Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 42
88 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Mannlífið«, en Guðmundur stendur Guð- rúnu og Pétri að baki í smekkvísi. Gísli ólafsson er kunnur að ferskeytl- um sínum. I fyrra gaf hann út »Ljóð«, en þau stækka hann ekki í augum lesand- ans. Þau eru yfirleitt heldur sviplítil og lítt minnisstæð. En enginn gleymir Gísla, sem veit að hann er höfundur eftirfar- andi vísu: »Lífið fátt mér ljær í hag, lúinn þrátt eg' glími. Koma máttu’ um rniðjan dag', mikli háttatími.« Sigurður fvarsson, sem ort hefir mikið í »Spegilinn«, hefir gefið út gamankvæða- safn, er hann kallar »Vér brosum«. Kvæð- in í safni þessu hafa flest eða öll verið prentuð áður, en mörgum mun þykja gaman að lesa þau á ný, því að víða er vel hitt það, sem á er skotið. En heppi- legra mun skinhelgu fólki að lesa þau í einrúmi og helzt við dauft Ijós, því að víða er afdráttarlítið vikið að mannlegu náttúrufari. Annars má geta þess, að flest eru kvæðin miðuð við dægurmál og munu því missa mjög gildi sitt, þá er gleymd eru orð og atvik, sem við er átt. En ýms af kvæðunum benda til þess, að Sigurður eigi þá gáfu að geta sýnt oss svo almenna mannlega ágalla, að vænta megi frá honum skopkvæða, er fái varan- legt gildi. En eigi hann að yrkja slík kvæði, má hann ekki hnitmiða svo efni sitt við dægurkritinn sem hann nú gerir. Loks er þá að nefna »Vestmannaeyja- ljóð« Unu Jónsdóttur. Eru eru lökust þeirra bóka, sem hér hefir verið drepið á, og er vonandi, að höfundinum sé eitt- hvað betur lagið en smekkvísi og rím- leikni. III. Friðrik Ásmundsson Brekkan skrifaði fyrir fám árum á danska tungu stóra skáldsögu, er heitir »Ulvungernes Bro- der«. Síðan skrifaði hann sögu þessa á íslenzku lítið eitt breytta, og í fyrra gaf Þorst. M. Jónsson hana út. Heitir hún »Saga af Bróður Ylfing«. Saga þessi er fyrir margra hluta sakir eftirtektarverð. Hún gerist á þeim tímum, er Norður- landabúar herjuðu víða um lönd, og sýnir hún vel mismun fornkeltneskrar og forn- norrænnar menningar. Ennfremur lýsir hún glögglega örlagaþrungnum árekstri kristinnar og heiðinnar lífsskoðunar. Lýsingin á Bróður, sem er aðalmaður sögunnar, er gerð af hárvissum skilningi, mikilli samvizkusemi og listrænni ná- kvæmni, svo að hún verður lesandanum minnisstæð og varpar furðu skýru ljósí yfir þá menningarlegu þrekraun, sem trúarskiftin hafa verið norræna kynþætt- inum. ...En fleiri mannlýsingar í bókinni eru vel gerðar, og má þar sérstaklega minnast á lýsinguna á hinni írsku drotn- ingu, en hún er með afbrigðum glæsileg. öll bókin ber þess vitni, að mjög hefir höftmdur viljað til hennar vanda. Lýs- ingarnar á háttum og högum þeirra manna, sem frá er sagt, eru mjög senni- legar og skýrar, og mál og stíll falla vel við efnið. Er stíllinn víða mjög svo glæsilegur — og yfirleitt virðist mér sag- an njóta sín betur á íslenzku en dönsku og þær breytingar verða til bóta, sem höf- undur hefir á henni gert. útgáfan er ó- venju vönduð, svo að bókin er einnig þannig úr garði gerð frá útgefandans hendi, að hún er hin eigulegasta. Jakob Thórarensen er löngu þjóðkunn- ur fyrir kvæði sín. Þau eru engin nýjung að formi, en samt sem áður eru þau svo eftirtektarverð, að ekki verða þau virt að vettugi. í þeim er þróttur, skapfesta og"

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.