Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 37
BÓKMENTIR 83 Eg var nú allur annar maður en sá Sím- on Dal, sem gekk inn um sömu dyr lítilli stundu áður. Eg var með bros á vörum, það bros, sem næst er gráti — eg hæddist að sjálfum mér — mínum fyrra manni — að ást minni og sæludraumum. En þjónninn opnaði ýtri hurðina fyrir mér og eg stóð á götunni. í sömu andránni heyrði eg að glugg- inn uppi yfir mér var opnaður. Nelly leit út, brosti til mín, mjög vinalega, en elns og dálítið háðslega. Hún hélt á sínu blóm- inu í hvorri hendi, lyktaði af öðru þeirra, grúfði sig lengi niður að því, eins og hún ætti bágt með að slíta sig frá því. Svo bar hún hitt upp að vitum sér, en aðeins fljótlega og með svip sem sagði að ilmur þess væri henni ógeðfeldur. Hún beygði sig út og horfði niður á mig og nú sá eg hið hörundsdökka andlit konungs yfir öxl hennar, hálf hulið af gluggatjaldinu. Hún leit á fyrra blómið, svo á hitt, sneri sér að hinu dökka andliti, sem var á bak við hana, og lagði fyrra blómið í hönd konungs, sem var rétt fram eftir því, en kastaði hinu niður til mín. Vindurinn tók í það, öll blöðin losnuðu og fuku sitt í hverja áttina, stöngullinn, blaðlaus og nakinn, féll niður við fætur mína. — Blómið hafði verið visið. Eg heyrði hlátur hennar yfir höfði mér, og glugginn lokaðist. — Eg laut nið- ur og tók stöngulinn upp. Var það hennar hugur, sem hún hafði opinberað mér með þessu tákni — eða var það minn eigin, eins og hún gat sér til að hann mundi vera? I hlátri hennar, sem eg heyrði síð- ast, fanst mér hljóma bergmál af sorg, af meðaumkun, af blíðu og af iðrun... Það var ást mín frekai- en hennar, sem hafði' fengið tákn sitt í hinum blaðlausa stöngli visnaðs blóms. Henni hafði mælst vel, því það, sem hún hafði sagt með tákninu, var sannleikur. Eg varðveitti stöngulinn og gekk leiðar minnar... Svona hugsar gamli Símon um atburð- inn, þegar ungi Símon kom til sjálfs sín aftur... en það er svo ótrúlega iangt liðið síðan... (Framh.). --- 6uðmundur 6. Hagalín: Bókmentir. r Islenzk skáldrit Stutt I. Víðfrægt mun það, hve vér íslendingar leggjum mikla rækt við skáldskap, og tala frumsömdu skáldritanna, er út komu árið 1929, bendir ótvírætt á, að sízt sé í rénun skáldskaparhneigð þjóðarinnar. Eg hef séð ekki færri en 13 ljóðabækur, út- gefnar árið 1929, eina sérprentaða smá- gefin út 1929. yfirlit. sögu, eina stóra sögu og 5 smásagnasöfn. Svo virðist af ritdómum og umtali, sem ýmsum standi stuggur af ljóðaflóðinu. Eg sé í rauninni enga ástæðu til að fást um það, þótt menn yrki. Fangbrögð þeirra við mál og rím hljóta að auka þeim hug- kvæmni og um leið leikni í að túlka hugs- 11*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.