Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 35
SÍMON DAL 81 elskaði mig nægilega mikið, til þess að særast af framkomu minni — ef ekki meira. — í sama bili fann eg til ákafrar meðaumkunar, og ósjálfrátt sneri eg við, féll á kné, greip höndina, sem eg hafði hrint frá mér, og kysti hana. »Ó, nú kyssið þér hönd mína!« hvísl- aði hún og brosti aftur til mín. — »Eg kyssi hönd Cydariu,« svaraði eg — »því nú syrgi eg Cydariu mína.« »Hún var engin önnur en eg,« hvíslaði hún og blóðroðnaði, því að hún fann, að eg blygðaðist mín fyrir hana. Ekkert veld- ur okkur þjáningu annað en það, sem við vitum. — Vertu sæl, Cydaria!« sagði eg og kysti hönd hennar aftur. Hún hopaði frá mér, hristi höfuðið og hrópaði reiðulega: »Eg vildi óska, að eg hefði ekki sagt yður neitt!« »i Guðs nafni — eg vildi ekki að þér hefðuð látið það ósagt,« svaraði eg og staulaðist fram að dyrunum. En um leið og eg ætlaði að opna hurðina, kom hún á eftir mér, lagði höndina á handlegg minn og leit á mig sPyrjandi augum. »Þér komið aftur, Símon, þegar... ?« Brosið á vörum hennar bað mig að segja ekki nei. En hún endaði setninguna auðmjúkt: »...Þegar yður líð- llr betur, Símon?« Af öllu mínu hjarta íangaði mig til að vera henni góður — sýna henni vinsemd. Eg vissi að hún leit a alt frá öðru sjónarmiði, en eg gerði, og að hún naumast skildi tilfinningar mínar. »Þér ætlið að koma einhverntíma aftur?« endurtók hún í bænarróm. — »Nei!« svaraði eg stuttlega og hart — á móti vilja mínum. Hún talaði þá til mín nokk- Ur orð af allmiklum hita, ávítaði mig fyr- lr> að eg dæmdi hana af þröngsýni minni, °£ sagði að eg hugsaði ýmislegt ilt um S1£ -— sem eg alls ekki gerði. Eg stóð varnarlaus meðan stormhviðan reið yfir. að lokum hrópaði eg: »Nei, eg hugsa ekkert slíkt um yður!« »Þó hegðið þér yður gagnvart mér, eins og þér hugsuðuð það,« svaraði hún. Svo varð hún við- kvæm — angurvær, og eg sá, að hún var í bann veginn að fara að gráta. En í sama bili opnaðist hurðin og stúlkan kom þjótandi inn. Hún hljóp til húsmóður sinnar og hvíslaði einhverju að henni í mesta flýti og um leið skotraði hún aug- unum til mín. »Konungurinn!« hrópaði Nelly upp yfir sig. Svo sneri hún sér að mér og mælti fljótlega: »Það væri bezt, að hann hitti yður ekki hérna.« »Eg óska heldur einskis frekar, en að fara,« svaraði eg. »Eg skil, eg skil,« hrópaði hún. »En viö höfum ekki verið trufluð. Koma konungs var ekki að óvörum, og samræðu okkar var lokið. — Viljið þér þá gera svo vel að fara sem fyrst.« »Hver er það, sem yður er svo ant um að losna við?« mælti konungurinn, um leið og hann kom í dyrnar, þar sem hann hafði heyrt síðustu orðin. Eg sneri mér við og hneigði mig djúpt. Konungurinn sperti upp brýrnar. Mér datt í hug, að hann ef til vill væri búinn að fá nóg af mér, svo að hann mundi ekki verða sér- lega ánægður yfir að hitta mig aftur — og það á þessum stað. »Þér þekkið hann. Sir,« svaraði Nelly og fleygði sér niður á stól. »Já, eg þekki hann,« mælti konungur — »en mætti eg spyrja, hvernig á því stendur, að hann er hér?« »Eg bauð honum að heimsækja mig,« svaraði Nelly. »Það er fullkomlega nægileg skýring fyrir mig,« mælti hann og hneigði sig. — »En eg hefi þá líklega komið helzt til snemrna, því að þér hafið auðsýnt mér þann sama heiður.« »Nei, hann er búinn að vera helzt til lengi, S'ir,« svaraði hún, »en eins og þér heyrð- uð, þá var eg að mælast til þess að hann færi.« »Ekki þó mín vegna, vona eg?« spurði konungur kurteislega. »Nei, hans sjálfs vegna. —- Mr. Dal líður ekki alls- n

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.