Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Side 16
158
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ýmislegt, sem hún hefði sagt honum síð-
asta kvöldið, er þau voru saman. Svo kom
annað bréf, þar sem hann spurði, hvers
vegna hún svaraði ekki, og að lokum enn
eitt, þar sem hann sagðist sakna hennar,
blátt áfram þrá hana. Gæti hún ekki
gleymt síðasta kvöldinu?
Þá skrifaði Tit blátt áfram „nei“ á
spjald og lagði það í umslag. Síðan heyrði
hún ekkert frekar frá honum.
En hún mætti honum einu sinni á Karl-
Johan.*)
Hún var í gráa göngubúningnum sín-
um, með lítinn hatt gráan og hanzka í
sama lit, og handtösku og skó í samræmi
við það.. Hún var mátulega púðruð og í
góðu skapi. Hann stóð á horninu fyrir
utan Grand Hotel og var snyrtimannlegur
og fallegur, eins og hann var vanur. Hún
varð hans fyrst vör og hafði því nægan
tíma til að jafna sig, svo að þegar hann
tók eftir henni og brá við, eins og hann
ætlaði að stöðva hana, gekk hún fram hjá
honum og bauð ósköp rólega góðan dag-
inn og sneri sér ekki svo mikið sem einn
millimetra, þótt hún fyndi greinilega
undrandi augnaráð hans í bakið alla leið
áð Eikartorgi.
Sverri Eker fannst eins og að honum
hefði verið gefið duglega utan undir.
Þessa ungu, glæsilegu stúlku hafði hann,
Sverrir Eker, móðgað blóðugt. Er hann ’
nú sá hana aftur, skildi hann hið stutta
„nei“ hennar. Blindur hafði hann verið,
sem ekki hafði eygt hina sönnu Tit á bak
við það, sem hann þóttist þekkja.
Hann hefði þó átt að geta skilið það.
Hún, sem var vinkona Ruth Lange. Hann
stóð grafkyrr og starði á eftir henni, unz
hún hvarf fyrir sporvagnana á Eikartorgi.
Þá sneri hann við og gekk hægt upp eftir
*) Aðalgatan í Osló, þ. e. Karl-Jóhanns-gata.
Þýð.
Karl Johan — hægt, og ekki nærri því eins-
hnarreistur og hann var vanur að vera.
Aggí var vön að hafa skemmtileg
spilakvöld öðru hvoru, oftast aðeins einn.
bridge-flokk, en það kom þó fyrir að þeir
voru tveir. Þá var einnig spilað á litla
borðinu fyrir framan dívaninn, og varð að
sitja nærri því kengboginn yfir því. Sá
flokkurinn, sem sat við brigdeborðið, gat
því séð á spilin hjá þeim við litla borðið,
og sá sem sat hjá gat aldrei stillt sig um
að grípa fram í spil hinna. Þessi spila-
kvöld virtist Ruth vera einhver bezta og
helzta skemmtunin. Hún var ekkert dug-
leg að spila brigde, mundi nærri því aldr-
ei hvaða spil voru komin út og sagði hátt
á léleg spil til sárrar gremju fyrir and-
spilanda, hver svo sem það var.
„Ég hélt að ég hefði sérgáfu í þolin-
mæði,“ sagði Rönning blaðamaður, „sér-
staklega þegar um fallegar stúlkur er að
ræða. En þér, fröken Lange, getið fengið
engil til að rifna af bræði! Svona sem þér
segið!“
„Ég skil ekkert í, að þið skulið vilja
hafa mig með,“ sagði Ruth hlæjandi.
„Þetta endurtekur sig í hvert sinn og ég
er búin að segja ykkur það. Biðjið mig að
korna og spjalla við ykkur, segi ég, en
ekki til að spila brigde.“
Og svo var þá spjallað langt fram á
kvöld, og Rönning fylgdi Ruth heim..
Hann var skemmtilegur og aðlaðandi, og
Ruth geðjaðist betur að honum en flestum
öðrum. Hefði Ósló aðeins ekki verið svona
agnarlítil, þá hefði Ruth líklega smám-
saman öðlazt sálarró og frið. En yrði
henni gengið eitthvað út í borgina, þá
hitti hún Árna Lindgren, hvaða leið sem
hún fór.
Hún var ekki af þeim, sem var að sí-
felldu randi um borgina, og ekki Árni
heldur, að því er hún bezt vissi. Hvers
vegna voru nú örlögin að láta þau rekast