Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 10
152
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Ruth hló: „Góða Tit, það hefirðu nú
verið svo oft og margsinnis.“
„Já, en nú er mér alvara,“ sagði Tit
þungbúin. „Æ, hvernig á ég að geta hitt
hann aftur á skrifstofunni eftir hálfan
mánuð!“
„Hálfan mánuð?“
„Já, hann fer til Þrándheims á morgun
og verður hálfan mánuð í burtu.“
Ruth varð léttara um andardráttinn.
„Koma dagar, koma ráð. Þið hittist þá
bara eins og ekkert hafi fyrir komið.
„Það- hefir heldur ekkert komið fyrir,“
sagði Tit. „Bara það, að hann er ekki sá,
sem ég hélt að hann væri — og ég er ekki
sú sem hann hélt. En það er líka meira en
nóg, því að------- ég segi þér það aftur, ég
elskaði, virti og mat hann svo mikils. Og
þessi þrjú orð hefi ég aldrei fyrr sett sam-
an, er um nokkurn af mínum fyrri elsk-
lingum hefir verið að ræða.“
Það var dimm og þungbúin alvara yfir
Tit, er hún sagði þetta, og Ruth varð ljóst
að einmitt núna hafði Tit hlotið sína
fyrstu raunverulegu hjartasorg.
„Ég skil,“ sagði Ruth stillilega og strauk
höndinni létt yfir hárið á Tit.
Tit brosti og varð léttari á svipinn.
„Þakk, Ruthie!“ Svo stóð hún upp. „Og
ef ég á virkilega að fá að sofa í rúminu
þínu, þá held ég að ég fari að hátta!“
-----Ruth lá lengi vakandi og heyrði
Tit bylta sér eirðarlaust í rúminu, en
loksins lá hún kyrr, og Ruth hélt að hún
væri sofnuð.
„Guði sé lof,“ hugsaði hún. „Hún nær
sér vonandi aftur eftir þetta líka.“ Og hún
varð nærri því glöð og hamingjusöm á ný.
Aðeins nærri því, en hún gat ekki leyft
sér að vera himinlifandi glöð, þegar Tit
var svona buguð og niðurdregin.
Elska, virða og meta, sagði Tit. Aðeins
orðin tóm í Tits munni, en einmitt þau
orð, sem hún sjálf fann, að hún gæti notað
til að lýsa tilfinningum sínum gagnvart
Árna Lindgren.
Elska, virða og meta, tautaði hún og
sofnaði með bros á rjóðum vörum.
Virða og meta — virða og meta! hugs-
aði Tit, hún lá alveg glaðvakandi. Þvílíkt
bull og vitleysa! Er til nokkur sá karl-
maður, sem hægt er að virða og meta!
Auðvitað ekki — — Eða er það bara ég,
sem aldrei hitti á neinn slíkan. Er það
sjálfri mér að kenna?
Ó, Sverrir------
„Jæja, ertu þá vöknuð?“
„Vöknuð?“ Ruh teygði úr handleggjun-
um upp yfir höfuðið og átti erfitt með að
átta sig í svipinn. „Ert þú — —“ hérna,
ætlaði hún að segja, en mundi svo allt í
einu eftir öllu saman frá kvöldinu áður.
Fyrst og fremst að hún hafði trúlofazh
Andlit hennar ljómaði af gleði við til-
hugsunina.
„Já, ég er hérna,“ sagði Tit. „Og það er
þó líklega ekki neitt til að gleðjast svo
yfir.“
„Jú, það er það,“ sagði Ruth fljótt. „Það
er verulega gaman að hafa þig hérna. Er
það raunverulega kominn fótaferðartími?“
„Klukkan er orðin sjö. Viltu gera mér
þann greiða að koma hingað og standa
hérna við hliðina á mér sem snöggvast,“
sagði Tit.
„Blessuð vertu, hvað á það nú að þýða!
Og það svona snemma morguns,“ maldaði
Ruth í móinn, en hún hoppaði samt upp
úr legubekknum og stillti sér upp við
hliðina á Tit, fyrir framan stóra spegil-
inn.
„Líttu á!“ sagði Tit.
„Já.“
„Líttu á þig og líttu á mig. Þú ert frísk
og rjóð og hrein og björt í augunum, ég
er bleik og skrámótt niður eftir kinnun-
um af tárum, sem hafa runnið niður yfir
púðrið. Ég er svört umhverfis augun af