Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Side 4
146
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
eftir öllu sem þú segir mér. Ég var bara að
hugsa ofurlítið um Evy.“
„Ofurlítið,“ enduritlók hann háðslega. „Þú
hefir í raun og veru ekki um annað hugsað
síðan þú lokaðir hurðinniáeftirþérheima.11
„Nei, hvað segirðu nú?“
„Ég skil ekkert í,“ hélt hann áfram —
hálf gramur enn — „að þú, sem ert svo
framúrskarandi skynsöm, skulir láta Evy
hringsnúa þér svona.“
„Nei, en góði Árni!“hrópaðiRuthskelkuð.
„Ég hélt að þér geðjaðist vel að Evy.“
„Já, mér geðjast ágætlega að telpunni.
Hún er sæt, og hún er systir þín. En ég
get ekki þolað, að hún skuli eyðileggja
þetta inndæla kvöld fyrir okkur. Þetta
kvöld, sem ég hafði haldið að myndi
verða------.“ Hann þagnaði allt' í einu
„Myndi verða hvað, Árni?“ spurði Ruth
lágt.
Hann leit niður á spyrjandi andlitið,
sem horfði upp til hans.
„Ruth litla,“ sagði hann þýðlega. „Ég
ætla ekki að segja þér það núna — því þú
veizt það. Við skulum heldur ekki tala um
það, því það kvöld, sem við tölum um það,
átt þú ekki áð hafa neitt annað í kollinum
en það sem okkur báðum viðvíkur, þér og
mér. Nú veiztu það líka. Og það kvöld
kemur eflaust. Heldurðu ekki það, Ruth?“
„Jú,“ sagði Ruth, „það kemur víst.“
Árni Lindgren hló ofurlítinn hamingju-
þrunginn hlátur og þrýsti handlegg Ruth.
„Já, þegar ég aðeins veit það, þá getum
við vel spjallað um Evy!“
„Já, geturðu skilið hvað gekk að
henni?“ spurði Ruth með ákafa.
„Hreinskilnislega sagt, finnst mér það
ekki þess vert að brjóta heilann mn það,“
sagði Árni, „en viljirðu gjarnan fá svar,
þá verð ég að segja að ég hefi ekki hug-
mynd um það.“
Nokkrum dögum síðar fékk Árni Lindgren
dálitla hugmynd um það, samt sem áður.
Það var er þau Ruth, Tit og hann sjálf-
ur fylgdu Evu á járnbrautarstöðina.
Eva teygði sig út um vagngluggann al-
búin að veifa síðustu kveðju sinni til
þeirra. Árni teygði sig upp til hennar og
hélt sér í gluggakarminn.
„Jæja, Evy litla,“ sagði hann ertnislega,
„nú geturðu trúað gömlum vini fyrh því,
hvers vegna þú flýrð úr bænum. Já, því
það gerirðu, er ekki svo? Er það einhver
sem bíður þín heima; eða einn hérna sem
þú strýkur frá? Trúðu mér fyrirþvíEvy!
Þær þarna heyra ekki neitt!“
Eva varð allt í einu eldrauð í framan.
Asj! Roðnaði hún? Gæti hún ekki svarað
honum í sömu mynt? Auðvitað!
Og upp úr óvenju nuglingslegri rusla-
skrínu heila síns tíndi hún eina af perlum
Wildenveys og þeytti í hann: „Somme
mannfolk er sá dumme, at de kan’ke dö.“*
Til allrar hamingju fyrir þau bæði var
blásið til burtferðar, og lestin tók að síga
af stað.
Hann stóð grafkyrr og alveg forviða og
starði á eftir lestinni, en Ruth og Tit veif-
uðu og hrópuðu í Evu, sem hvergi sást,
af því hún hafði hnigið niðiur í sætið, falið
eldheitt andlitið í höndum sér og kallað
sjálfa sig grasasna og öðrum enn verri
nöfnum.
Nokkrum dögum síðar kom bréf frá
Evu, og þar eð ávarpið hljóðaði: Kæra
Ruth og e. t. v. aðrir, þá las Árni það líka.
Það var nauðalíkt henni og hljóðaði svo:
„Þú hái Hornafjarðarmáni, allt það sem
ég hefi farið á mis við, ef ég hefði dvalið
lengur í hinni miklu borg! Fegurðarsam-
keppni og nýr fulltrúi hjá amtmanninum!
Eins og ég hafði búizt við, var hver ein-
asta karlmannshræða ánetjuð hjá vinkon-
um mínum. Fulltrúinn auðvitað líka, en
það var nú hægðarleikur að losa hann úr
* Sumir karlmenn eru svo heimskir, að þeir
geta ekki dáið. Þýð.