Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 33
FRANS FRÁ ASSISI 79 -segja Cydaria — er ekki til lengur. Nú •er eg ekki hún.« Svo hló hún aftur og hrópaði: »Hvílík heimska!« »Fyrir lítilli stundu nefnduð þér það ekki einbera heimsku.« »Þá var eg tvöfalt heimsk sjálf,« svax'aði hún, og í fyrsta sinn varð eg var við talsverða beiskju í rómnum, — »því heimska er það — svartasta heimska. Eg er ekki — •og hefi líklega aldrei verið sköpuð til að ganga í kring á grænum völlum allan daginn og eiga heima á sveitabæ.« »Nei,« svaraði eg — »og munt heldur aldrei “verða til þess sköpuð, nema fyrir sakir manns, sem þú elskar. Hversu margar konur hafa ekki breyzt af þeim sökum?« »Mjög fáar,« mælti hún og brosti vin- gjarnlega — »og eg er ekki meðal þeirra fáu. Nei, eg... Símon, verð eg nú of grimm við yður? — Eg elska yður heldur ekki.« »Geturðu svarið það?« — »Ekki þá nema ofboðlítið... sem vin... gamlan vin.« »Og kæran vin?« »Já, Símon, kæran — sérstaklega fyrir eina vissa flónsku, sem hann er haldinn af.« »Þú kemur!« »Nei.« »Hvers vegna ekki?« »Spyrjið þér •ekki núna,« svaraði hún — »eg hefi af- skaplega margar ástæður.« Hún hló, en augu hennar voru ástúðleg. »Eg vil heyra einhverja þeirra.« »Eg hefi þegar sagt yður eina: Eg elska yður ekki.« »Hana tek eg ekki gilda.« »Eg er það sem eg er.« »Þú skalt verða það, sem eg geri þig.« »Þér eruð kominn hingað til hirð- arinnar — í þjónustu hertogans af Mon- mouth — er ekki svo?« »Hvað kæri eg mig um það? ■— Eru nokkrar fleiri?« »Já, sleppið þér hönd minni! — nei, sleppið þér! Eg skal sýna yður þarna, sko hringinn.« »Eg sé hann.« »Dýrmætur hringur!« »Mjög dýrmætur.« »Símon, hver haldið þér að hafi sett þennan hring þania?« »Eg þykist vita það — en hann er ekki konungur þinn lengur en þú sjálf "Vilt.« »Nei!« hrópaði hún alt í einu með á- stríðu. »Eg er komin inn á þessa braut, og eg vil ekki breyta um. — Sagði eg ekki einu sinni við yður, að sá dagur gæti komið, þegar eg hefði áhrif hjá konung- inum.« »Slík áhrif geta með engu móti vegið upp á móti ástinni,« svaraði eg. »0, eg veit ekkert um ást yðar,« mælti hún óþolinmóðlega, »en eg veit, hvað það er, sem eg elska! Eg elska að sjá hefðar- frúrnar stara og hnylda brýrnar og fitja upp á nefið og snúa sér undan — og svo að láta hina tignu lávarða hneigja sig og beygja fyrir mér.... En það þýðir annars ekkert að vera að koma með ástæður eða skýringar, þegar maður á tal við geggj- aðan mann!« »ó, jú,« svaraði eg, »ef maður sjálfur hefir ofurlitla ögn af sjúk- dómi hans.« Hún leit til mín með ljómandi augna- ráði og mælti ofur blíðlega: »ó, Símon, hvernig þér getið talað! Þér munuð eiga hægt með að telja um fyrir konum og vinna hugi þeirra — en þér skuluð geyma það handa þeirri, sem þér giftist. Það eru margar, margar stúlkur til, sem með glöðu geði mundu vilja taka yður, því útlit yðar gengur í augun... og eg held að þér eigið hægt með að finna leiðina að konuhjarta.« Hún klappaði mér mjúk- lega á kinnina. Eg hélt enn áfram að biðja hana og telja um fyrir henni, og eg greip um báð- ar hendur hennar og reyndi að færa þær að vörum mínum. Hún brosti lítið eitt og hristi höfuðið. »Forsjónin mun geyma yður eitthvert annað hlutskifti, sem er betra,« mælti hún. »Sleppið þér mér nú, Símon — góði Símon, þér verðið að sleppa mér! Svona, sitjið þér nú þarna, og svo sezt eg beint á móti yður.« Þegar hún var sezt, leit hún framan í mig og sagði: »Ætlið þér ekki að yfirgefa mig alveg eftir þetta, Símon?« Eg hristi höf- uðið en svaraði ekki. — ó, eg sé svo eftir,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.