Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Qupperneq 46
92 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Mundi var nú alt í einu farinn að draga ýsur, og gat eg ekki verið að ónáða piltinn. Eg þekkti það svo vel, hvað það gat verið notalegt, að halla sér þarna út af. En höfðingjarnir í landi geta því ekki nærri, sveipaðir hvítum blæjum, — á næturnar, og höfuðin þreytt á dúnsvæfl- um. Mundi lagði aftur augun. — Eg sá það, að það seig í brjóstið á drengnum.----- Eg horfði' um stund inn í eldinn, og það getur oft gefið manni tilefni til þess að hugsa. — Þetta snark -— þessar logandi tungur, — þessi breyting á efni og upp- lausn í hita. •— Eldur! -— Þú eyðandi — eldur! Eg greip um ennið. Það brá fyrir sjónum mér, nöktum beinagrindum af mönnum, — hljóð — blóð. — Eg þurkaði þetta af mér. — Ofsjónir hugsaði eg — það hafði fallið á mig mók — eina sek- úndu eða svo, og eins og margir vita, getui- manrii dreymt hungt, mál og Uingan tíma á einni sekúndu. »Það veit á hvassviðri!« umlaði við í gráskeggjuðum karli. Hann teygði höf- uðið fram á rúmbríkina, néri stírurnar úr augum, og skirpti út í loftið. — - »Það veit á hvassviðri,« endurtók hann, og bylti sér til í rúminnu, þreifaði eftir tóbakskyllinum sínum. Svo fór hann að hrjóta.----- Mundi var sofnaður, og lá þarna uppi loft með opin munninn, eins og hann væri að bjóða varirnar fram til kossa. — Eg fór nú að brjóta heilan um það, hvað Mundi gat verið laglegur piltur á þessu reki, og veittist mér gott færi á því, að virða hann fyrir mér, þarna stein- sofandi, með sjófata hrúguna undir höfð- inu. Hann var kafrjóður í framan, búldu- leitur og hrukkulaus og bamslega sak- leysislegur á svipinn. Pípan hafði dottið niður, á óhreint gólfið, og lá þar í tveim hlutum, eins og brotið sverð. — -—■ Mundi var um það að vera átján ára gamall, fullur af hugmyndum bæði vak- andi og sofandi. Mundi brosti nú í gegnum svefninn, færði til hendurnar og'krosslagði þær á brjóstinu. — Eg fór að finna til þess, hvað þetta gat verið fráleitt allri göfug- mensku — að vera að ljúga drenginn fullan, og það hefði verið nær fyrir okk- ur, sem eldri vorum, að fræða hann á því litla sem við bárum skyn á, og þetta var svo sem ekki fyrsta skreytnin eða fyrstu hlátrarnir að vitleysunni, og var Mundi marg búinn að reka sig á þetta, frá því hann kom á skipið um veturinn. Og öllum var uppsigað við hann — með skreytnina var það dægrastytting í fásinninu, þegar lítið var að gera.—Reyndar var nú Mundi hálfgerður munaðarleysingi, og var þetta fyrsta vertíðin hans á þilskipi — með okkur. Það hafði að vísu farið sæmilega. vel um hann á skipinu. Enginn var vond- ur við hann, — það var öðru nær, og allir höfðum við gaman af honum. — Hann var fljótur til allra verka, og slitviljugur, og sæmilega þrekgóður, fann ekki til neins meins, og þoldi sjóinn vel. En það mátti næstum því heita dæmalaust, hvað hann gat gert sér fáráðlegar hugmyndir um eitt og annað og trúað skreytninni í nýjum og nýjum myndum, og altaf var hann undir það búinn að taka á móti sög- um, hversu fráleitar sem þær voru nokkru minsta viti, — og nú átti þetta svo sem að vera »rúsínan«, um stúlkurn- ar í Kolbeinsey, o. s. frv. Mjg undraði það stórlega, að M'undi skyldi geta fest blund, eins og mikill spenningur var kominn í hug hans um þetta alt, og hafa hugmyndirnar verið búnar að þreyta hann og áhrifinn frá öðrum sofandi sálum. Sannleikurinn var sá, að við ætluðum að taka þar egg, ef okkur gæfist færi á því vegna veðurs, og nú bar straumurinn okkur út og norður eins og áður er sagt,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.