Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 3

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 3
Margit Ravn: Starfandi stúlkur. (Niðurlag). Eva lagði höfuðið ofan á handlegginn, sem lá fram á borðið og grét hástöfum. Við hliðina á henni lágu kvæði Wilden- veys opin við „Ævintýri Elínar“. Evu var ekki ljóst hvort hún var að gráta yfir sjálfri sér eða Elínu li'tlu, sem lá fyrir dauðanum. Hún var ekkert að hugsa um það í svipinn að greina tilfinn- ingar sínar, hún vissi bara að hún var ákaflega óhamingjusöm, og að hún hafði verið andstyggileg við þau Ruth og Árna, er þau spurðu hvort hún vildi fara með þeim til Frognerseteren. Hún hafði séð það á Árna, að hann vonaði að hún segði nei, og svo sagði hún það auðvitað. En hún hefði getað sagt það á annan hátt. Auðvitað það líka. En það var svo voða- legt að hugsa til þess, að þegar þau kæmu aftur, þá væru þau ef til vill trúlofuð. Hún sá það á augum Árna. Og þá var það, að hún var svo andstyggileg. Hún sagði: „Nei, þakk — ykkur þykir víst bara vænt 'um að ég segi nei. Og héðan af skuluð þið sveimér vera laus við mig fyrir fullt og allt. Ég fer heim á morgun. Mig langar svo heim.“ Árni hafði litið á hana — hissa — kuldalega. Og Ruth! Hún hafði eyðilagt kvöldið fyrir Ruth, það vissi hún svo vel. Árni fengi ef til vill heldur ekki tæki- færi ;t:il að biðja hennar í kvöld, því Ruth myndi hvorki hugsa né tala um neitt ann- að en — hvað skyldi hafa gengið að Evy? En Ruth skyldi aldrei fá að vita, hvað hefði „gengið að henni“, ekki Árniheldur. Það átti að vera hennar mikla, þungbær a leyndarmál. Hún andvarpaði þungan og fór að þerra tárin með handarbakinu, svo stóð hún upp N.-Kv. XXX. árg., 10,—12. h. og gekk yfir að speglinum. Þannig leit þá óhamingjusöm ung seytján ára stúlka út! Það var þá svona, sem maður leit últ, er mað- ur bj óst ekki við neinni gleði framar í lífinu! Grátbólginn, úfinn og rauðnefjaður. Jæja, já. En skyldu þau vera trúlofuð núna? Ruth og Árni höfðu ekki mikla gleði af Frognerseter-ferð sinni. Ruth talaði um Evy alla leiðina og furðaði sig stórlega á, hvað að henni myndi hafa gengið. Árni var hálf gramur. „Þessi blessuð Evy er farin að verða dálít- ið duttlungasöm,“ sagði hann stuttur í spuna „Evy duttlungasöm? Hún er jafnlyndasta manneskja sem hugsast getur,“ sagði Ruth áköf. „Hún var ef til vill eitthvað lasin. Við hefðum ekki átt að fara frá henni.“ „Nei, gerðu þér nú ekki of miklar á- hyggjur út af telpu-anganum“, sagði Árni Lindgren önugur. „Hún var ekkert lasin. Hún var blátt áfram vond af einhverjum ástæðum. Og nú hugsum við ekki meira um hana. Ruth — ég hlakkaði svo til þess að vera með þér einni í kvöld.“ Hann stakk handlegg sínum undir handlegg hennar, er þau gengu frá Holmenkollen áleiðis til Frognerseteren. Ruth svaraði ekki. „Það var svo margt, sem ég ætlaði að spjalla um við þig------“ „Jæja, spjallaðu þá bara!“ „Og spyrja þig ium.“ „Spurðu þá bara!“ „Nei,“ sagði hann stutt. „Þú ert svo á- hugalaus. Þú myndir ekki taka neitt eftir því sem ég hafðihugsaðaðsegja þéríkvöld, né því sem ég ætlaði að spyrja þig um.“ „Þér skjá.t'last,“ sagði Ruth. „Ég tek vel 19

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.