Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 50
96 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að sjá dýragarðinn, sem þar var. Hann var mjög forvitinn og spurði umsjónar- manninn sífelt í þaula. — Að lokum kom hann að fílnum. »Er ekki fíllinn afskaplega hættulegur í umgengni?« spurði hann umsjónar- manninn. »Fíllinn!« svaraði umsjónarmaðurinn — »nei, hann er sú góðlyndasta skepna sem til er. Maður getur vafið honum um fingur sér.« Frelsi vieð fyrirvara. Fangi nokkur brauzt út úr varðhaldi, en varð handtekinn aftur og færður fyr- ir dómarann. »Hversvegna brutust þér út?« spurði dómarinn. »Eg ætlaði að giftast,« svaraði fang- inn. »Vesalings maðurinn,« mælti dómar- inn, »þér hljótið að gera yður undarlegar hugmyndir um hvað menn skilja með hugtakinu frelsi.« Satt. »Þessi kúla þarna hægra megin við hvirfilinn bendir ákveðið á forvitni,« sagði hinn frægi sálfræðingur, sem var að rannsaka mann. »Það stendur alveg heima!« hrópaði sá sem verið var að rannsaka. »Eg fékk hana í gær, þegar eg stóð og hleraði við hurðina, og hún skelt- ist á höfuðið á mér um leið og hún var opnuð.« Sein á sér. »Það stendur hérna í blaðinu í dag, að það sé 250 ár síðan farið var að flytja inn kaffið.« Anna gamla, kemur inn með kaffikönnuna: »Nei, að hugsa sér — ja, það er þó voðalegt hvernig tíminn líður.« Skiljanlegt. Spákonan, sem er bæði ung og lagleg, segir við stúlku, sem hefir leitað til hennar: »Jeg sé á hönd yðar, að þér bráðlega munuð giftast!« »Er það mögulegt?« »Já, þér eruð trúlofaðar manni, sem heitir Leó.« »Þetta er alveg óskiljanlegt! Lesið þéi*- þetta alt í línunum á hönd minni?« »Línunum? Hvað kemur það línunum við? Nei, eg sé að þér á fingrinum hafið hringinn. sem eg sendi honum aftur fyrir þrem vikum síðan.« Erföaskráin. Alræmdur innbrotsþjófur í Berlín ligg- ur fyrir dauðanum. Einn af félögum hans situr hjá honum, og við hann segir þjófurinn: »Auk alls annars ánafna eg þér, sem einkaerfingja, hálsfesti úr demöntum.« »Er það mögulegt? Hvar geymirðu hana?« »í húsinu Kurfiirstendamm 10, á- fyrstu hæð. Hún liggur í efstu skúffunni í skrifborði kvikmyndaleikkonunnar — rétt til hægri, þegar þú kemur inn um gluggann.« Bókin. Einhverju sinni kom lítil telpa inn í bókabúð. »Mig langar til að kaupa bók- ina, sem liggur í glugganum og heitirr »Hvernig hægast er að ná í mann«.« »Það er víst ekki bók handa þér, litla. vina mín,« svaraði bóksalinn. — »Hvað ætlarðu að gera með hana?« »Eg ætla að gefa pabba hana á afmæl- isdaginn hans.« »Heldurðu ekki að hann heldur vildi fá einhverja aðra bók?« »Nei, það held eg ekki, því hann er lög- regluþjónn.« Akureyri. Prentsmiðja Odds Bjiýt'nssonar. 1930.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.