. — Veslings Jónas, hvað mundi hann hafa sagt, ef hann hefði grúriáð, hver það var, sem hafði talað við hann? Kannske hann hefð reynt að boða henni afturhvarí og iðran synda hennar, eiris og Phineas meistari hans; því það gat enginn vafi leikið á, að »heiðingja- nafnið« var Cydaria... og skrautvagninn með flæmsku hestunum? — Eg reyndi ekki til að svara spurriingunni um vagn- inn. — En eitt var það, sem eg undir eins lof- aði sjálfum mér: Eg skyldi ekki fara á fund hennar. Aldrei! Var hún ekki búin að særa mig nógu mörgum sárum, þó eg færi nú ekki að ýfa þau upp aftur? Nei, eg fer ekki! sagði eg við sjálfan mig. Nei!... Og samt sem áður...? Phineas vinur minn hafði predikað yfir henni — ætti ég ekki að gera það líka... á annan hátt, með öðrum, meira hrífandi orðum? Orð mín skyldu hljóma unaðslega í eyr- um hennar. Guðspjallið, sem eg hafði að boða henni, hafði mátt. Ást mín var beygð, en ekki brostin, særð, en ekki lið- iri... og nú lifnaði hún aftur við, sterk- ari, ákafari, innilegri en nokkru sinni. Svo máttug var hún, að hún hlaut að fylla hjarta hennar líka... Eg spratt upp frá þessum ljúfa draumi, hljóp út að glugganum og sá dögun þess dags, sem mér fanst hljóta að gefa mér uppfylling allra drauma og sælurík laun fyrir allar þjáningar... Þegar eg lauk upp dyrum svefnher- bergis míns stanzaði eg ósjálfrátt. Jónas svaf í litlum klefa innár af, og eg þóttist heyra mannamál inni hjá honum. Brátt varð eg þess þó var, að hann var einsam- all og baðst íyrir með hárri raust. Eg heyrði hann segja: »Lofaður og prísaður sé Drottinn allsherjar, sem nú hefir gert hina bugðóttu vegi beina, sem rutt hefir braut gegnum torfærurnar og gefið þjóni sínum sverð í hönd, að hann megi refsa þeim óguðlegu, sem í höllum og hásölum búa.« Eg gat ekki stilt mig um að brosa. Hvaða bugðóttir vegir voru gerðir bein- ir, hvaða braut var rudd og hvaða sverð var gefið Jónasi í hendur? Það var að vísu enginn hörgull á óguðlegum í höllum og hásölum á stjórnarárum Karls kon- ungs annars, en mundi Jónas Wall verða lcjörinn til þess að refsa þeim? Eg opnaði dyrnar hlægjandi og fór inn. Mér fanst eins og við allir hefðum verið einhverj- um töfrabrögðum beittir þessa tungl- skinsnótt — eg fyrir mitt leyti var undir áhrifunum langt fram á morgun. — IX. KAPITULI. Gim-stemar — glerbrot. Hvernig eg leitaði hennar — hvernig eg fann hana —? Fallega húsið hennar við ána með grasflötinn í kring, þjónar hennar, sem störðu á mig, alt skrautið og þægindin, sem umkringdu hana, hinn tigni lávarður, sem hneigði sig og beygði svo djúpt fyrir henrii í dyrunum um leið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.