Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 41
BÓKMENTIR 87 sýnt, að hann hefir mikla þekkingu og mikla ást á gömlum bi’ögum íslenzkum. En skáldin yrkja vanalega bezt, þegar þau eru engu ánetjuð, en fara sinna ferða frjáls og óháð. Mér virðist Jóhannes úr Kötlum, sérstaklega þó í fyrri bók sinni, gera bragarháttana gömlu að svo miklu ntriði í kveðskap sínum, að þeir verða honum byrði, svo að skáldandi hans verð- ur fjaðrasár og flugdapur. Annars eru ýmiss kvæði í »Álftirnar kvaka«j, er sýna, að Jóhannes getur komist í háleita, skáldlega stemningu og veitt oss í henni hlutdeild. Og eg vildi beina þeirri ósk til hans, að hann bæri saman þau kvæði, sem hann hefir ort af sömu hvötum og i'uglunum vekja vorsöngva í brjósti, og hin, sem hann hefir barið saman sem rímþraut. Eg hygg, að samanburðurinn verði til þess að hann láti stemningar sínar ráða mestu um formið framvegis og að »Eg læt sem eg sofi«, veiti honum það sæti á skáldabekk, sem eg vona að hon- um beri samkvæmt gáfu þeirri, er hann hefir hlotið í vöggugjöf. Jóhann FHmann er kornungur maður, og »Mansöngvar til Miðalda« er fyrsta bók hans, enda skortir hann enn þá smekkvísi og listrænt jafnvægi. Hins- vegar er margt, sem bendir á, að skáldið hafi mikla og talsvert fjölþætta hæfi- leika. Þó að hann hafi auðsjáanlega orðið fyrir nokkrum áhrifum frá Davíð Stef- -ánssyni, er formið oft frumlegt og eftir- tektarverð meðferð yrkisefnanna. í mörg- um kvæðunum er tilfinningaauðgi, fjör, þróttur, fjölbreytni og dirfska — og oft fellur formið furðu vel að efninu. Og' auðsætt er það, að þó að Frímann velji sér yrkisefni úr fornum sögnum, þá er hann að sem skáld-barn þeirra tíma, er hann lifir á. Hygg eg því, að hins bezta ;tnegi af honum vænta. Qiiönumdur Friðjónsson gaf út á sex- tugsafmæli sínu Ijóðabók, sem »Kveðling- ar« heitir. Eru þar kvæði úr fyrstu bók hans, »Úr heimahögum«, og einnig ný kvæði. í bók þessari eru ýmiss ný kvæði, er teljast mega með betri kvæðum Guð- mundar, en þar eð þau sýna ekkert það í gáfnafari eða skapgerð skáldsins, sem ekki er áður kunnugt, þykir ekki ástæða til að fara mörgum orðum um bók hans í slíku yfirliti sem þessu. En full ástæða væri til að skrifa rækilega um rithöfund- arstarfsemi hans í heild og áhrif lífs- kjara hans og aðstöðu á þroska hans og viðhorf við menningu hins nýja tíma. »Glettur« eftir Sig. Gröndal ocj »Ský« eftir Sigurjón Guöjónsson frá Vatns- dal, eru Ijóðabækur, sem vart munu vekja verulega athygli. Þar er raunar margt snoturlegt einkum hjá Sigurjóni og sumt af því gefur jafnvel vonir um góð kvæði, þá er þroski höfundanna vex. En það er ekkert óalgengt að sjá snotur kvæði á ís- lenzku nú á tímum. Hitt er aftur á móti jafn óvenjulegt og áður hefir verið — að finna sérstæð tilþrif, orðkyngi og frum- leik. Og þetta vantar Gröndal og Sigur- jón enn. »Burknar« Péturs Pálssonar og »Tóm- stundir« Guðrúnar Jóhannsdóttur hefðu ef til vill þótt eftirtektarverðar ljóðabæk- ur fyrir 50 árum, þó að þær muni varla verða metnar mjög mikils nú. Höfund- arnir ríma yfirleitt vel, hugsa sæmilega rökrétt og eru auðsjáanlega mætar mann- eskjur. En framsetning, hættir, hrynj- andi, hugsanir og tilfinningar — alt þetta er svo ósköp svipað því sem vér höfum séð hjá ýmsum eldri skáldunum, að vér verðum hvorki, hissa, hrifin, hreld né skelfd við lesturinn. Sama mætti segja um ljóð Guðmundar Sæmundssonar,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.