Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Qupperneq 5
STARFANDI STULKUR
147
möskvanum! Ég lét bara sem ég sæi hann
ekki, og þá var honum lokið, og nú er
hann skósveinn minn. Það gekk með
straumlínubílhraða. Apropos straumlínu-
bílhraða, þá segir mamma að ég hafi haft
gott af dvölinni í Osló, því nú sé ég orðin
svo snögg í snúningum og fljót að -öllu. En
hraðinn sá arna er nú í því fólginn að ég
flýti mér að ljúka af öllu sem mamma
biður mig um, svo að ég geti komizt út
sem allra fyrst og hitt hinn eða þennan.
Og það er nú oftast fulltrúinn. En hugsið
þið ykkur, svo var hérna fegurðarsam-
keppni í gær! Hver einasti birkistóll og
bekkur í stórasalnum í verkamannahús-
inu var setinn. Allir sátu og gláptu og
gláptu á þessar stelpur sem þeir höfðu
séð á hverjum einasta degi alla þeirra
ævi. Og þær völsuðu og beygðu sig og
bugðuðu fram á leiksviðið og vissu ekki
hvað þær áttu að gera af höndum og fót-
um. Maður gat nærri því dáið af því að
horfa á þær. Ólína Rokset — þú manst
eflaust eftir henni — á skemmtiskránni
hét hún annars Ollí Rockseth, og það lík-
aði mér ágætlega, hún vann og var kjörin
fegurðardrottning og við hippuðum og
öskruðum húrra fyrir Ollí, sem var ann-
ars alveg töfrandi og á nú að fara til Ós-
lóar á fegurðarsamkeppni þar. En fulltrú-
inn, sem sat á sama stól og ég, sagðist
vera hálukkulegur af því að ég var ekki í
samkeppninni, því þá hefðu það orðið
verðlaun og hringsnúningur um hæl aftur
til Óslóar, sem honum hefði auðvitað orð-
ið alveg óbærilegt. Ég er agalega skotin
og finnst að bærinn sá arna sé sá inndæl-
asti í heimi.
Ég vona að þér líði vel, og að þú lánir
ekki Tit allt sem þú átt og hefir, svo að
þú sjálf að lokum verðir að fara í leik-
húsið í sundbol. Og svo vona ég að þú
seljir ódæmin öll af blómum og að þú
blómgist sjálf og hafir það gott.
Heilsaðu Aggí, Tit og Árna. Þín Evy.“
„Alveg eins og þú sjáir og heyrir hana
sjálfa,“ sagði Árni hlæjandi og rétti Ruth
aftur bréfið.
Hann var glaður og fannst eins og
þungri byrði væri af sér létt. Það hafði þá
aðeins verið ímyndun ein hjá honum, er
hann hélt að------
Það var hollt fyrir hjartafrið hans, að
hann sá ekki Evu, er hún klessti frímerk-
inu á bréfið og tautaði við sjálfa sig:
„Svona, hún sýnir Árna það auðvitað,
og svo getur hann hætt að halda það sem
ég sá að hann hélt, þegar hann stóð á
brautarpallinum og ég hafði heimskað
mig svo mikið.“
*
Litla aðstoðarstúlkan hjá Ruth hafði
fengið frítt eftir klukkan fjögur, og Aggí
gat því miður heldur ekki verið í búðinni
eftir fjögur, því að Friðrik vesalingurinn
varð að fá miðdegisverð, er hann kom
heim frá skrifstofunni, þreyttur og upp-
gefinn, og þar eð Ruth gat ekki verið ein-
sömul í búðinni frá fjögur til sex, þá
hringdi hún til Tit og spurði hana, hvort
hún gæti ekki hjálpað henni þessar tvær
khikkustundir.
Tit var fús til þess. Hún átti að fara
með Eker á bíó klukkan sjö, en fram að
þeim tíma gat hún verið hjá Ruth.
Það var rétt komið að lokunartíma.
Ruth var að eiga við blóm inni í bakher-
berginu og spjallaði við Tit sem sat á
gólfinu innan við litla búðarborðið og tók
til í skúffu, sem var full af seglgarns-
spottum og pappírsrusli.
„A ég að vinda upp seglgarnsspottana þá
arna, Ruth?“ spurði Tit.
„Æ já, ef þú nennir því,“ svaraði Ruth
kæruleysislega. „Þó það sé nú svo sem
lítið gagn í því hvort sem er.“
„Það skalt’ ekki segja, það skalt’ ekki
segja,“ tautaði Tit.
19*