Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 36
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kostar vel hérna.« »0g þó var hann svona lengi?« »Við höfðum dálítið að tala sam- an um, Yðar Hátign. Hann kom til þess að spyrja mig um nokkuð. En ástæðurnar eru ekki alveg eins og hann hafði g ert sér í hugarlund.« Konungur brosti: »Nú verðið þér að segja mér eitthvað meira um þetta — eða að öðrum kosti hefðuð þér átt að segja minna. Eg er fjarska forvitinn að eðlisfari. — Viljið þér ekki setjast, mr. Dal?« bætti hann við um leið og hann settist sjálfur. »Eg vil einungis biðja Yðar Hátign leyfis til að fara,« mælti eg. Hann svaraði: »011 ráð í þessu húsi eru í höndum húsmóðurinnar. Hér er eg aðeins þjónn.« Nelly stóð á fætur, gekk til konungs og studdist við bakið á stól hans. »Ef ástæð- urnar hefðu verið öðruvísi, en þær eru, þá mundi mr. Dal hafa beðið mig að vei’ða eiginkona hans,« mælti hún. Það varð dálítil þögn, þar til konungur anz- aði: »Ef ástæðurnar hefðu verið öðruvísi en þær eru, mundi eg hafa sagt, að það væri rétt og vel gert af mr. Dal.« »Og þá hefði eg að öllum líkindum svarað bón- orði hans játandi,« mælti Nelly. »Ha? já, auðvitað,« sagði konungur, »því eg er sannfærður um, að mr. Dal er heiðarleg- ur maður og vel að sér, þó mér virðist hann nú vera fremur íamáll sem stend- ur.« »En eins og málefnunum nú er kom- ið, þá vill mr. Dal mig ekki,« mælti hún. »Auðvitað kemur mér ekki við að setja út á, þótt mr. Dal hafi breytt um ásetning í þessu efni.« svaraði hann, »en eg get þó ekki stilt mig um að láta dálitla undrun í Ijósi yfir því.« »Og nú biður hann mig ekki urn neitt annað en leyfi til að fara leiðar sinnar.« »Og yður finst það erfitt að gera svo lítið fyrir hann?« Hún leit framan í konunginn og hló gletnislega. »Já, Yðar Hátign, það er fjarskalega erfitt — það er undarlegt, að mér skuli geta veizt það svo erfitt!« mælti hún. »Það veit trúa mín, að mér þykir vænt um, að mr. Dal skyldi ekki biðja um neitt meira,« sagði konungur, »því ef það er svona erfitt að veita honum leyfi til svo lítils, þá hefði það kannske verið auðveldara að leyfa honum annað meira. — Eigum við nú ekki að segja, að honum sé veitt leyfið?« »Hann verður þá að biðja um það aftur.« Hún fór frá kon- ungi, staðnæmdist frammi fyrir mér og horfði í augu mín. »Ætluðuð þér að yfir- gefa mig, Símon?« hrópaði hún. »Já, eg bað um leyfi til að yfirgefa yður.« »Og hvert ætlið þér svo að fara?« »Eg veit það ekki.« »Þetta er altof erfið spurning, að leggja fyrir manninn,« greip konung- ur fram í. »En rétta svarið er: Eitthvað annað.« »Eitthvað annað?« hrópaði Nelly. »Hvað eigið þér við, Yðar Hátign?« »Nei, því get eg naumast svarað. Auðvitað veit eg ekki, hvað hún heitir — og Símon veit það líklega ekki sjálfur — ekki ennþá,« svaraði konungur. — »En sá tími kemur, að hann veit það; og þá vona eg, að eg fái að vita það líka, ef eg gæti orðið hon- um að einhverju liði.« »Mig langar ekk- ert til að fá að vita það!« mælti Nelly. Konungur hló ertnislega. »Nei, það skil eg vel,« sagði hann. Hún rétti mér hendina. »Verið þér sæl- ir, Símon!« mælti hún og hló lítið eitt eins og hún væri að hæðast að sjálfri sér og því sem hún gerði. Eg varð þess var, að þetta augnablik hafðl konungur nánar gætur á okkur og var þungur á brúnina. Eg horfði í augu henn- ar — nokkuð lengi — lengur en mér eig- inlega var sjálfrátt — eg' var að kveðja æskuvin... Svo beygði eg mig og kysti hönd hennar og hneigði mig djúpt fyrir konungi, sem nú hýrnaði á svipinn aftur og svaraði kveðj u minni með því að beygj a höfuðið góðlátlega. — Og eg fór út... Mér fanst eins og eg vaknaði af svefm-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.