Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 47

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Page 47
NORÐUR Á KOLBEINSEY. 93 attum við örstutt til eyjarinnar og igátum átt von á að sjá hana á hverri .stundu. »Kolbeinsey — um horf«, heyrði eg að kallað var, uppi á þilfarinu, á sjó- mannamáli. Eg kiptist við, kalt orð og hart, eins og næðingur færi um mig allan. — Allir hrukku upp af svefninum og rifu sig fram úr bælum. Teygjur og grettur skipt- ust á, og kaffið bullsauð út úr katlinum hjá mér á augabragði. Mundi hrökk upp og tók snögt við- bragð, þegar hann heyrði nefnda Kol- beinsey. — En nú sýndist mér einhver raunasvipur vera kominn á drenginn, .aldrei þessu vant.... Hann gat þess við mig, með mestu hægð, að sig hefði verið að dreyma móður sína sálugu. — Eg svaraði því fáu, — tók það aðeins fram, að það kæmi stöku sinnum fyrir, að menn dreymdu ástvini .sína, — á sjó — og stöku sinnum gæti það verið fyrir óvæntum tíðindum, þótt menn ættu örðugt með að greina það, — þetta færi oft í rugl hjá okkur í vökunni. Mundi náði sér nú fljótt eftir svefn- inn, og hentist upp á þilfarið, til þess að geta séð eyna.------- Nú setti óstjórnlegan hlátur að mörg- um af því að sjá drenginn, þar sem hann stóð eins og negldur niður á þilfarið og glápti norður á þennan eyðiklett. Það mátti segja að Mundi legði þarna hollhúf- ur eins og skepna, sem barin er nokkrum svipuhöggum. Eg var nú kominn upp á þilfarið, á- samt nokkrum félögum mínum, og var okkur skipað að losa skipsbátinn úr tengslum. Við vorum nú búnir að hlæja lyst okkar, og altaf stóð Mundi eins og blýklumpur frammi hjá fokkunni — og sá eg ekki betur, en að nokkur tár -hrykkju niður um vanga hans. »Það — er — bara — svartur — kl-ettur —« stundi hann upp, eftir langa þögn. — »0 — jæja —- Mundi minn — það er skellóttur klettur,« varð mér að orði. — Mundi hafði meira tekið eftir svarta litnum eins og í hug hans var búið. Það losnaði um eitthvað innra hjá mér, eins og lind sem vætlar undan klaka- kökk. Eg færði mig til Munda, féll mér þetta hálf illa, að honum skyldi verða þessi vonbrigði svona sár. — Hann leit varla við mér, frekar en eg væri rakki, og nú var lýgin úr okkur orðin svo nakin fyrir augum hans, að enginn vegur var fyrir okkur að klæða hana lengur. — »Eg trúi — ykkur — ekki — framar,« snörlaði við í Munda, eins og urgað væri saman tómum skeljum. — »Vertu góður Mundi minn,« sagði eg. »Þú — skrökvar — að mér — eins og hinir,« svaraði Mundi, og þurkaði sér í framan. Við máttum nú ekki vera að þvæla um þetta lengur — við Mundi. — Okkur var ekki til neinnar setu boðið, úr því sem komið var. — Alt var orðið krökt af fugli kringum skipið og veiðihugur var kominn í okkur alla og löngun eftir því að stíga fótum á þennan alræmda eyði- klett, sem á þessum tíma árs morar allur af fugli. — Það ruddust nú margir ofan í skipsbátinn með kollur og kyrnur undir egg. Mundi stóð eins og staur við borð- stokkinn. »Þú verður með okkur upp í eyna, Mundi minn,« sagði eg.------- Það þrusaði eitthvað í skipstjóranum, yfir því, hvað Mundi var daufur. »Það er okkur eldri mönnunum að kenna,« svaraði eg. »Við höfum logið' drenginn fullan, hvað eftir annað, og hefir honum ekki sániað það, fyr en núna.« »Ú — hú--------« Mundi — þú verður

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.