Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Síða 40
'86 NÝJAR KVÖLDVÖKUR II. Davíð Stefánsson gaf út nýja ljóðabók á síðastliðnu hausti. Heitir hún »Ný kvæði« og er í alla staði hin athyglisverð- asta. Davíð var orðinn mikið skáld og merkilegt áður en hann gaf út þessa bók. Sé litið á kvæði hans frá formsins hlið, verður það augljóst þeim, er nokkurt skyn bera á bókmentir vorar, að hann er eitt af okkar allra merkilegustu skáldum fyr og síðar. Flest skáld vor sóttu um langt skeið háttu og hrynjandi til fyrir- rennara sinna í íslenzkum bókmentum. ortu undir háttum þeirra óbreyttum. Enn- fremur var meðferð málsins ósköp svip- uð um marga áratugi. Eddukenningum var raunar að miklu leyti bygt út á 19. öld, en fjöldi af orðum, steindauðum og andlausum, var löghelgaður til notkunar. Mærir firðar feta réðu, fagurt sprund, þeir liitta námu. Fyrir nokkrum árum hefði hvert góðskáld getað látið sér sæma að yrkja slíkar ljóðlínur sem þessar. En Davíð Stefánsson hefir ekki aðhylst neina löghelgun bragarhátta eða orða. Það, sem er stirt eða óviðeigandi, er það jafnt í hans augum, þó að það kunni að finnast í ljóðum Matthíasar, Steingríms eða Gröndals. Um val bragarhátta hefir hann sýnt meiri smekkvísi og frumleik en nokkurt annað skáld vort. Hann sækir þar raunar til þjóðkvæða vorra og eldri skálda innlendra og útlendra, en hann víkur svo við háttum sem honum þykir bezt fara og í mestu samræmi vera við efnið, skeytir saman og fellir af eins og bezt gegnir. Og stundum, er honum tekst allra bezt, er eins og hrynjandin seitli úr sálardjúpum hans jafn ótt og stemningin streymir fram og verði henni svo sam- runa, sem framast verður á kosið. Og orðaval hans er alt í senn, fjölskrúðugt, fagurt og alþýðlegt. Tel eg engan vafa á því, að skáldskapur Davíðs muni hafa mikil áhrif á form hinna uppvaxandi skálda — og mun hann losa oss við mik- ið af dauðum og einskisverðum orðum. Síðasta bók Davíðs sýnir oss þroskaðra og stefnufastara skáld en nokkur hinna. En með vaxandi þroska hefir hann ekki mist neitt af fjölhæfni sinni og töfrum. Hann hefir ef til vill aldrei komist jafn langt í þvíogíþessaribókaðsameinaheill- andi fagurt form, frábæran stemningsauð, orðsnild og alvöru. Og gleðilegt er að sjá,. að hann er í lifandi og frjófgandi sam- bandi við þann tíma, er hann lifir á, en er þó svo hamingjusamur að hafa fundið form, sem á er fullkomið listrænt jafn- vægi, jafnframt því, sem það hæfir túlk- un æsti-a og breytilegra tilfinninga og byltandi og ólgandi öflum hins nýja. Jón Magnússon hefir þegar gefið út tvær ljóðabækur. »Bláskógar« heitir sú fyrri, og hina síðari er kom út í fyrra, kallar hann »Hjarðir«. »Bláskógar« báru höfundinum vitni þess, að hann væri maður stiltur, skapfastur, athugull og smekkvís — en þeir létu menn í vafa um, hvort hann væri verulega efnilegt skáld. Eftir lestur »Hjarða« getur engum dulist að mikils má vænta af Jóni Magnússyni. Hann hefir yfirleítt ærið vald á máli og rími og fer með hvorttveggja af mikilli listfengi — og sum kvæði hans eru geysi þróttmikil, litrík og glæsileg. Önnur hafa á sér hugðnæmt og laðandi þjóðkvæða- snið og bera vott um viðkvæman, dreym- inn og dulsýnan listamann. Og stundum yrkir Jón unaðslega látlaust og þýtt, svo að bæði ungir og gamlir, lærðir og leikir hljóta að njóta í svipuðum mæli. Vil eg þar t. d. benda á kvæðið »Við eigum all- an skóginn«. Jóhannes úr Kötlum gaf út í fyrra bók, sem hann kallar »Álftirnar kvaka«. Jó- hannes er maður braghagur og hefir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.