Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 11
STARFANDI STÚLKUR
153
svertu, sem hefir nuddast út yfir. Augun
í mér eru dauf og —“
„Þú hefir grátið,“ sagði Ruth, „og þú
gleymdir að þvo þér í gærkvöld.“
Tit saumfór sjálfa sig nákvæmlega og
miskunnarlaust.
„Þetta andlit er afsökun fyrir Sverri
Eker,“ sagði hún ákveðið.
„Er það þinn baðdagur núna? Get ég
ekki fengið að baða mig?“
„Já, gerðu svo vel,“ sagði Ruth og leit
með athygli á Tit, sem fór út úr herberg-
inu án þess að mæla orð.
Ruth klæddi sig og bjó til morgunverð.
Hún var rétt nýbúin að því, er Tit kom
inn aftur. Spánný Tit, án þess að hafa
notað minnstu vitund af rauða, svertu eða
andlitsdufti.
„Lízt þér betur á mig núna?“
„Skilyrðislaust.“
„Ó, freistandi morgunverður,“ sagði Tit
og gleymdi alveg útliti sínu. „Þú ert elsku-
leg og nærri því of góð fyrir þennan heim,
ég vona að það komi einhvern tíma karl-
maður, sem skilur það.“
Ruth fannst að það lægi ekki á að segja
henni, að hann væri kominn, og auk þess
leit hún þannig á málið, að Tit hlyti að
vita það, ef hún aðeins hugsaði sig ofur-
lítið um.
Það var annars ekki útlit á því, að Tit
bragðaðist neitt sérlega vel á hinum
freistandi morgunverði. Hún sat og tuggði
og tuggði og virtist aldrei ætla að verða
búin að tyggja fyrsta brauðbitann.
„Úff, nei, ég klára það ekki,“ sagði hún
loksins viðnámslaus og faldi andlitið í
höndum sér.
„Hertu nú upp hugann, Tit. Þetta jafnar
sig.“ Ruth var viss og ákveðin í málrómn-
um. „Komdu og borðaðu miðdegisverð
með mér, þá skal ég hugga þig, eins og ég
bezt get.“
„í sama vetfangi mundi húri eftir því,
að Árni hafði sagt að þau skyldu borða
saman, hann skyldi hringja til hennar.
„Það er að segja, ég — — Nei, það er
sama. Við getum borðað saman.“
Tit var svo niðursokkin í sínar eigin
hugsanir, að hún tók ekkert eftir, hvað
Ruth var að segja; hún heyrði aðeins, að
þær ættu að borða miðdegisverð saman.
„Þú ert engill,“ sagði hún og hélt af
stað til skrifstofunnar án þess svo mikið
sem að líta í spegilinn framar.
„Án þess að púðra sig,“ hugsaði Ruth.
„Hún er sannarlega meira en lítið niður-
beygð.“
Árni var sannast að segja ekki náðugur,
er Ruth sagði honum, að hún gæti ekki
farið með honum til miðdegisverðar.
„Fyrsta trúlofunardaginn okkar, Ruth!“
„Já, en ekki þann síðasta, drengurinn
minn,“ sagði Ruth, og fyrir þetta „dreng-
urinn minn“ fékk hún fyrirgefningu.
„Ég kem þá til þín klukkan sjö, og svo
förum við heim og heilsum upp á pabba
og mömmu.“
„Ertu þegar búinn að segja þeim það?“
„Nei, það skulum við gera í kvöld.“
„Hvað heldurðu að þau muni segja?“
„Næstum því ekki neitt af eintómri
hrifningu,“ sagði Árni hlæjandi.
„Ég er svo spennt — jæja, komdu
klukkan sjö, nú verð ég að fara, það er að
koma fólk í búðina.!“
„Sælar, fröken forstjóri!“
„Sælir, herra yfirdómslögmaður.“
------Það fyrsta, sem Tit 'sagði, er þær
höfðu setzt og hagrætt sér vel við innsta
borðið í Teater-kafeen var:
„Nú hefi ég gert eins og þú. Brennt all-
ar brýr að baki mér, sagt upp stöðu
minni, sáriðrast eftir því, og held samt að
ég hafi athugað málið rækilega.“
„Tit!“
„Hrópaðu ekki svona. Þetta er hreinasta
vitfirring, ég veit það vel, en ég gat ekkl
annað gert. Ég er ábyggilega ofurlítið
rugluð, og myndi verða ennþá ruglaðri,
20