Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 32
78 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Jú, að vísu fara þeir vel,« mælti eg. — »En mundi yður ekki sárna mikið, ef þér uppgötvuðuð, að gimsteinarnir væru ekki annað en glerbrot?« »Jú, það veit trúa mín!« hrópaði hún og hló, »því eg borgaði þá fullu verði eins og gimsteina.« »Eg borgaði líka fyrir einn gimstein og hélt að eg ætti hann,« mælti eg og settist á stól. Mér var sannarlega meira niðri fyr- ir en svo, að eg væri í skapi til að fara eftir öllum kurteisisreglum. Hún beygði sig áfram yfir mig og hvíslaði: »Og svo var það ekkert annað en glerbrot?« »Já, glerbrot, venjulegt glerbrot.« »Venjulegt blerbrot!« bergmálaði hún. — »ó, Símon! — en það var fallegt — ljómandi fallegt glerbrot? — Það lýsti alveg eins og gim- steinn, Símon?« »Guð fyrirgefi yður, já — þá... fyrir löngu síðan, þegar þér komuð til Hatchstead — hvað þá? Voruð þér ekki þá...?« »Nei, Símon — enginn gimsteinn — aðeins glerbrot.« Rödd henn- ar varð dálítið óskýr, og eitt augnablik var eins og óvenjuleg blygðun kæmi yfir hana. — »Venjulegt glerbrot...« »Þá bið eg Guð að fyrirgefa yður,« sagði eg, beygði mig áfram og studdi hönd undir kinn. »Og þér, góði Símon, fyrirgefið þér mér?« Eg þagði. Hún færði sig fjær mér og mælti óþolinmóðlega: »Allir eru svo reiðubúnir til að biðja Guð að fyrirgefa. Á Guð að vera einn um að fyrirgefa? Er enginn reiðubúinn til að fyrirgefa fyrir sjálfan sig? Eða eruð þið allir svo rétt- látir, að þið getið ekki gert það, sem þið ætlist til af Guði?« Eg spratt upp og kom til hennar. »Fyrirgefa?« sagði eg lágt og innilega, »ó, eg vil fyrirgefa — talaðu ekki um fyrirgefningu við mig — eg kom til að tala um ást.« »Um ást? — og núna?« augu hennar urðu stór af undrun og af gleði, en um leið brá fyrir gletnis- glampa í þeim. »Já,« hvíslaði eg. »Þér elskuðuð gimsteininn — þér elskið gler- brotið! — Ó, Símon, Símon, hvar er nú frúin, móðir yðar, hvar er presturinn, vinur minn og — hvar er virðing yðar sjálfs?« »Þar sem virðing þín skal verða!« hrópaði eg og greip báðar hend- ur liennar — »þar sem þín er, þar er mín — og í kærleika, sem gerir sælu og virð- ingu eitt og það sama!« Eg þrýsti hönd hennar að vörum mínum og kysti hana mörgum sinnum. »Engin synd er til nema í óskum okkar,« mælti eg sannfærandi — »og sé óskin engin synd, þá er engin synd til. Komdu með mér. Eg skal uppfylla all- ar óskir þínar og afmá synd þína!« IJún hörfaði frá mér hissa, þetta var' undarleg ræða í hennar eyrum. Þó lét hún mig halda í hönd sína. — »Koma með yður? En hvert þá — hvert? Við göngum ekki lengur á völlunum í kring- um Hatchstead!« »Við gætum verið þar aftur!« hrópaði eg. — »Við tvö alein á völlunum við Hatchstead!« Ennþá skildi hún naumast, hvað eg fór, og ef hún hafði einhvern grun um það, þá gat hún ekki trúað að sá grunur væri réttur. — »Þér eigið við, að eg skuli fara frá — yfirgefa Lundúnaborg og fara með yður — ein með yður?« »Já, ein með manninum þínum!« Hún kipti að sér hendinni oghrópaði: »Eruð þér frá vitinu?« »Kannske,« svaraði eg — »en lát- um þá svo vera — og þú líka, ástin mín, gaktu frá vitinu líka — ef við bæði erum gengin frá vitinu — hvað gerir það þá til ?« »Hvað eg? — Eg ætti að fara — yf- irgefa borgina, yfirgefa hirðina? — Og þér? Þér sem eruð hingað kominn til þess að leita gæfunnar!« »Má eg ekki láta mig dreyma um, að eg hafi fundið hana?« Eg greip hendur hennar aftur. Eftir örlitla stund fann eg að hún drógst að mér og fingur hennar þrýstu míínum ástúðlega. »Veslings Símon,« sagði hún og brosti við gegnum tár. »Það er satt, hann man vel eftir Cydariu! En Cydaria, eins og hún var — meira að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.