Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 31
SÍMON DAL 77 og eg kom, stúlkan, sem skein og ljómaði •og hló... alt ei' þetta ofið inn í endur- minninguna — en óljóst, eins og í mistri drauma, sem erfitt er að gera sér grein fyrir, eða rifja upp — og samt sem áður er hún alveg eins og hún vax', útlit henn- ar og alt sem hún sagði, grafið í hugskot mitt með óafmáanlegu letri... Hún bar hálskeðju úr demöntum, sem glömpuðu ■og glitruðu, eins og þeir endurspegluðu allar breytingar í málróm hennar, hlátri, og hin ótal svipbrigði á andliti hennar. Þegar eg gekk að heiman hafði eg svar- ið með sjálfum mér, að eg skyldi vinna hönd hennar og hjarta — og áður en eg kom heim aftur var eg búinn að sverja, að við nú værum skilin að skiftum. — Eg endurtek þetta nú eins og eg endurtók það fyrir sjálfum mér þúsund sinnum næstu dagana á eftir. Og samt var því þannig varið, að þúsund sinnum stóð þessi fundur okkar mér fyrir hugskots- sjónum þvert á móti vilja mínum — og ■enn í dag — ætíð stendur hann mér fyrir hugskotssjónum þegar minst varir. Eg get naumast gert grein fyrir því, hvernig það var, að breytingin kom. — Eg hygg, að alt sem eg sá: lávarðurinn, þjónarnir, fallega húsið, alt skrautið — alt hafi andað kulda á hjarta mitt... En það var eitthvað meira, því alt þetta hefði getað verið til, án þess að hafa á- hrif á sál hennar — Eg talaði til hennar ineð orðum, sem geymdu alt það, sem sál mín gat í þau lagt, og hún skildi mig ekki. Eg sá að hún reyndi að skilja; en er það mistókst fyrir henni, vissi eg að ttér hafði líka mistekist. Blómið var dá- ið, til hvers var þá að vera að hlúa að því og vökva það? Eg hafði í lengstu lög haldið að það væri lifandi — aðeins föln- að — 0g eg vonaði, að takast mundi að hfga það aftur til fulls í sólskini ástar fthnnar og með dögg tára hennar. En hún grét ekki — ekki vegna þess — að- eins í augnablikssorg yfir að eg bað um það, sem hún gat ekki veitt. Og hretský veruleikans birgðu ljós ástar minnar. Og nú — æ, já, eg er of reyndur nú orðið til þess að tárfella. Mér finst nú, að eg hafi meiri ástæðu til að brosa að einfeldni minni, að eg bað, en til að tár- ast yfir því, að bæn mín var árangurs- laus. Nú dáist eg að þolinmæði hennar, að hún neitaði mér svo vingjarnlega, og undrast ekki yfir því, að hún neitaði. Eg var flón — það er satt. En sé það einnig satt, að hið góða sé sterkasta aflið í ver- öídinni og að einlæg ást geti afsakað flónsku, þá vona eg að synir mínir verði flón líka, alt þangað til synir þeirra taka flónskuna upp eftir þeim — þessa flónsku, sem þó er ljós heimsins.... Það hefði mátt ætla, að hún hefði alls ekki búist við mér, því þegar eg stóð frammi fyrir henni og heilsaði, starði hún á mig, eins og hún væri steinhissa. »Þér gerðuð boð eftir mér,« stamaði eg. »(ierði eg boð eftir yður?« mælti hún hálfvandræðalega. — »Já, nú man eg. Mér flaug þetta alt í einu í hug, þegar eg fór framhjá, þar sem þér eigið heima. En satt að segja áttuð þér það alls ekki skilið. Þér’ voruð ekki svo góður við mig, þegar við sáumst síðast. En eg vildi sýna yður, að eg erfi það ekki, Símon. Gamlir og góðir vinir eiga að fyrirgefa hvor öðr- um — finst yður ekki? Þar að auki skil eg vel, að þér ætluðuð ekki að særa mig — þér voruð dálítið æstur, kannske líka hissa. — Voruð þér mjög undrandi? Nei, þér voruð það ekki! En voruð þér sorgbitinn, Símon?« Eg svaraði ekki strax, en sagði svo nokkuð þunglega um leið og eg benti á hálsfestina hennar: »Þér hafið demanta um hálsinn.« »Já, fara þeir ekki hálsinum vel?« svaraði hún lágt og mjúklega og fletti kjólnum dálítið frá, til þess að eg gæti séð festina betur, og um leið leit hún í augu mín.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.