Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 39
BÓKMENTIR. 85 Guðlaugssonar, Jóh. Gunnars, Jóhannes- ar úr Kötlum og Höllu Eyjólfsdóttur 6 sinnum. Eftir fornskáldin hefir enginn lesið neitt — og aldrei hafa verið lánað- ar ljóðabækur Hallgríms Péturssonar eða Stefáns ólafssonar. En af íslendingasög- um hafa verið lánuð 211 bindi og mjög hefir verið sózt eftir allskonar þjóðsög- um. Þó að taka megi tillit til þess, að alt af munu að öðru jöfnu lánuð flest bindi eft- ir þá, sem flestar bækur eru til eftir, þá styrkir þessi útdráttur það, að hér sé ekki eins og annarsstaðar samræmi milli óska lesandanna og starfsemi skáldanna, og er það því ekki hagnaðarvonin, sem ræður því, hve miklu meira er iðkuð ljóðagerð en sagna á landi hér, þó að hinsvegar mætti ætla, að skáldin hér sem erlendis sneru sér að öðru jöfnu frekast að því, sem bezt er þegið, því að skáld þurfa eins og aðrir menn eitthvað sér til framfærslu og kjósa auðvitað helzt að helga sig sem mest skáldskapnum. Er það þá svo, að íslendinga skorti frásagnargáfu, mannþekkingu, spanvídd hugsunar og athugun á orsaka- og afleið- ingasamhengi mannlegs lífs? Nú vitum vér það, að þá er fornsög- urnar voru skrifaðar, áttu íslendingar frásagnargáfu og mannlýsingafjölhæfni í ríkulegum mæli. — Vér vitum það og, að fornhöfundar vorir áttu víða sýn og skarpan skilning á örlagaþunga atvika, er virtust öllum þorra manna að engu virðandi. Þjóðsögur Jóns Árnasonar bera þess ljósan vott, að á 19. öldinni átti ís- lenzk alþýða frábæra frásagnargáfu, og öll höfum vér þekt karla og konur, er niæta vel hafa kunnað að segja frá og regja ljóslega mikið efni. Vér höfum og öll þekt og þekkjum enn menn, er hafa glögt auga fyrir sérkennum þeirra er þeir umgangast. Skortur hæfileika með þjóð vorri virðist því ekki vera orsök þess, að fæstir höfunda vorra skrifa langar, við- burðaríkar og mannlýsingaauðugar sög- ur. ...En bíðum nú við! Til að skrifa stór og fjölþætt ritverk þarf mikinn tíma og mikla ró. Það mun nú yfirleitt viðurkent af þeim, er nokkurt skyn bera á þessa hluti og eigi eru enn þá á kafi í »heim- speki eymdarinnar«, þrátt fyrir alt, sem gert hefir verið síðustu áratugina hér á íslandi, þjóðinni allri til hagsbóta. Skáld og rithöfundar verða hér að hafa rit- störfin í hjáverkum, og hljóta þá að láta sér nægja að lúta að þeim verkefnum, sem minstan tíma taka, stuttum kvæðum og stuttum sögum. Skáldgyðjan hefir raunar það orð á sér, að hún sé ákaflega fíngerð og því nær yfirnáttúrleg vera, en það er nú svona samt: Hér á landi eins og annarsstaðar þarf hún 4—500 krónur á mánuði, eftir heimilisástæðum þess, sem hún hefir verið svo náðug að gista, ef hún á að afkasta nokkrum þrekvirkj- um. Og svona hefir hún alt af verið gerð. Fyrir náð höfðingja og kaþólskrar kirkju urðu fornrit vor til. Fyrir náð samskonar aðila urðu til flest merkustu rit annara þjóða — og nú verða öll merkisrit erlend til fyrir mátt auglýsinganna. Raunar má benda á einstök merkisrit, sem skrifuð hafa verið við skort og eymd, en ef höf- undar þeirra hefðu átt við bærileg kjör að búa, hefðu þeir skrifað eitthvað enn merkara en það, sem eftir þá liggur. Og vilji íslenzka þjóðin krefjast þrekvirkja af skáldum sínum, þá verður hún að ljá þeim aðstöðuna. ...Nú mun eg hér leggja minn dóm á margt af því, sem út hefir komið árið sem leið. Hér er ekki rúm til verulegs rökstuðnings, en verði dómar mínir vé- fengdir á þann hátt, að vert sé svara, þá mun ekki standa á mér til greinargerðar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.