Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 7
STARFANDI STÚLKUR 149 „Það er ekkert að hlæja að,“ sagði Ruth jreið. „Hann hefir heyrt hvert orð sem við isögðum. Ég er svo sneypt að ég gæti iskriðið niður í músarholu og falið mig.“ „Já, það væri óneitanlega heillaráð til -.að komast út úr vandræðum,“ sagði Tit. „Upp með höfuðið, telpa mín. Maðurinn var gamansamur, það heyrði ég á mál- rómnum. Hann tók þetta ekki í alvöru. En í næsta sinn skulum við ekki tala al- veg upphátt um óskir okkar og vonir um jarðarfarir.“ „Tala upphátt! Ég vil meira að segja aldrei hugsa um það!“ „Asj, bull! Allir blómasalar óska þess öðru hvoru, og heimurinn er nú einu sinni . sambland af lífi og dauða. Og því getum við ekki breytt.“ „Nei —“ tautaði Ruth. „Jarðarfararstof- urnar lifa auðvitað á mannalátum.“ Tit hló hátt. „Bravó, Ruth! Nú hefirðu víst friðað samvizku þína og reynir ekki til að hætta þér ofan í músaholuna.“ Ruth hló: „Nei, ég er alveg hætt við það.“ Svo leit hún á armbandsúr sitt. „Tíu yfir sex!“ og hljóp til og aflæsti. Meðan þær voru að ganga frá blómun- um, hætti Ruth allt í einu og sagði: „Nú veit ég, hverjum hann líktist!“ „Hver? Síðasti viðskiptamaðurinn?“ „Já. Ég hefi verið að brjóta heilann um það alltaf síðan — það var eitthvað við brosið.“ „Jæja!“ „Hann líktist Árna!“ Tit leit upp. „Árna? Þú hefir eflaust rétt. Það var líka eitthvað við málróminn — kannske það hafi verið faðir hans.“ Ruth sperrti upp augun. „Góða tungl,“ stundi hún upp, „verra gat það ekki verið.“ * * •4-- „Allt, sem fyrir getur komið,“ sagði Ruth og andvarpaði, er hún hafði ýtt Tit góðlátlega út úr dyrunum og óskað henni góðrar skemmtunar. „Góða tungl, allt sem fyrir getur komið!“ Hún seig niður í dívaninn og sat þar með hendurnar í fanginu og starði fram- undan sér. Ef þetta hefði verið faðir Árna, og ef hann hefði heyrt hennar getið og vissi hver hún væri — og það hélt hún nú — hvað hlaut hann þá ekki að hugsa og halda um hana! Skyldi hann nú fara heim til Árna og segja: Nei, veiztu nú hvað, þessa drós verðurðu að hætta að hugsa um, eða------ Var annars ekki glettnisblik í augum hans, er hann sneri sér við í dyrunum, og hafði hann ekki sagt: Litla fröken, þér er- uð charmant? Þá var barið að dyrum. „Gerið svo vel,“ sagði Ruth áhugalaust. Það var líklega húsmóðirin. „Gott kvöld!“ Árni Lindgren stóð í dyr- unum. „Ert það þú?“ „Bjóstu við einhverjum öðrum?“ „Nei, ég bjóst ekki við neinum — allra sízt þér.“ „Og hvers vegna allra sízt mér?“ Hún svaraði ekki. Hann brosti hlýlega og kom inn og settist á dívaninn við hliðina á henni. „Má ég?“ Ruth flutti sig ofurlítið án þess að líta á hann. „Og hvers vegna allra sízt mér?“ endur- tók hann. „Af því að — jæja! Tit sagði að pabbi þinn hefði komið hingað fyrir klukku- stund síðan.“ „0,“ sagði hann og var greinilegur von- brigðablær á röddinni, „var það Tit? Ég þóttist svo viss um að það hefði verið þú. Hann bað mig einmitt að heilsa þér og segja þér að þú værir charmant — já, og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.