Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 14
156 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fyrir að losna úr og að vita að einhver annar — sem ef til vill þarf einmitt þá stöðu frekar en allt annað í heiminum — fær hana.“ „Ruth reikaði um gólfið. „Það er alveg sama. Mín kona á ekki að reka neina verzlun,“ sagði Árni Lindgren hratt og ákveðið. Og drættirnir um munn hans urðu fastir og harðir. Ruth staðnæmdist við borðið andspænis honum. Hún tók alveg ósjálfrátt bók, sem lá þar og sneri henni milli handanna og sagði: „Ég vil ekki trúa því, að þetta sé alvara þín. Þú hlýtur þó að skilja, hvers virði mér er þetta. Þetta er mín verzlun, sem ég hefi stofnsett sjálf og þroskað, svo að hún er orðin viss tekjugrein, bæði fyrir mig sjálfa, Aggí og Tit. Ég elska hana —“ ,-,Meira heldur en mig, að því er virð- ist,“ greip hann fram í stuttur í spuna. Ruth hélt áfram: „Og hvernig ætti svo að fara fyrir Tit og Aggí, ef ég seldi? Nýr eigandi myndi hafa sína eigin starfs- menn.“ „Þess háttar getur þú ekki hugsað um!“ „Ég verð að hugsa um það. Það líka. Þær reiða sig á mig, og Tit hefir engan annan.“ „Það er engin meining í, að ung stúlka taki sér þess háttar skyldur á herðar. Tit er eldri en þú — hún hefir sömu skilyrði til að afreka eitthvað, eins og þú hafðir.“ „Já, en ég vil ekki sleppa verzluninni!11 Ruth lagði frá sér bókina og rétti úr sér. „Þú vilt ekki?“ „Nei!“ Árni hafði staðið upp. Hann var mjög fölur. „Það er að segja: þú velur verzlunina?“ „Á það að vera val, Árni? Heldurðu ekki, að ég yrði þér jafn góð kona með verzlunina sem án hennar?“ „Nei, það held ég ekki.“ „Ertu ekki ofurlítið eigingjarn núna?“ „Og þú? Er þetta eintóm fórnfýsi?“ „Auðvitað ekki.“ Ruth varð að brosa. „Ég elska bæði þig og verzlunina og vildi gjarnan hafa hvort tveggja-------og svo er það Tit og Aggí.“ „Ég vil ekki vera giftur starfskonu. Enginn mun geta skilið —“ „Jæja, þú vilt ekki láta fólk segja, að þú sért giftur starfskonu. Það er þá vegna annarra, almannarómsins.“ „Þú misskilur mig, Ruth, og það af á- setningi. Ruth!“ Rödd hans varð innileg og bænþrungin: „Segðu, að þú meinaðir þetta ekki. Segðu, að þú viljir selja verzl- unina og giftast mér eins fljótt og frekast er unnt.“ Ruth kreppti hnefana. Hjartað lamdist í barmi hennar og augu hennar voru stór og dimm, er hún leit beint framan í hann. „Árni,“ sagði hún í hásum róm, „guð veit, að ég elska þig og er fús að giftast þér, þó svo væri á morgun. En ég er starf- andi stúlka, og ég elska að vera það. Þú verður að taka mig eins og ég er-------“ „Nei.“ „Ruth greip sér til stuðnings í næsta stólbak. Árni var eins og á sveimi fyrir augum hennar, þar sem hann stóð — al- varlegur og ákveðinn í að koma sínu fram. „Ruth!“ „Nei? Jæja, eins og þú vilt.“ Rödd Ruth var einkennilega róleg. „Væri ekki réttast að þú kveddir og færir núna? Væri það ekki nærgætnislegast af þér?“ „Þú elskar mig ekki!“ „Ég gæti svarað með sömu orðum.“ „Ruth!“ „Æ, getum við nú ekki verið búin með þetta!“ hraut henni af vörum. „Viltu ekki gera svo vel og fara núna!“ Árni gekk til dyranna. Átti hann að láta undan? Nei, hún yrði að gera það. Hún átti að vera hans að fullu og öllu, hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.