Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 17
STARFAJSIDI STÚLKUR
159
á svona í sífellu? Það kom öðruhvoru fyr-
ir, að hún sagði við sjálfa sig, að „nú er ég
búin með það“; daginn eftir mætti hún
Arna og fann að henni þótti vænna um
hann en nokkru sinni áður. Atti hún að
láta undan? Nei, nei og aftur nei! Honum
gat ekki þótt nógu vænt um hana, úr því
að hann gat sett henni þessi skilyrði, ann-
að hvort — eða. Og Ruth beit saman
tönnunum og reyndi að láta vera að hugsa
um það, hve fallegur og myndarlegur
hann hefði verið, þegar hún mætti honum
síðast á Slotsgötunni. Hafði hann annars
ekki megrazt ofurlítið, og var hann ekki
bersýnilega órólegur, þegar hann heilsaði
henni og gekk fram hjá?
-----Ég held að ég verði að bregða mér
til útlanda, hugsaði Lindgren yfirdómslög-
maður, er hann einn daginn hafði gengið
fram hjá Ruth á Drottningargötu. Þetta
er að verða alveg óbærilegt. Aldrei hefði
ég haldið að Ósló væri svona lítil. Hvert
•sem ég fer, hitti ég á hana, ög hún er allt-
af í huga mínum. Og inndælli og inndælli
er hún orðin í hvert sinn, sem ég sé hana.
En hvað stoðar það? Henni getur ekki þótt
vænt um mig, úr því hún lætur búðar-
rytjuna þá arna koma upp á milli okkar!
Og Árni Lindgren hleypti í sig hörku
og ráðstafaði málum sínum þannig, að
hann gæti farið til Þýzkalands í næstu
■viku.
Ruth stóð í fatageymslunni á Bristol*)
-og lagaði á sér hárið frammi fyrir spegl-
inum. Að baki henni stóð dökkhærð
stúlka og reyndi að sjá í spegilinn til
hliðar við hana.
Ruth flutti sig lítið éitt til hliðar, og hin
stúlkan roðnaði.
„Æ, fyrirgefið!“ sagði hún. „Það var
ekki meiningin að ryðjast að. Þér fyrst,
fröken!“
*) Eitt hinna stærri hótela í ósló. Þýð.
Ruth brosti: „Þakk, mér liggur nú ekki
beinlínis á!“
„Ekki mér heldur,“ sagði hin og hló, en
Ruth hugsaði með sér, að það gerði það
nú víst samt, því að augu hennar blikuðu,
og hún var rjóð í kinnum — hún hlakkaði
augljóslega mjög til kvöldsins. Og það er
sannarlega meira heldur en ég geri, hugs-
aði Ruth, jafnvel þó að Rönning væri
bæði laglegur og skemmtilegur.
Hún leit sem snöggvast í spegilinn. Hár-
ið lá slétt og vel burstað, á meðan það
var, kjóllinn var nærri því nýr og fór
henni ágætlega. Hún sá það sjálf. Ég er
víst allright, hugsaði hún með sér eins og
ekkert væri, kinnkaði kolli til hinnar og
gekk upp.
Fyrir utan Mára-höllina stóðu tveir
smóking-klæddir herrar og biðu. Þeir litlu
báðir við, er hún kom. Það var Lindgren
og Rönning. Ó! Hjartað stanzaði í brjóst-
inu á henni sem allra snöggvast, svo
flæddi eldbylgjan yfir andlit hennar, háls
og arma, í næsta vetfangi náfölnaði hún.
Lindgren hneigði sig djúpt, en Rönning
flýtti sér til hennar.
„Ég held að ég hafi undið annan fótinn
ofurlítið,“ sagði Ruth og tók undir hand-
legg hans. „Nú er það liðið frá.“
„Já, ég skildi að það hlaut að vera eitt-
hvað að,“ sagði Rönning. „Þér roðnuðuð
og fölnuðuð allt í einu!“
Úff, hugsaði Ruth með sér, Árni sá það
víst nógu vel, án þess að þér þyrftuð að
benda honum á það. En hátt sagði hún:
„Já, það er að minnsta kosti liðið frá
núna. Þessháttar líður þó frá sem betur
fer.“
„Gott kvöld,“ sagði hún stillilega, og
Árni hneigði sig aftur, en þó að hann
hefði átt líf sitt að leysa, hefði hann ekki
getað stunið upp orði.
Hve hún var inndæl, litla stúlkan hans —
og hvernig í heiminum gat náunginn sá