Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 6
148
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Rétt í þessu opnuðust búðardyrnar og
roskinn maður, virðulegur útlits, kom inn
og lokaði hurðinni hægt á eftir sér. Hann
litaðist um og ætlaði einmitt að fara að
ræskja sig til að gera vart við sig, er þýð
rödd fyrir innan græna dyratjaldið sagði:
„Hér eru eftir ódæmin öll af blómum!“
Og björt og glaðleg rödd einhvers stað-
ar í búðinni svaraði:
„Já, það sem þú nú þarfnast mest er
ein eða tvær jarðarfarir!“
„Þú segir það. Já, jarðarför myndi gera
kraftaverk í fjárhirzlunni,“ sagði Ruth
inni í bakherberginu. Gamli maðurinn
settist hljóðlega á stólinn hjá skrifborðinu
og hlustaði með athygli á samræðurnar.
„Já, hvernig er það?“ spurði Tit. „Er
ekki gamli Eilertsen veikur. Það yrði svo
sem enginn heimsbrestur, þótt hann
hrykki upp af! Og það yrðu nú kransar,
góða mín! — Þú átt þá ekki von á öðrum
mannslátum?11
Ruth hló. „Það er nærri því ljótt að
heyra til þín, Tit! En ég verð þó að játa,
að nokkrar kransapantanir myndu koma
vel með, og ég býst ekki við að margir
myndu syrgja gamla Eilertsen, vesaling-
inn.“
„Gamlir menn mega gjarnan hrökkva
upp af,“ sagði Tit, og maðurinn fyrir
framan hnyklaði brýrnar gremjulega, en
á næsta augnabliki sléttuðust hrukkurnar
út aftur, því Ruth svaraði:
„Nei, veiztu nú hvað. Gamlir menn eru
hrífandi! Berðu til dæmis saman hvernig
eldri herrar og yngri slá konu gullhamra:
Fröken, þér eruð ansans ári sæt, segir
júníór. Litla fröken, þér eruð charmant,
segir seníór.*) Heyrirðu mismuninn?“
„Já,“ svaraði Tit þurrlega. „En ég vil
heldur vera ansans ári sæt en charmant.“
*) Júníór = sá yngri, seníór = sá eldri. Char-
mant = inndæl, yndisleg. Þýð.
Þögn. Gamli maðurinn stóð upp. Nú var
víst bezt að hann gerði vart við sig.
í sama vetfangi greip hönd í græna
dyratjaldið og þýða röddin sagði:
„Líttu á öll blómin þau arna, Tit. Þú ert
eflaust sammála mér, er ég segi að ég
þurfi þrjár jarðarfarir. Eða hvað?“
Dyratjaldinu var ýtt til hliðar. Gamli
maðurinn hneigði sig.
„Ég er svo sammála yður, fröken, að ég
skammast mín alveg fyrir það að ætla að-
eins að fá nokkrar rósir, en ekki krans.“
„Ó------!“ stundi Ruth og leit örvænt-
ingaraugum til Tit, sem hnipraði sig sam-
an fyrir innan borðið og hristist öll og
skókst af niðurbældum hlátri.
„En ég skal minnast á það við alla vini
mína og kunningja sem hugsast gæti að
vildu leggja krans á gröf mína, þegar ég
einhverntíma hrekk upp af —“
(Ruth leit heiftaraugum til Tit.)
„— að snúa sér til yðar.“
„Mér þykir ákaflega fyrir þessu,“ sagði
Ruth. „Ég átti ekki við — ég reikna alls
ekki með mannslátum og jarðarförum.
Það var glannalega sagt — ég--------“
„Ég skil yður.“ gamli maðurinn hneigði
sig ofurlítið. Ég talaði líka glannalega,
finnst yður það ekki? Og það jafnar sig
þá. Og svo voru það rósirnar. Því miður
aðeins rósir,“ bætti hann við og brosti.
Ruth var bæði skjálfhent og óstyrk í
hnjánum, er hún var að afgreiða gamla
manninn, og hún laumaðist til að reka
tána heldur óblítt í Tit um leið og hún
lét peningana í kassann.
Ruth stóð teinbein, eins og hermaður í
réttstillingu, er maðurinn gekk til dyra.
Hún var alvarleg — sneypt. í dyrunum
sneri hann sér skyndilega við og sagði
brosandi:
„Litla fröken, þér eruð charmant!“ -
Svo laukst hurðin á hæla honum. Ruth
hneig niður á dyraþrepið að bakherberg-
inu, og Tit öskraði af hlátri.